Andleg br***stíflugremja

Auglýsing

Und­an­farin miss­eri hef ég klór­að mér í koll­in­um. Ég er ekki með lús og ég er ekki með áber­andi flösu­vanda­mál. Ég hef klórað mér í koll­inum yfir ótrú­legri yfir­borðs­gremju í opin­berri umræðu í garð trú­ar, trú­ar­bragða og sér í lagi Þjóð­kirkj­unn­ar.  Ég opna ekki blað­ið, og alls ekki Frétta­blað­ið, án þess að þar sé ein­hver að fá útrás fyr­ir, að því er virð­is­t, gíf­ur­legan upp­safn­aðan pirr­ing gagn­vart trú, krist­in­dómi og kirkju. Ég klór­a mér í koll­inum sum­part vegna þess að ég tengi ekki við þennan pirr­ing. Ég hef ­lengi verið við­loð­andi kirkju­starf í Þjóð­kirkj­unni og sé ekk­ert nema frem­ur sak­laust starf sem þar fer fram. Kannski ekki alltaf nógu spenn­andi. En sak­laust. 

Ég sé heldur ekki allt órétt­lætið sem fólk sér í því að ríkið skuli hafa milli­göngu um inn­heimtu á félags­gjöldum í trúar og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Það er, þrátt fyrir allt, mik­ill félag­s­auður í frjálsum félaga­sam­tökum og ­mann­rækt­ar­starfi lífs­skoð­un­ar­fé­laga. Ég við­ur­kenni að það er ekki sann­gjarnt að þau sem standa utan allra trúar og líf­skoð­un­ar­fé­laga þurfi samt að greiða 10 ­þús­und krónur á ári í rík­is­sjóð. Það má laga. En það er til stærra órétt­læti, í al­vöru, og ég held að sú mikla gremja sem sé í loft­inu hljóti að snú­ast um eitt­hvað annað heldur en tíu þús­und krónur á ári. Gott og vel. En hvað skyld­i það þá vera?

Mann­kyns­sagan sýnir að mað­ur­inn er and­leg og trú­ar­lega vera sem reisir sér til­beiðslu­staði sem víð­ast hann ­get­ur. Það er eitt­hvað innra með mann­inum sem virð­ast leiða hann í sífellu að and­legum iðk­unum og trú­ar­legum athöfn­um. Við höfum flest þennan and­lega streng í brjósti, kannski í mis­miklum mæli, á sama hátt og við höfum öll þörf fyrir að vera skap­andi, en bara í mis­miklum mæli.

Auglýsing

Breyt­ingar

Og hér kemur mín kenn­ing. Fólk þráir að því sé klórað í and­lega kláð­ann sinn, vill ekk­ert meira en að óslökkvandi and­legum þorsta þess sé sval­að. En ­trú­ar­brögð­in, þar með talið kirkj­an, urðu til á öðrum tímum en okk­ar. Eitt sinn voru túlk­anir þeirra á and­legri reynslu, athafnir þeirra og aðferðir virkir árfar­veg­ir ­sem báru áfram lif­andi vatn. En í dag þá fjölgar í hópi þeirra sem geta ekki tengt lengur við tákn­myndir trú­ar­bragð­anna. Þau vita kannski ekki einu sinni að um tákn er að ræða, heldur taka þeim bók­staf­lega og draga þess vegna ekki úr þeim nær­ingu. Nið­ur­staðan verður æ oftar sú að fólki finnst því ekki klórað í trú­ar­lega kláð­ann og upp­lifir að and­legum þorsta þess sé ekki sval­að. Á sama ­tíma er Þjóð­kirkjan vissu­lega til staðar og fólk rífst við hana í von um að fá svör og lemur á henni til að hefna sín fyrir að hún skuli gefa sig út fyrir að vera bak-klóra lífs­ins kláða og brunnur fyrir þyrsta til að drekka af.  

Mann­eskjan hef­ur, eins og ég áður sagði, djúpa löngun og ­mikla þrá í and­legu til­liti. En eins og hjá elsk­huga sem hefur verið hafnað eða ­mætt af sinnu­leysi þá getur þráin umbreyst í gremju, óþol, jafn­vel hatur ef henni er ekki rétt mætt.

Nýtt orð

Fyrir mörgum árum síðan var tengda­mamma mín að horfa á sjón­varpið og heyrði þar í fyrsta sinn orð sem lét hana hlæja óstjórn­lega. Orðið var „brundstíflugremja“. Ég vil taka það fram að ég veit að það er mjög dóna­legt og óheflað að nota þetta orð í grein. Mér til afsök­unar þá lærði ég það hjá tengda­mömmu minni og hún lærði það af íslensku sjón­varps­leik­rit­i. Brundstíflugremja er frekar gegn­sætt orð en það vísar sem sagt til karl­manns ­sem hefur í langan tíma þráð kyn­líf en fær hvergi þeirri þörf sval­að. Gredd­an um­breyt­ist í gremju, brundstíflugremju.

Og það sem ég er að segja er þetta: Sæmi­legur hluti fólks á Íslandi, lík­lega í heim­in­um, þjá­ist af and­legri brundstíflugremju. Það langar í and­lega fró en það fær hana ekki. Og nú fer það um, sót­brjálað að tína til ein­hverjar sann­anir fyrir því að Þjóð­kirkjan sé ein­hver hræði­leg­asta stofnun sem algeim­ur­inn hefur fætt af sér. En Þjóð­kirkj­an er ekki hræði­leg og hún er ekki tákn­gerv­ingur órétt­læt­is. Hún er tákn­gerv­ing­ur ósval­aðrar þarf­ar. Og í hvert sinn sem brundstíflugramur maður sér kirkju, og af þeim er nóg á íslandi, þá er hann minntur á það sem hann hefur svo leng­i ­þráð en ekki enn feng­ið: And­lega svöl­un. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None