Stanslaus dramatík í undankeppni HM

Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu er að sjálf­sögðu við­fangs­efni Sparkvarps­ins þessa vik­una. Íslenska karla­lands­liðið verður meðal þátt­tak­enda á mót­inu í Rúss­landi í fyrsta sinn á næst ári. 23 lið hafa, ásamt Íslandi, tryggt sinn þátt­töku­rétt á mót­inu og skýrist það svo í næsta mán­uði hvaða níu lið bæt­ast í hóp þeirra bestu.

Fókus þátt­ar­ins sner­ist aðal­lega að öðrum löndum en Íslandi þar sem að árangri okkar hefur þegar verið gerð góð skil í flestum fjöl­miðlum und­an­farna daga.

Strák­arnir tóku því létta yfir­ferð á hverri heims­álfu fyrir sig og ræddu meðal ann­ars um von­brigði und­ankeppn­inn­ar, magn­aða loka­um­ferð ásamt því að fara yfir hvaða lið eiga enn mögu­leika að tryggja sig á HM.

Auglýsing