1492 og allt það!

berlinwall.jpg
Auglýsing

afm.li.nr.2 Bryn­dís Schram

1989 – níundi nóv­em­ber, fall Berlín­ar­múrs­ins.

Það er fjórð­ungur úr öld síð­an. Samt finnst mér ein­hvern veg­inn, eins og þetta hafi gerst í gær. Ég kom þarna með manni mínum skömmu síð­ar. Hann átti fundi með hópi fólks, sem hafði staðið fram­ar­lega í and­stöðulið­inu í gamla alþýðu­lýð­veld­inu. Við heyrðum þýska krata úr gömlu Vest­ur­-Berlín spá í fram­tíð­ina út frá orðum Willys Brandt: „Nú grær það sam­an, sem sprottið er af sömu rót“.

Auglýsing

Núna  - 25 árum síðar – eru engu lík­ara en Þjóð­verjar séu dottnir í það, komnir á sögu­legt fyllirí. Og þeir eru ekki einir um það. Þetta voru mikil tíma­mót fyrir Tékka og Slóvaka, Pól­verja, Ung­verja og aðra Aust­ur-­Evr­ópu­menn. Á tíma­bili leit út fyr­ir, að Eystra­salts­þjóð­irnar þrjár, Eistar, Lettar og Lit­há­ar, myndu lok­ast inni í Sov­ét­ríkj­un­um. Þeir sluppu ekki út fyrr en á sein­ustu stundu –  í ágúst 1991.

Og svo hrundu Sov­ét­ríkin sjálf til grunna um ára­mótin 1991-92. Við þau ára­mót, sam­kvæmt tíma­tali rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar – var rauði fán­inn með hamri og sigð dreg­inn niður við Kreml­ar­múra í hinsta sinn. Seinni heim­styrj­öld­inni var loks­ins lok­ið. Sumir for­heimsk­uðu sig á að halda, að þetta væru enda­lok sög­unnar (munið Fuku­yama?). Við sem upp­lifðum þessa atburði, von­uðum að þetta yrði upp­haf nýrri og betri tíma.

Af þessu til­efni hafa spunn­ist umræður vítt og breitt um heim­inn um ártöl, sem hafa skipt sköp­um. Í spænskri sögu gnæfir ártalið 1492 upp yfir öll önn­ur. Og hvað gerð­ist þá? Þá tókst til dæmis spænska land­eig­enda­aðl­inum loks­ins að hrekja sein­asta Már­ann af valda­stóli í Granada. Þar með var endir bund­inn á yfir­ráð Múhameðstrú­ar­manna á meg­in­landi Evr­ópu, sem staðið hafði í meira en sjö hund­ruð ár. (Að vísu áttu þeir síðar eftir að herja á Evr­ópu upp Balkanskag­ann, næstum því að landa­mærum Vín­ar, en það er önnur saga).

Þeir sem horfa út fyrir gömlu Evr­ópu um ver­öld víða, munu vænt­an­lega segja, að árið 1492 væri greipt gullnu letri í ver­ald­ar­sög­una af allt öðrum ástæð­u­m.  Það ár sigldi ítalskur sæfari úr höfn í Andalúsíu í leit að Ind­landi, en fann í stað­inn meg­in­land Amer­íku. Það er óum­deilt, að fundur hins nýja meg­in­lands og land­nám Evr­ópu­manna þar –  Eng­lend­inga og Norð­ur­-­Evr­ópu­manna í Norð­ur­-Am­er­íku, en Spán­verja í Suður og Míð-Am­er­íku –  breyttu mann­kyns­sög­unni –  til góðs eða ills. Við þetta hófst straumur útflytj­enda frá Evr­ópu til Amer­íku. Við það varð þessi nýja heims­álfa fram­leng­ing af sögu og menn­ingu gömlu Evr­ópu. Það hefur for­taks­laust breytt miklu um fram­vindu sög­unn­ar, og engan veg­inn enn séð fyrir end­ann á því.

Í þess­ari umræðu allri hafa nú heyrst radd­ir, þar sem kveður við annan tón. Þær eru sam­mála því, að árið 1492 hafi vissu­lega reynst vera tíma­mótaár í mann­kyns­sög­unni. En þegar fram líða stund­ir, muni menn hall­ast að því, að ástæðan sé önnur og óvænt. Hver þá? Jú – sjáið þið nú til. Árið 1492 bar það nefni­lega til tíð­inda, að  mál­vís­inda­maður einn, Ant­onio De Nebr­ija, færði  hinum ungu kon­ungs­hjón­um, Isa­bellu og Ferdin­and, mikið rit­verk að gjöf –  splunku­nýja mál­fræði fyrir tungu­mál þeirra hásléttu­manna í Kast­il­íu.

Kastil­íano var á þessum tíma eitt af mörgum tungu­mál­um, sem töluð voru á Íber­íu­skag­anum –  og alls ekki það sem flestir höfðu að móð­ur­máli. En þetta var tungu­mál­ið, sem land­ræn­ingj­arnir í Suður og Mið-Am­er­íku töl­uðu og fluttu með sér. Og Ísa­bella lýsti því yfir með pompi og prakt, að „þetta skyldi hér eftir verða rík­is­mál hins nýja stór­veld­is“. Og gleymum ekki því, að þar með varð kastil­íano tungu­mál kaþ­ólsku kirkj­unn­ar.

Á meg­in­landi Amer­íku  voru fyrir þjóð­flokk­ar, sem töl­uðu sín eigin tungu­mál og voru mun fjöl­menn­ari en sveita­menn spænsku háslétt­unn­ar. Saga land­náms Spán­verja í Suður og Mið-Am­er­íku er blóði drif­in. Það er saga mis­kunn­ar­lauss ofbeld­is, kúg­unar og arð­ráns, auk nið­ur­læg­ingar og fjöldamorða á hinum inn­fæddu. Spán­verjar fluttu með sér sjúk­dóma, sem urðu að far­öldrum, og inn­fæddir voru varn­ar­lausir fyr­ir. Þeir hinna inn­fæddu, sem ekki féllu fyrir vopn­um, fór­ust í hrönnum í drep­sótt­um, sem Spán­verjarnir fluttu með sér.

En tungu­málið – kastil­íano hásléttu­mann­anna – lifði af styrj­ald­ir, hung­ursneiðir og drep­sótt­ir. Kaþ­ólska kirkjan boð­aði lýðnum sælu­vist á himnum – á spænsku. Jesúít­arnir kenndu trú­boðum sínum á spænsku. Land­eig­end­urnir neyddu þræla sína – að við­lögðum dauða eða píslum – til að læra mál herra­þjóð­ar­inn­ar.

Að því kom, að þjóðir Suð­ur­-Am­er­íku risu upp gegn spænska nýlendu­veld­inu. Umboðs­menn kúg­un­ar­valds­ins frá Madrid voru hver á fætur öðrum reknir heim –  frá Kol­umbíu, Venezu­ela, Argent­ínu, Chile, Perú, Bolivíu og Equ­ador –  líka frá löndum Mið-Am­er­íku og frá eyríkjum Karí­ba­hafs­ins, sein­ast frá Kúbu.

Spánn hvarf aftur inn í sjálfan sig og varð að lokum að bráð eigin fas­is­ma, Á þessu hnign­un­ar­skeiði misstu Spán­verjar af end­ur­reisn­inni, upp­lýs­inga­öld­inni og iðn­bylt­ing­unni. Þeir urðu að van­þró­uðu útkjálka­hér­aði á jaðri Evr­ópu.

En kastil­íano – spænsk tunga –  hefur hins vegar farið sig­ur­för um heim­inn. Á Spáni búa nú rúm­lega 40 millj­ónir manna. Af þeim fjölda eiga margir annað tungu­mál að móð­ur­máli, svo sem kata­lónsku og baska­mál. Þar að auki talar fólk í Galicíu og Andalúsíu mál­lýskur, sem það vefst fyrir Kast­il­íu­mönnum á skilja.

En í heim­inum öllum eru þegar tæp­lega 400 milj­ónir manna, sem eiga spænsku að móð­ur­máli. Það er ekki bara öll Suður og Mið-Am­er­íka (fyrir utan Bras­il­íu, sem höktir á portú­gölsku), sem talar spænsku. Tugir millj­óna í Banda­ríkj­unum eiga nú spænsku að móð­ur­máli. Spænska er að verða meiri­hluta­mál í ýmsum fylkjum Suð­ur­ríkj­anna. Sumir gera því skóna, að þannig muni Mexíkó smám saman end­ur­heimta þau víð­feðmu land­svæði, sem Banda­ríkja­her rændi af þeim á nitj­ándu öld­inni. Nú orðið eiga fleiri spænsku að móð­ur­máli en ensku í heim­in­um.

Það er bara mandar­ínskan, mál Han-­þjóð­flokks­ins, sem skýtur hinum spænsku­mæl­andi ref fyrir rass. Þar á móti kem­ur, að hinum spænsku­mæl­andi fjölgar mun örar. Að vísu skal við­ur­kennt, að enskan hefur vinn­ing­inn, sem alþjóða­mál okkar tíma í við­skiptum og vís­ind­um. En jafn­vel það kann að breytast, þegar fram líða stund­ir, og Mið­ríkið – Kína – hefur aftur öðl­ast sinn forna sess sem miðja heims­ins.

Við getum verið sam­mála um það, að árið 1492 skipti sköpum í sögu heims­ins, en kannski var það, þegar allt kemur til alls, mál­fæði­kverið hans Ant­on­ios Nebr­ija, sem réði úrslit­um. Heims­veldi rísa og hníga. Tungu­málin sam­eina þjóð­irnar –  en án mál­fræð­innar lifa engin tungu­mál.

Viva gramat­ica!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None