Verður er hver verka sinna - Lofgrein Hannesar um Davíð

Auglýsing

Grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem birtist í laugardagsútgáfu Morgunblaðsins 30. apríl er fyrir margra hluta sakir merkileg.

Margt af því sem hann telur Davíð til tekna er satt og það verða jafnvel svörnustu andstæðingar hans að viðurkenna. Það var vissulega kominn tími til að rýmka um ýmislegt eins og verslun, fjármagnsflæði  o.fl. þegar Viðeyjarstjórnin tók við völdum. En viðurlögin fylgdu ekki með og því fór sem fór, enda minnir mig að Davíð hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann hafi ekki grunað hvernig færi. Græðgisvæðingin er iðulega afleiðing hömluleysis í viðskiptum.

Þá var afleitt hvernig Davíð lét Halldór Ásgrímsson kúga sig í Schengenmálinu og EES-samningurinn er með verri glappaskotum Íslendinga.

Auglýsing

Greinin fjallaði um Davíð Oddsson og það sem allvel tókst í valdatíð hans. Því var sleppt að minnast á glappaskot Framsóknarflokksins eins og þegar framleiðsla og sala orku var aðskilin þótt Íslendingar væru eyþjóð og þyrftu ekki að kokgleypa hvað sem kom frá Evrópusambandinu, enda var Davíð ekki ráðherra orkumála og því ekki ástæða til að nefna þetta.

Tóm biðstofa og einangrunarstefnan

Þá segir í grein Hannesar að biðstofa forsætisráðherra hafi tæmst þegar farið var að úthluta ýmsum gæðum svo sem gjaldeyri með öðrum hætti en hinum pólitíska. Einhvern veginn fór þó svo að Davíð talaði aldrei við forystumenn heildarsamtaka fatlaðra og fram yfir árið 1993 voru lítil sem engin samskipti við Alþýðusamband Íslands að sögn Benedikts Davíðssonar. Skattleysismörkin, eins og Hannes Hólmsteinn lofar þau, bitnuðu verst á þeim sem minnst höfðu og þáverandi fjármálaráðherrar virtust ekki skilja um hvað málin snerust. Var öllu snúið upp í gaman og skens þegar reynt var að ræða við þá. Á dögum Viðeyjarstjórnarinnar hófst í raun einkavæðing heilbrigðiskerfisins og kerfisbundnar álögur á aldrað fólk og fatlað. Það er sérkennilegt að nú, þegar á að breyta greiðsluþátttöku sjúklinga, situr ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks við völd eins og árið 1995 þegar atlagan hófst fyrir alvöru að kjörum þeirra sem minnst höfðu á milli handanna. Og enn eru samtök fatlaðra ekki virt samráðs.

Ógnvaldurinn

Davíð hafði einhvern veginn þá framkomu að sumir hræddust hann. Hann líktist núverandi Tyrklandsforseta að því leyti að hann þoldi illa gagnrýni og tók ýmislegt óstinnt upp ef honum þótti vegið að sér. Má nefna sem dæmi smásöguna um sölu og flutning Esjunnar sem séra örn Bárður Jónsson vogaði sér að birta og hlaut starfslok fyrir.

Undirritaður upplifði þennan hamagang er hann tók við sem framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands í upphafi þessarar aldar. Þá ríkti í raun heiftarástand millum bandalagsins og ríkisstjórnarinnar og mátti vart greina hvorum væri verr við Öryrkjabandalagið, Davíð eða Halldóri Ásgrímssyni. Halldór baðst þó vægðar eftir að ríkisstjórnin hafði komið hefndarlögunum gegn bandalaginu í gegn á Alþingi í janúar 2001, en síðan var flest af því, sem Halldór hét að beita sér fyrir, svikið.

Þá voru tilraunir Davíðs til afskipta af innri málefnum bandalagsins honum til lítils sóma.

Ég held að einn af góðkunningjum Davíðs, góður og gegn sjálfstæðismaður, hafi komist nærri kjarna málsins, er hann kom að máli við mig og spurði hvort við Öryrkjabandalagsmenn vildum að komið yrði á fundi með þeim Davíð og Garðari Sverrissyni. Sagðist hann óttast í hvaða farveg samskiptin væru komin. „Davíð hefur ævinlega eitthvert tromp uppi í erminni sem hann kastar fram þegar síst skyldi. Og ég óttast að hann kasti slíku trompi þegar þið eruð óviðbúnir og getið ekki varið ykkur.“

Það urðu orð að sönnu enda hrósaði einn af fyrrverandi ráðherrum í ríkisstjórn Davíðs sér af því að enginn tæki lengur mark á Öryrkjabandalaginu „því að við sáum um að planta réttum manni á réttan stað á réttum tíma.“

Davíð Oddsson má eiga það sem hann á og njóta sannmælis þar sem það á við. En heiftrækni samfara langrækni eru ekki eðlisþættir sem stjórnmálamenn og ritstjórar eiga að rækta með sér.

Undirritaður óskar Davíð Oddssyni góðrar og friðsamrar elli, er hann hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins í upphafi næsta árs.

Greinarhöfundur er fyrrum formaður og framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins og naut þeirra forréttinda að starfa sem blaðamaður á Morgunblaðinu í tvö sumur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None