Þjóðhættir – Móðurhlutverkið, ofbeldi og óstýrilátar konur í íslenskum þjóðsögum

Dag­rún Ósk Jóns­dóttir mun í byrjun júní verja dokt­ors­rit­gerð sína í þjóð­fræði sem nefn­ist Í viðjum hefð­ar­inn­ar: Konur og kven­leiki í íslenskum þjóð­sög­um. Af því til­efni er þátt­ur­inn með óhefð­bundnu sniði. Dag­rún Ósk sest í sæti við­mæl­enda og Vil­helm­ína ræðir við hana um rann­sókn­ina.

Í þætt­inum segir Dag­rún frá rann­sókn­inni en hún vann með og greindi sagnir í íslenskum þjóð­sagna­söfnum frá 19. og 20. öld. Dag­rún beinir sjónum sínum sér­stak­lega að óhlýðni, upp­reisn og and­ófi kvenna og ofbeldi gagn­vart konum og við­horfum til þess. Nánar til­tekið skoðar hún sagnir um konur sem hafa eig­in­leika og sinna störfum sem voru talin karllæg, sagnir sem segja frá kyn­bundnu ofbeldi, sagnir af konum sem hafna móð­ur­hlut­verk­inu og sagnir af yfir­nátt­úru­legum kon­um, það er að segja huldu­konum og skess­um.

Þjóð­sögur bera vitni um þann hug­mynda­heim og það sam­fé­lag sem þær til­heyra. Sagn­irnar styðja því yfir­leitt við ríkj­andi hug­myndir um hvað þóttu vera hefð­bundin hlut­verk og æski­leg hegðun kvenna. Í þætt­inum ræðir Dag­rún þessar hug­myndir nánar og gefur dæmi um hvernig þessi gam­al­grónu við­horf birt­ast í sögn­un­um.

Rann­sókn Dag­rúnar sýnir svo ekki verður um villst að mikið af þeim hug­myndum sem sjá má í þjóð­sögum eru enn til staðar í dag. Þess vegna kall­ast rann­sókn Dag­rúnar á við sam­tím­ann þar sem staða kvenna og úrelt við­horf til kyn­hlut­verka, kven­leika og ofbeldis gagn­vart konum hafa verið mjög til umræðu. Rann­sóknin varpar nýju ljósi á hversu rót­grónar hug­myndir um hlut­skipti kvenna eru í raun og veru og er hún því mik­il­vægt inn­legg í jafn­rétt­isum­ræðu sam­tím­ans.

Þjóð­hættir er hlað­varp sem fjallar um nýjar rann­sóknir og fjöl­breytta miðlun í þjóð­fræði. Umsjón hafa Dag­rún Ósk Jóns­dóttir og Vil­helm­ína Jóns­dótt­ir.

Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022