Mikil vonbrigði hjá útvarpsstjóra en stjórnarformaðurinn er sáttur - Ráðherrann náði ekki sínu fram

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Nú liggur fyrir að útvarps­gjaldið verður ekki óbreytt í 17.800 krónum heldur lækkar það í 16.400. Það þýðir um 500 millj­óna króna tekju­skerð­ing fyrir RÚV, af því er fram hefur komið hjá stjórn­endum RÚV. Á móti kemur síðan 175 millj­óna króna sér­stakt fram­lag sem ætlað fyrir inn­lenda kvik­mynda­fram­leiðslu.

Ljóst er að frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Ill­uga Gunn­ars­son­ar, nær ekki fram að ganga og tókst honum því ekki ætl­un­ar­verk sitt. Þegar slíkt ger­ist með frum­varp hjá ráð­herra er það nið­ur­lægj­andi fyrir hann, og mikið áfall fyrir póli­tíska stöðu, þar sem það opin­ber­ast að rík­is­stjórnin og þing­meiri­hlut­inn styður ekki mál ráð­herr­ans. Fróð­legt verður að sjá hvernig það mun gang hjá Ill­uga, að ná vopnum sínum aft­ur. Það er ekki aug­ljóst að það tak­ist. 

Við­brögðin við þess­ari stöðu sem upp er komin hjá RÚV eru um margt kostu­leg. Magnús Geir Þórð­ar­sonar útvarps­stjóri lýsir nið­ur­stöð­unni sem miklum von­brigð­um, og að nú taki við vinna við að for­gangs­raða verk­efnum og sjá hvað muni lifa og hvað ekki, í starf­semi RÚV. Guð­laugur Sverr­is­son, stjórn­ar­for­mað­ur, er sáttur við nið­ur­stöð­una og segir hana „ágæta lausn“. Ill­ugi hafði raunar látið svipuð orð falla, en þau eru því marki brennd að vilji hans var kom­inn opin­ber­lega fram áður, og nið­ur­staðan er aug­ljós­lega þvert á hana.

Auglýsing

Nú verður að koma í ljós hvernig RÚV gengur að feta sig áfram í nýjum rekstr­ar­veru­leika.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None