Hnitbjörg, húsið þar sem Listasafn Einars Jónssonar er til húsa efst á Skólavörðuholtinu, er fyrsta húsið sem byggt var á Skólavörðuholti. Þar stóð aðeins Skólavarðan sjálf, einhverstaðar þar sem stytta Leifs Eiríkssonar stendur nú. Þáttur um kúl hluti heimsótti Hnitbjörg þar sem Sigríður Melrós Ólafsdóttir, forstöðumaður safnsins, tók á móti Birgi Þór.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson flytur pistil af Meginlandinu og veltir fyrir sér hvort fólk vilji frelsi eða geti höndlað frelsi.
Sigríður Melrós greinir frá ferli Einars sem listamaður, húsinu og tilgangi þess auk þess að ræða aðeins skipulag borgarinnar á fyrstu árum 20. aldarinnar. Lemúrinn fjallaði um húsið nýlega og birti myndir af því árið 1925.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.