Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega

Bryn­dís Björg­vins­dóttir er þjóð­fræð­ing­ur, rit­höf­undur og dós­ent við hönn­un­ar- og arki­tekt­úr­deild Lista­há­skóla Íslands. Á ferli sínum hefur hún komið víða við í rann­sóknum og rit­störfum og hefur hið yfir­nátt­úru­lega verið henni hug­leik­ið.

Í þætt­inum ræða Dag­rún og Vil­helm­ína við Bryn­dísi um rann­sóknir hennar á álfum og álfa­byggðum en hún segir frá því hvernig hún fékk áhuga á álfum í tengslum við nátt­úr­una og umhverf­is­vernd. Árið 2018 kom út bók henn­ar, og Svölu Ragn­ars­dótt­ur, Kross­götur – álfatrú, álfa­byggðir og bann­helgi á Íslandi. Þar segir frá stöðum þar sem mann­gert umhverfi hefur lagað sig að álfa­byggðum og álaga­blettum og hvernig hið yfir­nátt­úru­lega og ósýni­lega getur þannig birst okkur í umhverf­inu. Í þætt­inum tæpir Bryn­dís á ýmsu og segir meðal ann­ars frá útvarps­þáttum um Grýlu, Hafn­firð­ing­ar­brönd­ur­um, sem og sjón­varps­þátt­unum Reim­leikum þar sem hún miðl­aði sögum fólks af dul­rænum atburðum og heim­sótti staði þar sem sagt er reimt.

Nýjasta útgáfa Bryn­dísar er bókin Kristín Þor­kels­dóttir sem segir sögu Krist­ínar sem er mynd­list­ar­kona en starf­aði sem graf­ískur hönn­uð­ur. Kristín rak lengi eina stærstu aug­lýs­inga­stofu lands­ins og á hún stóran hlut í hvers­dags­legri sjón­menn­ingu lands­manna en hún hann­aði meðal ann­ars íslensku seðla­röð­ina og alþekktar umbúðir fyrir mjólk­ur­vör­ur. Bryn­dís segir frá útgáf­unni og störfum Krist­ín­ar.

Þjóð­hættir er hlað­varp sem fjallar um nýjar rann­sóknir og fjöl­breytta miðlun í þjóð­fræði. Umsjón hafa Dag­rún Ósk Jóns­dóttir og Vil­helm­ína Jóns­dóttir dokt­or­snemar í þjóð­fræði.

Á mynd­inni eru frá vinstri Bryn­dís Björg­vins­dótt­ir, Kristín Þor­kels­dóttir og Birna Geir­finns­dótt­ir, annar höf­undur bók­ar­innar um Krist­ínu og hönn­uður verks­ins.

Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022