Í Sparkvarpi vikunnar tóku strákarnir fyrir Rooney regluna. Rooney reglan segir til um það að lið séu skyld til þess að bjóða að minnsta kosti einum aðila frá minnihlutahóp í atvinnuviðtal um stöðu hjá félagsliðum og landsliðum. Reglan var fyrst sett fram í NFL af Dan Rooney, fyrrum eiganda Pittsburgh Steelers. Kveikjan að reglunni kom þegar þeir Tony Dungy, þá þjálfari Tampa Bay Buccaneers og Dennis Green fyrrum þjálfari Minnesota Vikings, báðir þjálfarar sem eru dökkir á hörund voru reknir. Bæði höfðu Dungy og Green sýnt fram á góðan árangur og vildu fólk því meina að um mismunum væri að ræða í garð þjálfara frá öðrum kynþætti. Enska knattspyrnu sambandið tók upp regluna fyrir nokkrum vikum síðan. Chris Hughton er eini núverandi stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem er af öðrum kynþætti. Strákarnir ræddu tilkomu reglunnar og þau áhrif sem hún gæti haft í för með sér auk þess að rifja upp hvernig ástandið var á Englandi á 8. áratugnum.