Mikil vonbrigði hjá útvarpsstjóra en stjórnarformaðurinn er sáttur - Ráðherrann náði ekki sínu fram

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Nú liggur fyrir að útvarps­gjaldið verður ekki óbreytt í 17.800 krónum heldur lækkar það í 16.400. Það þýðir um 500 millj­óna króna tekju­skerð­ing fyrir RÚV, af því er fram hefur komið hjá stjórn­endum RÚV. Á móti kemur síðan 175 millj­óna króna sér­stakt fram­lag sem ætlað fyrir inn­lenda kvik­mynda­fram­leiðslu.

Ljóst er að frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Ill­uga Gunn­ars­son­ar, nær ekki fram að ganga og tókst honum því ekki ætl­un­ar­verk sitt. Þegar slíkt ger­ist með frum­varp hjá ráð­herra er það nið­ur­lægj­andi fyrir hann, og mikið áfall fyrir póli­tíska stöðu, þar sem það opin­ber­ast að rík­is­stjórnin og þing­meiri­hlut­inn styður ekki mál ráð­herr­ans. Fróð­legt verður að sjá hvernig það mun gang hjá Ill­uga, að ná vopnum sínum aft­ur. Það er ekki aug­ljóst að það tak­ist. 

Við­brögðin við þess­ari stöðu sem upp er komin hjá RÚV eru um margt kostu­leg. Magnús Geir Þórð­ar­sonar útvarps­stjóri lýsir nið­ur­stöð­unni sem miklum von­brigð­um, og að nú taki við vinna við að for­gangs­raða verk­efnum og sjá hvað muni lifa og hvað ekki, í starf­semi RÚV. Guð­laugur Sverr­is­son, stjórn­ar­for­mað­ur, er sáttur við nið­ur­stöð­una og segir hana „ágæta lausn“. Ill­ugi hafði raunar látið svipuð orð falla, en þau eru því marki brennd að vilji hans var kom­inn opin­ber­lega fram áður, og nið­ur­staðan er aug­ljós­lega þvert á hana.

Auglýsing

Nú verður að koma í ljós hvernig RÚV gengur að feta sig áfram í nýjum rekstr­ar­veru­leika.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None