Í Sparkvarpi vikunnar var rætt um possession. Engin íslensk beinþýðing hefur talist vera nógu góð fyrir orðið possession. Hugtakið hefur þó fengið sífellt meiri þýðingu innan íþróttarinnar. Sumir vilja meina að possession-tölfræðin, sem segir til um hvað hvort lið er mikið með boltann endurspegli gang þess tiltekna leiks hvað best. Á meðan eru aðrir sem segja að possession-tölfræði gefi alls ekki alla mynd á leikinn.
Miklar deilur hafa þó verið hvernig um possession er reiknað. Strákarnir fóru gróflega yfir þær aðferðir sem hafa verið notaðar og töluðu um þá hugmynd sem hefur mikið verið kastað fram í þessum fræðum.
Í lokin fór Þórhallur yfir eitt áhrifamesta lið í knattspyrnusögunni, „Mighty Magyars“. Þetta er landslið Ungverjalands á árunum 1950-56 sem töpuðu aðeins einum leik undir stjórn Gusztáv Sebes en það var úrslitaleikur HM 1954. Liðið er þó þekktast fyrir þær nýjungar sem þeir komu með inn í fótboltann. Með liðinu spilaði einn mesti markaskorari fótboltasögunnar Ferenc Puskás.