Í ljósi þess að tæpur mánuður er í fyrsta leik á stærsta fótboltasviði veraldar ákvað Sparkvarpið að hefja þemasyrpu þar sem rýnt verður í helstu spurningarmerki mótsins, í þáttunum verður fjallað um þjóðir sem vert er að spekúlera meira í og skoða áður en að mótið hefst.
Þeir Þórhallur og Þorgeir spörkuðu syrpunni af stað með því að rýna í rússneska og ástralska landsliðið en erfitt er að spá fyrir um hvernig þau munu mæta til leiks.
Rússarnir sem gestgjafar eru bæði spurningarmerki innan vallar sem utan. Þá eru Ástralir með splunkunýjan þjálfara sem er þó ekki ókunnugur stórmótum.