Umfjöllunarefni vikunnar að þessu sinni er Werder Bremen sem spilar í efstu deild í Þýskalandi. Þeir Þorgeir og Þórhallur taka stöðuna á gengi liðsins sem hefur verið vægast sagt lélegt síðustu ár eftir að hafa verið einn besti klúbbur Evrópu í byrjun aldarinnar. Werder Bremen, sem eru nefndir eftir ánni Weser í norðvestur Þýskalandi, eru kóngarnir í norðrinu ásamt Hamburger SV en bæði lið eiga í hættu á að falla um deild á þessu tímabili.
Fjallað er um sögu liðsins en aðallega tvo þjálfara sem eiga gríðarlega stóran þátt í velgengi Bremen síðustu áratugi. Otto Rehagel þjálfaði liðið í fjórtán ár en tók við þeim árið 1981. Hann náði að breyta miðlungsliði í eitt besta lið Þýskalands á 9. áratugnum og byrjun þess 10. Bremen voru nánast alltaf í toppbaráttu undir hans stjórn en Þjóðverjinn er þekktur fyrir agaðan varnarleik eins og sást þegar Grikkir unnu EM 2004 undir hans stjórn. Kallaður Otto ll útaf hann endaði svo oft í öðru sæti, vann deildina tvisvar með Die Werderaner ásamt fleiri bikurum. Thomas Schaaf er hinn þjálfarinn sem sparkvarpið fjallar um en hann tók við Bremen árið 1999. Hann afrekaði það að vera 40 ár samfleytt hjá klúbbnum sem leikmaður og þjálfari. Undir hans stjórn var liðið eitt það skemmtilegasta í evrópu, ólíkt forvera hans Otto spiluðu Bremen aggresívan sóknarbolta undir Schaaf. Hann vann deildina árið 2004 og þjálfaði liðið í 14 ár áður en hann hætti eftir slæmt gengi árið 2013.
Þrátt fyrir slæmt gengi síðustu ár er ennþá líf í klúbbnum, margir fyrrum leikmenn vinna í kringum klúbbinn og nýr þjálfari tók við þeim síðastliðinn október en hann heitir Florian Kohfeldt. Farið var yfir framtíð klúbbsins, frábæra leikmenn sem hafa spilað fyrir liðið, költ leikmenn og óvenjulegan ríg þeirra við Schalke 04. Eitt er víst, rómantíkin er ennþá til staðar hjá þeim grænu og fyrrum appelsínugulu.