Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er að sjálfsögðu viðfangsefni Sparkvarpsins þessa vikuna. Íslenska karlalandsliðið verður meðal þátttakenda á mótinu í Rússlandi í fyrsta sinn á næst ári. 23 lið hafa, ásamt Íslandi, tryggt sinn þátttökurétt á mótinu og skýrist það svo í næsta mánuði hvaða níu lið bætast í hóp þeirra bestu.
Fókus þáttarins snerist aðallega að öðrum löndum en Íslandi þar sem að árangri okkar hefur þegar verið gerð góð skil í flestum fjölmiðlum undanfarna daga.
Strákarnir tóku því létta yfirferð á hverri heimsálfu fyrir sig og ræddu meðal annars um vonbrigði undankeppninnar, magnaða lokaumferð ásamt því að fara yfir hvaða lið eiga enn möguleika að tryggja sig á HM.