Finnst að liðin ættu að hafa meira að segja

Í síð­ustu þátti hafa Sparkvarps­menn verið með íslenska syrpu og nú er komið að loka­þætt­inum í þeirri ser­íu. Þeir Þor­geir Loga­son og Þór­hallur Vals­son fengu heldur betur góðan gest en Birgir Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri knatt­spyrnu­deildar FH, kom í spjall. Fjöll­uðu þeir aðal­lega um rekst­ur­inn í kringum knatt­spyrnu­liðið FH ásamt því að tala um íslenskan fót­bolta.

FH hefur verið sig­ur­sælasta liðið í efstu deild karla und­an­farin ár. Mikið hefur breyst hjá klúbbnum eftir ald­ar­mótin og þá helst reglu­leg þátt­taka þeirra í Evr­ópu­keppn­um. Birgir tal­aði meðal ann­ars um leikja­á­lagið sem fylgir því, klúbba sem þeir taka til fyr­ir­myndar og þá vinnu sem fylgir því að reka eitt af stærstu liðum lands­ins.

Á næsta tíma­bili mun verða erf­ið­ara fyrir íslensk lið að ná langt í Evr­ópu vegna breyt­inga á keppn­inni. Birgir útskýrir þær breyt­ingar ásamt því að tala um félag­s­kipti, stuðn­ings­menn og margt fleira.

Auglýsing