Í þætti vikunnar fengu strákarnir markvörð Stjörnunnar, Harald Björnsson, í heimsókn. Haraldur ræddi um Östersund FK í Svíþjóð þar sem hann spilaði á síðasta ári. Borgin Östersund er í miðri Svíþjóð og er aðallega þekkt fyrir góðan árangur í vetraríþróttum frekar en að eiga gott fótboltalið. Mikill uppgangur hefur þó verið hjá knattspyrnuliði borgarinnar undanfarin misseri.
Árið 2011 var liðið statt í fjórðu deild í Svíþjóð árið 2011 og áttu erfitt með að finna leikmenn til að spila með liðinu. Síðan þá hafa þeir unnið sig hratt og örugglega upp sænska deildarstigann og spila á þessu tímabili í efstu deildinni í Svíþjóð, Allsvenskan. Í síðasta mánuði tókst liðinu að vinna ótrúlegan sigur á liði Herthu Berlin í Europa League. Liðið tryggði sér þátttöku í Europa League með því að vinna sænska bikarinn fyrr á árinu og með því að slá út tyrknesku risana í Galatasaray.
Frásögn Haralds er mögnuð fyrir margt leyti því að Östersund FK verður seint flokkað sem venjulegt fótboltalið. Sem dæmi talaði Haraldur um að leikmönnum hafi verið skylt að taka þátt í leikritinu Svanavatnið sem sett var á svið þegar hann lék með liðinu. Auk þess hélt liðið listasýningu þar sem leikmenn sýndu meðal annars málverk, dönsuðu eða voru með listgjörning.
Þessar óvenjulegu hefðir urðu til þegar enski þjálfarinn Graham Potter sá um að stýra liðinu alla leið upp í efstu deild. Samkvæmt Haraldi er Potter ótrulega metnaðafullur þjálfari, ólíkur þeim sem hann hefur haft og með ýmsar öðruvísi aðferðir í þjálfun sinni á liðinu.