Strákarnir í Sparkvarpinu fóru nýja leið í þessum þætti. Þeir komu allir með eina spurningu í stúdíóið og spurðu hvorn annan.
- Hverjir hafa komið mest á óvart í efstu fjórum deildunum?
- Hvaða lið myndir þú vilja helst sjá á HM í Qatar?
- Hvað er uppáhalds lagið ykkar sem er með beina tengingu við stórmót?
Þessar spurningar lögðu strákarnir fyrir og höfðu þeir allir mismunandi skoðanir.
Árni var með margar uppástungur um lið sem hafa komið mest á óvart á Ítalíu. Þórhallur valdi þar sem púrtvín skolar niður fisk og frönskum á Englandi en Þorgeir var í leit að leðurblökum á Spáni.
Liðin sem þeir vildu sjá á næsta HM voru frá þremur heimsálfum og ansi ólíkar skoðanir afhverju þau ættu að fara á HM.
Þeir höfðu allir sýna tengingu við lögin sem þau völdu. Árni Randvers tók „safe bet“ með lagi sem flestir ef ekki allir tengja við stórmót. Þórhallur fór í nostalgíuna og Þorgeir leitaði langt nokkuð langt aftur í tímann allt til ársins 1986 þegar að HM fór fram í Mexíkó. Setjið heyrnartól í eyrun og spennið sætisólar, Sparkvarpið er í loftinu.