Í síðustu þátti hafa Sparkvarpsmenn verið með íslenska syrpu og nú er komið að lokaþættinum í þeirri seríu. Þeir Þorgeir Logason og Þórhallur Valsson fengu heldur betur góðan gest en Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, kom í spjall. Fjölluðu þeir aðallega um reksturinn í kringum knattspyrnuliðið FH ásamt því að tala um íslenskan fótbolta.
FH hefur verið sigursælasta liðið í efstu deild karla undanfarin ár. Mikið hefur breyst hjá klúbbnum eftir aldarmótin og þá helst regluleg þátttaka þeirra í Evrópukeppnum. Birgir talaði meðal annars um leikjaálagið sem fylgir því, klúbba sem þeir taka til fyrirmyndar og þá vinnu sem fylgir því að reka eitt af stærstu liðum landsins.
Á næsta tímabili mun verða erfiðara fyrir íslensk lið að ná langt í Evrópu vegna breytinga á keppninni. Birgir útskýrir þær breytingar ásamt því að tala um félagskipti, stuðningsmenn og margt fleira.