„Það kom alveg skýrt fram að það væri nú komin þessi lína sem menn verða að vinna eftir. Það hefur ekkert nánar verið útfært hvernig það kemur inn í okkar umhverfi hér á Íslandi.“ Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í viðtali við RÚV í dag, þar sem rætt var um einhliða yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto, um að frysta ætti laun allra starfsmanna í álveri Rio Tinto í Straumsvík. Þeir íhuga nú aðgerðir.
Yfirlýsing forstjórans er hrein ögrun við vinnuaðstæður á Íslandi, stéttarfélög starfsmanna og samvinnu atvinnurekenda og stéttarfélaga þegar kemur að því að vernda stöðugleika á vinnumarkaði.
Með þessari yfirlýsingu er forstjórinn að segja, að honum sé alveg sama um hvað sé verið að reyna að gera á Íslandi, og skilur stjórn Rio Tinto Alcan og alla stjórnendur, þar á meðal Rannveigu Rist forstjóra á Íslandi, eftir áhrifalaus þegar kemur að því að reyna að finna lausn á deilunni. Auk þess er yfirlýsingin í mótsögn við kjarasamningsbundna þróun. Það væri áhugavert að sjá lögfræðilegt mat stjórnar Rio Tinto Alcan á Íslandi, á því hvort yfirlýsingin standist sem slík lög.
Það er áhyggjumál, að Þorsteinn skuli líta svo á að þetta sé „línan“ sem eigi að starfa eftir þegar kemur að kjarabaráttu á Íslandi.
Þetta er ekki línan sem á að starfa eftir. Alls ekki. Rio Tinto hefur frá því í nóvember 2008, þegar fjármagnshöftum var komið á með lögum, fengið góða meðferð á Íslandi, þegar kemur að fjármagnsflutningum úr landi. Líklega hefur Rio Tinto fengið mjög góða meðferð, í samanburði við almenning og langsamlega flest önnur fyrirtæki, þegar að þessu kemur.
Það er ekki lítið mál, að fá slíka sérmeðferð, ofan á jákvæð áhrif gengisfalls krónunnar á rekstrarumhverfi fyrirtækisins.
Þessum köldu kveðjum um launafrystingu, þvert gegn vinnurétti á Íslandi og kjarasamningum, þarf að mótmæla. Það er ekki bara mál starfsmanna í álverinu að gera það, heldur þurfa aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld að átta sig strax á alvöru málsins. Þarna er verið að stíga yfir línu - en ekki verið að gefa hana til að fara eftir - og þannig verður að nálgast málið.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar