Sparkvarpið er mætt að nýju eftir jólafrí. Þeir Árni, Þórhallur og Þorgeir tóku fyrir iðnaðarborgina Sheffield í þætti vikunnar og ræddu um heitan nágrannaslag milli Sheffield United og Sheffield Wednesday. Bæði lið hafa átt sín blómaskeið í enskri knattspyrnu en það segja sem svo að Sheffield Football Club, annað fornfrægt lið frá “stálborginni” svokölluðu hafi haft hvað mest áhrif á sögu íþróttarinnar. Liðið var stofnað 1857 og er eitt elsta spilandi lið í heimi. Ásamt því að stofna liðið Sheffield F.C. bjuggu þeir Nathaniel Creswick og William Prest til “Sheffield reglurnar” sem í dag spila stóran þátt í fótbolta. Þar ber helst að nefna reglur eins og: Hornspyrnur, Innköst og leyfi til að skalla boltann ásamt fleiru.
Í lokin töluðu strákarnir um nokkur atvik sem tengjast liðunum þremur og rifjuðu upp kvikmyndina “When Saturday Comes” en þar fer leikarinn Sean Bean á kostum í leik sínum á persónunni Jimmy Muir.