Þáttur vikunnar fjallar aðallega um endurstaðsetningu liða. Nokkur dæmi eru til um lið sem hafa fært sig um set og haldið brott á nýjar slóðir. Þó er þetta þekktara dæmi í öðrum íþróttum, þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Í fótboltanum er þetta minna þekkt en þó eru til dæmi bæði hér heima og úti í heimi.
Þeir Þorgeir Logason og Árni Þórður Randversson rifjuðu upp þessi fáeinu lið og skoðuðu af hverju þetta tíðkast minna í fótboltanum.