Í þessum þætti Sparkvarpsins var talað um japanskan popkúltúr og tengsl hans við fótboltann í landinu. Strákarnir ræddu um hinn sívinsæla Captain Tsubasa, sem er japönsk teiknimyndapersóna. Teiknimyndarþættirnir hafa haft gríðarleg áhrif á japanska fótboltamenn sem og fótboltamenn út um allan heim. Meðal annars hafa Fernando Torres, Lionel Messi og “hinn mannlegi” Tsubasa, Hidetoshi Nakata lýst yfir dálæti sínu á þáttunum.Þættirnir eru frá 1981 og fjalla um ungan strák sér á sér draum að komast á toppinn í atvinnumennsku.
Auk Captain Tsubasa var rætt markaðssetningu japanskra leikmanna, framtíðarplön Japans í fótbolta og stöðu bæði kvenna og karla landsliðsins. Gaman er líka að segja frá því að þessi þáttur var tekinn upp í strætó eins og hlustendur ef til vill heyra en það var gert til þess að fagna því að hlaðvarp Kjarnans er komið í strætó-appið.