Í þessum þætti fóru þeir Þórhallur og Þorgeir yfir enska landsliðið. Englendingar eru oftar en ekki stærsta spurningarmerki hvers stórmóts. Strákarnir ræddu mikið um væntingar til enska landsliðsins á þessu Heimsmeistaramóti, val stjórans Gareth Southgate á hópnum sem fer til Rússlands og hugsanlegt leikkerfi liðsins.
England var nokkuð heppið þegar dregið var í riðla í desember síðastliðnum. Englendingar drógust með Belgum, Túnisum og nýliðunum í Panama. Það er ljóst að Englendingar eiga auðveldlega að komast upp úr þessum riðli en annað eins hefur nú áður verið fullyrt.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.