Konu dreymir

Katrín Júlíusdóttir
Auglýsing

Mál­efni flótta­manna sett­u ­mik­inn svip sinn á árið. Straumur flótta­manna inn í Evr­ópu hefur aldrei ver­ið ­meiri og rétt­ara að kalla þjóð­flutn­inga en hefð­bund­inn flótta­manna­straum.  Aðstæð­urnar sem fólk er að flýja eru það hrylli­legar að það leggur á sig stór­hættu­legan flótta á gúmmí­bátum yfir úfið haf að næt­ur­lagi í leit að öryggi og betra lífi. Við slíkar aðstæður er ­mik­il­vægt að við Íslend­ingar sam­ein­umst um að taka á móti fólki og veita því ­skjól hér. Við eigum að gera miklu betur í mót­töku flótta­manna en jafn­framt í mót­töku hæl­is­leit­enda og þeirra sem hingað koma sjálfir í leit að fram­tíð. 

Við erum mörg sem viljum sjá meiri mannúð í kerf­inu hér á landi þar sem aðstæð­ur­ hvers og eins eru skoð­aðar sér­stak­lega en tölvan ekki látin segja nei á þeim ­for­sendum að fólk passi ekki inn í fínu boxin okk­ar. Mann­úð­ar­sjón­ar­mið verða að ráða för. Út á það gengur líka lög­gjöfin þó að í verki hafi laga­grein frá árin­u 2014 um lista yfir örugg ríki verið látin ráða flokkun á fólki.  Við­brögð þings­ins vegna albönsku ­fjöl­skyldn­anna sýndi vilja þings­ins í þessum efn­um. Við komum sam­einuð fram í við­kvæmu máli og fyrir það þakka ég nú á þessum jól­u­m. 

Auglýsing

Haust­þingið – sam­hent stjórn­ar­and­staða

Mörg ykkar tóku örugg­lega eftir því að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fjórir mætt­u ­sam­hentir til leiks á þessu haust­þingi og lögðu fram sam­eig­in­legar til­lögur við fjár­lög­in. Við settum þrjú mál á odd­inn; Bætt kjör eldri borg­ar­ara og öryrkja, ­aukið fé til Land­spít­ala og heil­brigð­is­mála og að lokum að útvarps­gjald­ið skil­aði sér allt til RÚV. Þetta var auð­velt fyrir okkur flokk­ana fjóra að ná ­saman um þetta því mik­il­vægi þess­ara mála eru svo aug­ljós. Við náðum ein­hverj­u­m ár­angri með því að pressa stíft í langri umræðu í þing­inu; RÚV fékk hækkun upp­á­ 175 millj­ónir og Land­spít­al­inn fékk 200 millj­ónir auk þess sem millj­arður fer í öldr­un­ar­stofn­an­ir. Við hefðum þurft að sjá hækkun upp á 3 millj­arða í Land­spít­al­ann bara svo hann geti haldið í horf­inu þannig að þetta er ein­göng­u brot af því sem þarf en þó meira en rík­is­stjórnin hafði lagt til upp­haf­lega.

Eldri borg­arar og öryrkjar skildir eftir

Bar­áttan fyrir kjörum eldri ­borg­ara og öryrkja var tví­þætt. Ann­ars­vegar að hækk­anir sem þessir hópar fá nú um ára­mótin verði aft­ur­virk til 1.maí sem er í sam­ræmi við það sem aðrir hópar hafa fengið á árinu. Hins­vegar var krafan að hækkun lægsta líf­eyr­is­ al­manna­trygg­inga yrði í takt við hækkun lægstu launa. Við náðum því miður ekki að koma vit­inu fyrir rík­is­stjórn­ar­flokk­ana þegar kom að kjörum eldri borg­ara og ­ör­yrkja. Tals­menn Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks sögðu það síðan skýrt að þeir teldu ekki að þessir hópar ættu að vera með sömu tekjur og lægstu laun. Þetta var eins og að tala við vegg. Skiln­ing­ur­inn var eng­inn. Fyrir hækkun er ­nettógreiðsla lægsta líf­eyris almanna­trygg­inga til þeirra sem eru í sam­búð um 170 þús­und krónur og ef við­kom­andi býr einn um 191 þús­und krón­ur. Þús­undir Íslend­inga eru í þessum spor­um. Rétt upp hönd sem treystir sér til að borga af hús­næð­i, reka litla bifreið, kaupa í mat­inn og gefa barna­börn­unum jóla­gjafir fyrir þessa fjár­hæð. Auð­vitað réttir eng­inn upp hönd því við vitum að það er ekki hægt svo vel sé. Við munum halda bar­átt­unni fyrir bættum kjörum þess­ara hópa áfram.

Þöggun

Póli­tísk umræða hefur breyst ­mikið und­an­farin miss­eri. Ef ráða­fólk er gagn­rýnt fáum við oftar en ekki þau við­brögð að um sé að ræða and­legt ofbeldi, ein­elti eða per­són­u­árás­ir. Þannig hafa sumir ráð­herrar í þess­ari rík­is­stjórn oftar en ekki brugð­ist við umræðu um ­störf þeirra sem og þing­menn stjórn­ar­flokk­anna. Ráða­menn eru ekki fórn­ar­lömb í okkar sam­fé­lagi, nema þá kannski helst lýð­ræð­is­legrar umræðu sem þeim kann að ­þykja óþægi­leg á köfl­um. Gagn­rýni á lág fram­lög til Land­spít­ala er þannig ekki and­legt ofbeldi gagn­vart þeim sem ráða fram­lög­un­um. Hér er um að ræða eina leið til þögg­unar alveg eins og það að ráð­ast til baka á per­sónu gagn­rýn­and­ans eins og við höfum séð mörg dæmi um á árinu. Þessir þögg­un­ar­til­burðir eru að ­stein­gelda alla efn­is­lega og inni­halds­ríka póli­tíska umræðu. Sú sem þetta rit­ar ­fór á árinu að sakna stjórn­mála­manna eins og Björns Bjarna­son­ar, Ein­ars Odds Krist­jáns­son­ar, Val­gerðar Sverr­is­dóttur og Þor­gerðar Katrínar sem aldrei veigr­uðu sér við alvöru póli­tískum debat sama hversu þung gagn­rýnin varð. Í stjórn­málum eigum við að takast á um hug­myndir og ef ein­hver er manni ekki ­sam­mála þá er það merki um heil­brigða umræðu sem gæti mögu­lega leitt til­ far­sællar nið­ur­stöðu í máli. Í sam­fé­lagi þögg­unar eru ein­stak­lingar hins­veg­ar ófrjálsir og sam­fé­lagið þving­að.

Heim­ilin og fram­tíðin

Lítið hefur farið fyrir umræðu um heim­ilin í land­inu á þessu ári. Verð­trygg­ingin sem lofað var að afnema lifir enn góðu lífi. Og þó að það hilli undir breyt­ingar á fjár­magns­höft­unum er lang­t í frá að menn muni getað afnumið þau alger­lega á meðan við erum með íslensku krón­una. Þá hafa vextir einnig farið að hækka að nýju og frekar hækk­anir liggja í loft­inu. Á sama tíma lækkar rík­is­stjórnin barna­bæt­ur ­sem er sér­stakur stuðn­ingur við barna­fjöl­skyldur með þunga greiðslu­byrði og hún­ ­lækkar vaxta­bætur sem ætlað er að mæta þessum sér­ís­lenska him­in­háa verð­tryggða lán­töku­kostn­aði. Við í Sam­fylk­ing­unni höfum löngum tala fyrir breyt­ingum á þessum sér­ís­lensku aðstæðum með upp­töku Evru. Okkur hefur verið mætt með hróp­um og köllum og við sögð eiga þetta eina svar við öllu. Þeir sem hæst hrópa ætt­u þá kannski að fara að kynna fyrir íslenskum heim­ilum og atvinnu­lífi hvaða val­kostur annar verði hér í boði fyrir okkur annar en óbreytt ástand. Umræða okkar um aðild að ESB er nefni­lega umræða um lífs­kjara­bætur fyrir heim­ilin í land­inu með lægri lán­töku­kostn­aði og lægra, stabílla vöru­verði. Ef upp­töku Evr­u er ýtt út af borð­inu er þá til of mik­ils mælst að óska eftir því að þeir hin­ir ­sömu leggi fram annan val­kost?

Frjálst og öfl­ugt við­skipta­líf

Við jafn­að­ar­menn höfum ætíð ver­ið tals­menn öfl­ugs atvinnu­lífs sem byggir á jafn­ræði, gagn­sæi og frelsi. Til að ­tryggja það þurfa eft­ir­lits­stofn­anir að vera nægj­an­lega burð­ugar til að sinna ­skyldum sín­um. Í frjálsu öfl­ugu við­skipta­lífi eru umgjörð skýr og fyr­ir­sjá­an­leik­i til langrar fram­tíð­ar. Við það búum við ekki hér. Lenskan hér á landi hef­ur verið sú að fáum aðilum eru skap­aðar aðstæður til að hagn­ast á meðan aðrir fá ekki sömu tæki­færi. Það er ekki merki um frjálst og öfl­ugt við­skipta­líf. Þessu þurfum við í stjórn­mál­unum að beina sjónum okkar að nýju ári ásamt því að veita ­rík­is­stjórn­inni aðhald í áformum þeirra um sölu rík­is­bank­anna. Þá þarf að hefja ­lækkun trygg­inga­gjalds­ins til að styrkja minni og með­al­stóru fyr­ir­tæk­in. Eins er mik­il­vægt að hin póli­tíska umræða um gjald­mið­il­inn fari einnig fram í tengslum við íslenskt atvinnu­líf. Við búum ekki í opnu hag­kerfi sem á í heil­brigðum alþjóð­legum við­skiptum okkur öllum til hags­bóta, á meðan við erum ­með fjár­magns­höft og gjald­miðil sem eng­inn treyst­ir.

Að lokum

Eins og sjá má verður af nægu að taka á næsta ári; eldri borg­ar­ar, öryrkjar, flótta­menn, heil­brigð­is­kerf­ið, heim­ilin og at­vinnu­lífið þurfa athygli okkar stjórn­ar­mála­manna. Best væri ef við næðum að vinna betur saman þverpóli­tískt. Taka hvern mála­flokk fyrir sig, takast á um hvar við viljum vera eftir 10 ár og leggja niður verk­efnin sem þarf að ráð­ast í til að ná þang­að. Kona má láta sig dreyma!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁrið 2015
None