Getum við lært af reynslunni?

Auglýsing

Neyð­ar­lögin hafa nú raun­gerst og komið fram í hag­töl­um. Erlendar skuldir hafa ekki verið jafn litlar m.v. þjóð­ar­fram­leiðslu ­síðan á Síld­ar­ár­un­um. Stöð­ug­leika­fram­lög þrota­búa bank­anna í rík­is­sjóð og ­upp­gjör Ices­a­ve-­máls­ins í ljósi stöðu inn­lána sem for­gangskrafna hafa einnig snúið stöðu rík­is­sjóðs almenn­ingi í hag með gríð­ar­lega hag­felldum hætti.

Þensla er nú hafin á hús­næð­is­mark­aði vegna lóða­skorts eins og 2004 og „gullæði“ ríkir í ferða­þjón­ustu. Framundan eru kosn­ingar og þeim ­fylgja lof­orð. Ríkið er komið með banka­kerfið í fangið á ný. Þess verður ekki vart að sár reynsla okkar 2008 birt­ist í mark­vissri nýrri stefnu. Það er bara lit­ið til ESB, lög­gjaf­ar­valdið er í raun komið þangað hvað við­skipta­lífið varð­ar, þó okkur sé full­kom­lega heim­ilt að útfæra okkar eigin reglur innan þess ramma sem þar er sett­ur. Eft­ir­far­andi til­vitn­anir um banka og banka­menn hef ég val­ið ­saman til að vekja athygli á að sagan vill end­ur­taka sig. Þær eru ekki nýleg­ar, til að minna okkur á að sumir hlutir breyt­ast ekki. Við eigum erfitt með að læra af reynslu ann­arra og gleymum jafn­vel skað­brennd að forð­ast eld­inn.

Mich­ael Foster 1689-1763

„Banka­menn hafa engan rétt til að skapa sér­ við­skipta­venjur á kostnað ann­ars fólks" sagði Foster, sem var enskur ­dóm­ari. Ein­hliða lána­skil­málar og gjald­skrár hafa lengi verið vanda­mál.  Fákeppni hefur afleið­ing­ar. Að afhenda einka­að­ilum heila fákeppn­is­grein á sama tíma veldur sjálftöku hagn­aðar og ­bónusa. Þjóðin borgar þá kaupin fyrir fjár­fest­ana. Verða þessi mis­tök end­ur­tek­in?

Auglýsing

Thomas Jeffer­son 1743-1826

„Banka­stofn­anir eru hættu­legri en óvígur her" ­sagði þessi for­seti BNA. Bankar sem vinna fyrir sér­hags­muni eru stór­hættu­leg­ir.  Gríð­ar­legar eigna­til­færslur hafa orð­ið um allan heim fyrir milli­göngu banka, sem lána for­rétt­inda­fólki spari­fé al­menn­ings til að braska með. Þannig miðla þeir „eigin fé“  frá fjölda smárra við­skipta­vina til fárra ­ríkra, en hafa enga heim­ild til slíks að lög­um. Óbæt­an­legt sam­fé­lags­tjón hef­ur orðið víða um lönd, m.a. hér, allt í skjóli samn­ings­frelsis og eign­ar­rétt­ar. Ekk­ert raun­hæft hefur enn verið gert til að hindra að þetta geti end­ur­tek­ið ­sig. Ekk­ert bendir til að bankar reyni að lag­færa tjón­ið. Allt bendir til að mi­s­tökin verði end­ur­tekin þegar bankar hafa kom­ist á ný í hendur einka­að­ila.

David Ricardo 1772-1823

"Hið sér­staka hlut­verk banka­manna verður ljóst um ­leið og þeir taka pen­inga ann­arra til eigin nota".  Um 200 árum síð­ar, á litla Íslandi, tóku ráð­andi hlut­hafar banka sparifé almenn­ings trausta­taki. Fyrst lán­uðu kaup­end­ur Lands- og Bún­að­ar­banka hverjir öðr­um.  Eft­ir að einn stór hlut­hafi „skipti um lið“ og mynd­aði nýjan meiri­hluta í Ís­lands­banka (síðar Glitni banka) varð „fj­and­inn laus“. Allir bankar tóku að lána öllum klík­un­um, greiði gegn greiða. „Baugs­bólan“ varð til, svo sem sjá má í II. hefti skýrslu RNA. Einn ein­stak­lingur náði yfir 1.000 millj­örðum kr. af ann­arra manna fé til sín og sinna fyr­ir­tækja. Von­andi verða mis­tök af þessu tagi ekki end­ur­tek­in, en engin skýr­ing hefur enn feng­ist á því af hverju FME greip ekki í taumana þegar bank­arnir fóru langt yfir lög­bundin mörk í þessum efn­um.

Walter Bagehot 1826-1877

Bagehot var rit­stjóri Economist og sagði mörg vís­dóms­orð um banka. „Stór banki hefur alltaf til­hneig­ing­u til að verða stærri, og lít­ill til að verða minn­i“. Fákeppni og sjálf­taka er afleið­ing­in, eng­inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur sam­keppni. Sam­keppn­is­yf­ir­völd hafa alltaf sam­þykkt sam­runa við skil­yrð­um. Á öllum helstu sviðum íslensks við­skipta­lífs rikir nú fákeppni og sjálftaka, með góð­fús­legu sam­þykki ­stjórn­valds­ins, sem rétt­lætir óskir sínar um aukin fjár­út­gjöld með auk­inn­i ­fá­keppni. SE leggur stór­felldar sektir á „við­skipta­vini“ sína, þessa sem hafa ­fengið góð­fús­legt leyfi til fákeppni og slær sig með því til ridd­ara í augum almenn­ings­ og stjórn­mála­manna sem geta nýtt sekt­ar­féð. Eng­inn lyftir einu sinni brún­um þegar fyr­ir­tækin velta sekt­unum yfir í verð­lag­ið  strax í kjöl­far­ið.

"Grund­vall­ar­lög­málið er það, að sér­hver aðstoð við slakan banka í nútíð­inni, er vís­asta leiðin til að koma í veg fyrir að ­góður banki mynd­ist til fram­tíð­ar" sagði Bagehot.  Rík­is­að­stoð við einka­banka er samt regla í ver­öld­inni, þegar illa geng­ur. „Ís­lenska leið­in“ er algjör und­an­tekn­ing. Ver­öldin er nú að fara í nið­ur­sveiflu, e.t.v. með verð­hjöðn­un, sem Japan hef­ur ekki enn jafnað sig á síðan 1990. „Kreppan langa“ 1873-1896 í Bret­landi (og víð­ar) var vegna verð­hjöðn­un­ar. Öllum fram­kvæmdum borg­aði sig að fresta. Verð­hjöðn­un er eitt erf­ið­asta við­fangs­efni hag­stjórn­ar. Ger­ist það munu bankar verða „á brauð­fót­um“ víða um heim. Okkar bankar eru nýlega „orma­hreins­að­ir“. Við ætt­u­m ­samt ekki að reikna með að „ís­lenska leið­in“ verði þoluð í annað sinn og ætt­u­m því að fara var­lega.

„Sér­hver banka­mað­ur­  veit, að ef hann verður að sýna fram á að hann sé trausts­ins verð­ur­, ­sama hve góðar rök­semdir hans eru, þá er traust hans horf­ið" er líka haft eftir hon­um. Hluta­bréf Deutsche Bank hafa hrunið um 40% frá ára­mót­um. Banki sem lætur við­skipta­vin­ina borga þókn­an­ir, sem vitað er að gefa banka­mönnum bónusa, er fullur af „rusli“, því við­skipta­vinir læra á kerf­ið. Bank­inn beinir þá ekki fé til arð­bær­ustu atvinnu­fyr­ir­tækj­anna heldur gerir hann einkum við­skipti sem ­gefa stjórn­endum bón­us. Slík mútu­kerfi má ekki líða en eru þó lið­in. Um­hugs­un­ar­efni er hvernig ástandið er í raun í stór­bönkum innan ESB.

„Sér­hver var­færin mann­eskja, sem er sýnt um tölur og hefur til að bera heil­brigða skyn­semi, getur auð­veld­lega náð því að verða góð­ur­ ­banka­mað­ur" er enn haft eftir hon­um. Banka­starf­semi er „fag“, hvorki list né vís­indi. Starf­semi inn­láns­stofn­ana (við­skipta­banka og spari­sjóða) er önn­ur en fjár­fest­ing­ar­banka, hún þarf annan kúltúr. Aðgreina verður þessa starf­sem­i og raða áhættu­tök­unni rétt: Seðla­banki lánar inn­láns­stofn­unum og setur þeim ­regl­ur. Inn­láns­stofn­anir lána fjár­fest­ing­ar­bönkum og setja þeim skil­yrði. Seðla­bankar eiga ekki að hafa fjár­fest­ing­ar­banka í við­skipt­um. Stór­hættu­legt er að selja ­banka án þess að lag­færa þetta fyrst. Eng­inn góður hirðir opnar fjár­hús sín ­fyrir úlf­um.

„Æv­in­týri ger­ast oft í við­skipta­líf­inu, en var­færni, mér­ liggur við að segja upp­burð­ar­leysi, er hlut­skipti banka­manns­ins“ er síð­asta til­vitn­unin í Bagehot í þetta skipt­ið. Þannig á þetta að vera. Bank­arnir hafa nú ofgnótt eigin fjár, sem leiðir til leitar að hærri ávöxt­un, sem aftur þýð­ir að meiri áhætta er tek­in. Ekk­ert getur komið í stað­inn fyrir var­færniskúltúr. Því hærri laun sem banka­stjóri tekur sér, því hættu­legri er bank­inn sam­fé­lag­inu.

Lancelot Hol­land 1808-1893

„Banka­starf­semi er ein­kenni­leg atvinnu­grein“ sagði Hol­land banka­stjóri á árs­fundi Eng­lands­banka 1866 .  „Hún er svo háð trausti, að minnstu grun­semdir geta sópað burt rekstr­ar­ár­angri heils árs, rétt eins og árs­upp­sker­a ­fellur stundum á einni hélunótt". Munum við leyfa fjár­festum sem vor­u ráð­andi hlut­hafar og/eða stjórn­ar­menn í bönkum fyrir „hrun“  að kaupa banka? Skiptir það máli að hafa náð að hlaupa frá borði fyrir „hrun“? FME þarf að rifja upp og birta skjal sem AGS lagði fram með leið­bein­ingum eftir „hrun­ið“ um reglur í þessum efn­um.

The Bul­let­in, Sydney 1893

„Traustur banki er stofnun sem ­getur mætt skuld­bind­ingum sín­um, aðeins á meðan eng­inn óskar eftir því, og raunar ekki nokkru sinn­i.  Hann bygg­ist á þeirri meg­in­reglu að allir geti fengið pen­ing­ana sína, ef þeir óska ekki eft­ir því, og að öðrum kosti ekki". Ábyrgð rík­is­ins á inn­lánum er ekki að á­stæðu­lausu. Inn­lán eiga að vera for­gangs­kröfur áfram, hvað svo sem ESB ger­ir. Útgáfu ­banka á „sér­tryggðum skulda­bréf­um“ (vafn­ing­um) þarf að skoða sér­stak­lega. Hún­ ­felur í sér „und­an­skot eigna“ frá þessum for­gangi, sem kann að vera unnt að rétt­læta tíma­bund­ið, en ekki til fram­búð­ar.

Elbert Hubb­ar­d 1856-1915

„Al­mennt má stað­hæfa að ­sam­fé­lagið hafi trú á banka­mönnum sem hafa trú á sam­fé­lag­in­u." Hér er m­innt á „kúlt­úr“, bankar eiga einkum að lána alvöru atvinnu­fyr­ir­tækjum og heim­il­u­m ­vegna íbúð­ar­hús­næð­is. Ekki út á brask til að hagn­ast á eigna­til­færsl­um. Samt er þetta nú við­tek­ið um allan heim og er drif­hjól sam­þjöpp­unar auðs, sem stefnir í full­komið óefn­i. Engu máli skiptir hvað ESB ger­ir, við eigum að taka á þessu. Bankar vinna með­ al­manna­fé, sparifé almenn­ings. Það leggur þeim skyldur á herð­ar. Umræða um „­sam­fé­lags­banka“ er góð, von­andi er fólk að vakna til vit­undar um að ESB-­regl­urn­ar vísa ekki endi­lega rétta leið.

Að lokum

Veld­ur hver á held­ur. Banka­stjórar við­skipta­banka og spari­sjóða eru alltaf „hálf­-op­in­ber­ir“ starfs­menn og eiga að hegða sér þannig, því þeir eru að vinna ­með sparifé almenn­ings. Öll ráð­stöfun banka á fé á því að vera almenn­ingi til­ heilla. Það er ekki heldur sama hverjir skipa stjórn­un­ar­stöður í eft­ir­lits­stofn­un­um. ­Mestu skiptir starfs­reynsla og þrek til að bregð­ast við hættu­á­standi. Áhersla á kyn, ein­hverja til­tekna menntun umfram aðra og flokks­skír­teini þurfa að lenda aftar í for­gangs­röð­inni. Munum að nauð­syn­legar vald­heim­ildir skorti fyr­ir­ „hrun“, þær komu fyrst „á ell­eftu stundu“ með Neyð­ar­lög­un­um. Þetta vissu ­banka­stjórar og virtu eft­ir­lits­stofn­anir því ekki við­lits. Ráð­herrar ráðg­uð­ust m.a.s. við menn­ina sem nú eru komnir í „hvíld­ar­inn­lögn“ við Grund­ar­fjörð. Þetta þýddi vita­skuld að rík­is­stjórnin sjálf sat blá­eyg uppi með „svarta pét­urinn“ í spil­inu. Stærsti lær­dómur „hrunsins“ á að vera sá að land­inu verður að stjórn­a. Af­skipta­leysi og aðgerð­ar­leysi voru í tísku en hafa gengið sér til húð­ar.

Höf­undur er fyrrum banka­stjóri sem lætur sér annt um þann árangur sem Neyð­ar­lögin færðu okk­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None