Ömurleg framkoma Rio Tinto gagnvart starfsmönnum

RioTinto.jpg
Auglýsing

„Það kom alveg skýrt fram að það væri nú komin þessi lína sem menn verða að vinna eft­ir. Það hefur ekk­ert nánar verið útfært hvernig það kemur inn í okkar umhverfi hér á Ísland­i.“ Þetta sagði Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, í við­tali við RÚV í dag, þar sem rætt var um ein­hliða yfir­lýs­ingu for­stjóra Rio Tin­to, um að frysta ætti laun allra starfs­manna í álveri Rio Tinto í Straums­vík. Þeir íhuga nú aðgerð­ir.Yfir­lýs­ing for­stjór­ans er hrein ögrun við vinnu­að­stæður á Íslandi, stétt­ar­fé­lög starfs­manna og sam­vinnu atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga þegar kemur að því að vernda stöð­ug­leika á vinnu­mark­að­i. Með þess­ari yfir­lýs­ingu er for­stjór­inn að segja, að honum sé alveg sama um hvað sé verið að reyna að gera á Íslandi, og skilur stjórn Rio Tinto Alcan og alla stjórn­end­ur, þar á meðal Rann­veigu Rist for­stjóra á Íslandi, eftir áhrifa­laus þegar kemur að því að reyna að finna lausn á deil­unni. Auk þess er yfir­lýs­ingin í mót­sögn við kjara­samn­ings­bundna þró­un. Það væri áhuga­vert að sjá lög­fræði­legt mat stjórnar Rio Tinto Alcan á Íslandi, á því hvort yfir­lýs­ingin stand­ist sem slík lög. Það er áhyggju­mál, að Þor­steinn skuli líta svo á að þetta sé „lín­an“ sem eigi að starfa eftir þegar kemur að kjara­bar­áttu á Ísland­i. Þetta er ekki línan sem á að starfa eft­ir. Alls ekki. Rio Tinto hefur frá því í nóv­em­ber 2008, þegar fjár­magns­höftum var komið á með lög­um, fengið góða með­ferð á Íslandi, þegar kemur að fjár­magns­flutn­ingum úr landi. Lík­lega hefur Rio Tinto fengið mjög góða með­ferð, í sam­an­burði við almenn­ing og lang­sam­lega flest önnur fyr­ir­tæki, þegar að þessu kem­ur. Það er ekki lítið mál, að fá slíka sér­með­ferð, ofan á jákvæð áhrif geng­is­falls krón­unnar á rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tæk­is­ins. Þessum köldu kveðjum um launa­fryst­ingu, þvert gegn vinnu­rétti á Íslandi og kjara­samn­ing­um, þarf að mót­mæla. Það er ekki bara mál starfs­manna í álver­inu að gera það, heldur þurfa aðilar vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­völd að átta sig strax á alvöru máls­ins. Þarna er verið að stíga yfir línu - en ekki verið að gefa hana til að fara eftir - og þannig verður að nálg­ast mál­ið. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None