Í miðborg Reykjavíkur er að finna fjölbreyttan húsakost með nýjum og gömlum húsum í bland við hús sem hafa verið flutt um stað, gerð upp eða þau rifin. Sitt sýnist hverjum enda skoðanir og viðhorf fólks ólík.
Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Snjólaugu G. Jóhannesdóttur þjóðfræðing um nýlega rannsókn hennar á miðborg Reykjavíkur. Snjólaug gekk með viðmælendum um miðborgina þar sem þau sögðu henni frá viðhorfum sínum til umhverfisins, minningum og sögum úr fortíðinni. Minningar, staðartengsl og fegurðarskyn er m.a. það sem mótar viðhorf fólks og tengingar við umhverfið.
Snjólaug segir einnig frá vefritinu Kreddur þar sem birtar eru greinar um þjóðfræði og er aðgengilegt á vefnum http://www.thjodfraedi.is/kreddur.html