Í desember árið 1945 hurfu fimm orustuflugvélar Bandaríkjahers í hafið í Bermúda-þríhyrningnum svokallaða. Um svipað leiti og á næstu áratugum eftir varð til ein vinsælasta þjóðsaga allra tíma um þennan ógnvænlega ímyndaða þríhyrning á stóru hafsvæði. En hver hefur ekki gaman af langsóttum samsæriskenningum, ótrúlegum sögum af geimverum og bláköldum raunsæiskenningum í bland?
Þáttur um kúl hluti fjallar um hvarf orustuvélanna fimm og rekur það hvernig áttavitarnir hættu skyndilega að virka í öllum vélunum fimm, hvernig flugmennirnir villtust og mætu á endanum örlögum sínum.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson flytur í lok þáttarins pistil af Meginlandinu. Þar fjallar hann um núvitund.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.