Samkeppnin dauðadæmd - Hið opinbera alls staðar við borðið

bankar_island.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið rekur nú umsvifa­meiri fjár­mála­þjón­ustu en það hefur sinnt um ára­bil, eftir að ríkið eign­að­ist Íslands­banka að fullu. Ríkið á nú Lands­bank­ann (98) pró­sent, Íslands­banka, Íbúða­lána­sjóð, Byggða­stofnun og LÍN, auk 13 pró­sent hlutar í Arion banka, sem nú er kom­inn í sölu­ferli.

Þetta er sér­stök staða, og ljóst að út frá­ ­sam­keppn­is­legum sjón­ar­miðum vakna margar stórar spurn­ingar um stöðu mála. Kjarn­inn hefur þegar sent fyr­ir­spurnir á Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna þess­ar ­stöðu, og verður for­vitni­legt að fá svör við þeim.



Í ljósi reynsl­unnar – ekki síst vegna við­skipta Lands­bank­ans með eign­ar­hluti í Borgun – blasir nú við, að Íslands­banki þyrfti að hafa frum­kvæði að því að lista upp allar eignir sem bank­inn hefur til sölu, bæði stóra eign­ar­hluti og s­mærri. Almenn­ingur á allar eignir sem bankir sýslar með, og því verður gagn­sæ­i að ráða ferð­inni við eigna­um­sýslu. Von­andi mun bank­inn taka þetta alvar­lega.



Þá verður að telj­ast nokkuð kómískt að „sam­keppn­in“ á milli Lands­bank­ans­s, Ís­lands­banka og Íbúða­lána­sjóðs, á að vera nokk­ur, þegar kemur að veit­ing­u ­í­búða­lána, en í ljósi þess að sami eig­and­inn er að baki öllum þessum stofn­un­um þá er ekki hægt að segja annað en að sam­keppnin sé fyr­ir­fram dauða­dæmd eða í skötu­lík­i. Lands­bank­inn og Íslands­banki bjóða muni betri vexti á verð­tryggðum íbúða­lán­um, heldur en Íbúða­lána­sjóð­ur, og mun meiri tak­mark­anir eru á starf­semi hans held­ur en bank­anna, þegar kemur að íbúða­lán­veit­ing­um. 



Nú vaknar sjálf­sögð og eðli­leg spurn­ing; Hvað ætlar ríkið sér að gera, þeg­ar kemur að fjármá
Íslensku bankarnir. Efnahagsleg staða þeirra. Mynd: Morgunblaðið.laþjón­ust­unni? Er nauð­syn­legt að hafa 2.300 starfs­menn (fjöld­i ­starfs­manna Lands­bank­ans, Íslands­banka og Íbúða­lána­sjóðs) á vegum hins opin­ber­a í að sinna hlut­verki, sem aug­ljósa mætti færa á eina hendi fremur en að hafa það í þremur stofn­un­um? 

Auglýsing



Stjórn­mála­menn hafa glímt við mörg stór verk­efni, frá því að fjár­mála­kerf­ið hrundi haustið 2008. End­ur­skipu­lagn­ing þess, eftir að hið opin­bera fékk það ­form­lega að stóru leyti í fang­ið, nú í byrjun árs­ins, er svo sann­ar­lega eitt þess­ara stóru verk­efna. Von­andi hafa stjórn­mála­menn kjark til þess að leggjast ­yfir stöðu mála, og sjá hvernig aðkoma hin opin­bera er best útfærð á þessum ­mik­il­væga neyt­enda mark­aði.


Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None