Í þætti vikunnar rýndi Sparkvarpið í möguleika Norðurlandanna á HM, ásamt okkur Íslendingum verða Svíar og Danir einnig með á Heimsmeistaramótinu í sumar. Hvorug þjóðin er þó að fara á HM í fyrsta sinn líkt og Ísland en báðum þjóðum hefur tekist að setja lit á fyrri Heimsmeistaramót, strákarnir bíða spenntir eftir að sjá hvort að Danir eða Svíar nái að gera stóra hluti í sumar.
Bæði löndin komust á HM í gegnum umspil. Danirnir sigruðu Íra sannfærandi á meðan Svíþjóð sló út margfalda Heimsmeistara Ítali ansi óvænt.
Strákarnir skoðuðu hópanna hjá bæði Svíum og Dönum og ræddu einnig möguleikann á því hvort að skandinavísk þjóð ætti séns á því að fara lengra en í 16-liða úrslit.