Sparkvarpsþáttur vikunnar fer að mestu í vangaveltur um vallarmál á Íslandi. Á síðustu árum – þá sérstaklega eftir að velgengni karlalandsliðsins í fótbolta – hefur umræðan aukist um hvort byggja þurfi nýjan þjóðarleikvang. Annar möguleiki væri að breyta núverandi leikvangi, stækka hann og taka hlaupabrautina eða einfaldlega halda sér við núverandi völl. Drengirnir hafa miklar skoðanir á þessum hlutum og létu þær flakka í þættinum.
Einnig snerist umræðan um hvort vellir landsins ættu að vera gamla góða túnið eða gervigras. Rómantíkin rígheldur í grasið græna á meðan aðrir sjá ekkert nema gervigras sem lausn fótboltavalla á Íslandi.
Þeir fóru yfir hvaða vellir á landinu er í uppáhaldi og hvort að stúkurnar ættu að heita eftir bestu leikmönnum félagsliðanna eða landsliðanna. Væri mögulegt að spila lengra tímabil ef leikmenn væru með með vettlinga og húfur eins og tíðkast erlendis?
Í lokin kom upp afar áhugaverð hugmynd að nýju stuðningsmannalagi karlalandsliðsins í fótbolta sem Tólfan ætti endilega að skoða.