Í Sparkvarpi vikunnar var sjónunum beint að Íran, Írak og Sýrland þar sem áhugaverðir hlutir eru að gerast.
Sýrland er komið í umspilsleik gegn Ástralíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 í knattspyrnu sem fer fram í næsta mánuði. Með sigri mætir Sýrland sigurvegara úr leik Bandaríkjanna og Trinidad og Tobago. Því er möguleiki að óvinirnir Sýrland og Bandaríkin mætist í úrslitaleik um laust sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. Strákarnir veltu fyrir sér þessari áhugaverðu stöðu sem er komin upp og einnig gengi Sýrlands í undankeppni HM.
Fáar Asíuþjóðir hafa verið að standa sig jafn vel og Íran upp á síðkastið. Íran er að fara á sitt annað HM í röð og hefur sýnt það að þeir eru eitt öflugasta landsliðið í Asíu. Liðið spilaði þétt og skipulagt og fékk ekki á sig mark fyrr en í síðasta leik síns riðils gegn Sýrlandi sem endaði 2-2. Carlos Queiroz er þar við stjórnvölinn og ætlar sér að koma Íran í fyrsta sinn upp úr riðlinum á HM.
Þrátt fyrir að Írakar komust ekki á HM að þessu sinni hefur landið átt sín ágætu ár í fótbolta. Strákarnir rifjuðu upp þá tíma þegar þeir voru upp á sitt besta, meðal annars þegar þeir komust á HM 1986 og þegar þeir unnu Asíubikarinn 2007. Í bæði skiptin náði liðið ekki að fylgja eftir góðu gengi.
Sparkvarpið er á Twitter – @Sparkvarpid