Sjávarútvegurinn með vindinn í seglin!

Auglýsing

Hag­stofan gaf á dög­un­um út sitt ár­lega rit um afkomu sjáv­ar­út­vegs­ins, hag veiða og vinnslu, og nú fyrir árið 2014. Þar stað­fest­ist að góð­ærið hélt áfram í íslenskum sjáv­ar­út­veg­i, þó hreinn hagn­að­ur drægist lít­il­lega ­sam­an milli ára, þ.e. úr 18,2% árið 2013 í 15,0% 2014. Ein skýr­ing er eflaust lé­leg loðnu­ver­tíð árið 2014. EBITDA fram­legðin eða fjár­muna­mynd­unin í grein­inni er þó áfram í sögu­leg­um hæð­u­m og var rétt tæp­ir 59 millj­arðar árið 2014 sem er þar með­ enn eitt árið í röð þar sem EBITDA fram­legð­in er á bil­inu 60 og upp undir 80 millj­arð­ar­. Enda sér þessa heldur betur stað þegar þróun eig­in­fjár og arð­greiðslna í sjáv­ar­út­veg­inum er skoð­uð. 

Nú er það að sjálf­sögð­u fagn­að­ar­efni að íslenskur sjáv­ar­út­vegur standi sterkt. Greinin þurfti svo sann­ar­lega að byggja ­sig ­upp­ að nýju eftir höggið sem efna­hags­reikn­ingar fyr­ir­tækj­anna fengu á sig ­með geng­is­hrun­inu 2008. En þar með gjör­breytt­ist líka um leið afkoman og í fram­hald­inu lagð­ist allt sam­an, hag­stætt gengi fyrir útflutn­ings­grein­ar, ágæt afla­brögð og í mörg­um til­vik­um ­auk­in veiði með til­komu makríls og svo nú seinni árin ­með­ aukn­um þorsk­kvóta. Þá hafa verð á mörk­uðum í það heila tekið hald­ist há. Það er frekast nú að horf­urnar séu orðnar blendn­ari svo sem vegna áhrifa af við­skipta­banni Rússa og dauf­legum horfum um loðnu­ver­tíð auk þess sem geng­ið hefur styrkst nokk­uð. Á móti kemur ávinn­ingur af stór­lækk­uðu ol­íu­verði. 

Arður eig­end­anna 

En lítum þá aðeins á hvað þetta lang­vinna og sögu­lega góð­æri sjáv­ar­út­vegs­ins hef­ur fært eig­endum fyr­ir­tækj­anna. Í árs­lok 2008 var eig­ið ­fé ­sjáv­ar­út­vegs­ins ­nei­kvætt um lið­lega 80 millj­arða króna. Sem sagt, 80 millj­arð­ar í mín­us. Árið 2009 var greinin við núllið og síð­an ­bygg­is­t eig­ið  upp ár af ári þar til það stóð í 185 millj­örð­um rúmum í árs­lok 2014. Þetta ger­ir 265 millj­arða króna sveiflu til hins betra í efna­hags­reikn­ingi grein­ar­innar á sjö ár­um. Þessi bati skýrist að uppi­stöðu til af góðri afkomu á þessum tíma. 

Auglýsing

En þar með er ekki einu sinni öll sagan sögð. Þessu til­ við­bótar hafa eig­endur fyr­ir­tækj­anna greitt sjálfum sér í arð út úr fyr­ir­tækj­un­um á áður­nefndu ára­bili, 2008 til og með 2014, tæpa 50 millj­arða króna, nán­ar til­tekið 49 millj­arða sam­kvæmt nýlegri sam­an­tekt Deloitte. Og þá er sveiflan í auknu eig­ið ­fé og arð­greiðslum komin í 314 millj­arða í plús. 

Hagur eig­enda íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hef­ur ­sem ­sag­t vænkast um 314 millj­arða króna á ára­bil­inu 2008 til 2014. ­Þrátt fyrir tæp­lega 50 millj­arða króna arð­greiðsl­ur á áður­nefndu tíma­bili var eig­in­fjár­hlut­fallið í grein­inn­i í heild komið í 32,3% í árs­lok 2014 og hefur ekki um langt ára­bil, ef þá nokkurn tím­ann, ver­ið hærra. 

Að vísu ber svo við að skuldir sjáv­ar­út­vegs­ins hækk­uð­u ­lít­il­lega á árinu 2014 og þá í fyrsta skipti í mörg ár. Skýrist það að ­sjálf­sögðu af því að fjár­fest­ingar eru komnar á fulla ferð í grein­inni. Það er vel og ekki van­þörf á að yngja flot­ann og efla og tækni­væða vinnsl­una. Reynd­ar er athygl­is­vert að fjár­fest­ingar fóru strax að taka vel við sér á árunum 2011 til 2013 öfugt við það sem ætla hefði mátt af um­ræð­unni þá. En eigum við nokkuð að ræða sér­stök veiði­gjöld og hvað væri sann­gjörn hlut­deild eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, þjóð­ar­inn­ar, í auð­lind­arent­unni, umfram­hagn­að­in­um, svona í ljósi taln­anna hér að ofan og ­meðan svona vel árar? ­Nei, þess þarf tæp­ast, töl­urnar standa og ekki þarf að hafa áhyggjur af því heldur að útgerðin geti ekki gert sóma­sam­lega kjara­samn­inga við sjó­menn. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None