Verður er hver verka sinna - Lofgrein Hannesar um Davíð

Auglýsing

Grein Hann­esar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar, sem birt­ist í laug­ar­dags­út­gáfu Morg­un­blaðs­ins 30. apríl er fyrir margra hluta sakir merki­leg.

Margt af því sem hann telur Davíð til tekna er satt og það verða jafn­vel svörn­ustu and­stæð­ingar hans að við­ur­kenna. Það var vissu­lega kom­inn tími til að rýmka um ýmis­legt eins og versl­un, fjár­magns­flæði  o.fl. þegar Við­eyj­ar­stjórnin tók við völd­um. En við­ur­lögin fylgdu ekki með og því fór sem fór, enda minnir mig að Davíð hafi ­sagt í sjón­varps­við­tali að hann hafi ekki grunað hvernig færi. Græðg­i­svæð­ing­in er iðu­lega afleið­ing hömlu­leysis í við­skipt­um.

Þá var afleitt hvernig Davíð lét Hall­dór Ásgríms­son kúga sig í Schen­gen­mál­inu og EES-­samn­ing­ur­inn er með verri glappa­skotum Íslend­inga.

Auglýsing

Greinin fjall­aði um Davíð Odds­son og það sem all­vel tókst í valda­tíð hans. Því var sleppt að minn­ast á glappa­skot Fram­sókn­ar­flokks­ins eins og þegar fram­leiðsla og sala orku var aðskilin þótt Íslend­ingar væru eyþjóð og ­þyrftu ekki að kok­gleypa hvað sem kom frá Evr­ópu­sam­band­inu, enda var Davíð ekki ráð­herra orku­mála og því ekki ástæða til að nefna þetta.

Tóm bið­stofa og ein­angr­un­ar­stefnan

Þá segir í grein Hann­esar að bið­stofa for­sæt­is­ráð­herra hafi tæmst þegar farið var að úthluta ýmsum gæðum svo sem gjald­eyri með öðrum hætt­i en hinum póli­tíska. Ein­hvern veg­inn fór þó svo að Davíð tal­aði aldrei við ­for­ystu­menn heild­ar­sam­taka fatl­aðra og fram yfir árið 1993 voru lítil sem eng­in ­sam­skipti við Alþýðu­sam­band Íslands að sögn Bene­dikts Dav­íðs­son­ar. Skatt­leys­is­mörk­in, eins og Hannes Hólm­steinn lofar þau, bitn­uðu verst á þeim ­sem minnst höfðu og þáver­andi fjár­mála­ráð­herrar virt­ust ekki skilja um hvað ­málin sner­ust. Var öllu snúið upp í gaman og skens þegar reynt var að ræða við þá. Á dögum Við­eyj­ar­stjórn­ar­innar hófst í raun einka­væð­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins og kerf­is­bundnar álögur á aldrað fólk og fatl­að. Það er sér­kenni­legt að nú, þegar á að breyta greiðslu­þátt­töku sjúk­linga, situr rík­is­stjórn Fram­sóknar og ­Sjálf­stæð­is­flokks við völd eins og árið 1995 þegar atlagan hófst fyrir alvöru að kjörum þeirra sem minnst höfðu á milli hand­anna. Og enn eru sam­tök fatl­aðra ekki virt sam­ráðs.

Ógn­vald­ur­inn

Davíð hafði ein­hvern veg­inn þá fram­komu að sumir hræddust hann. Hann líkt­ist núver­andi Tyrk­lands­for­seta að því leyti að hann þoldi illa ­gagn­rýni og tók ýmis­legt óstinnt upp ef honum þótti vegið að sér. Má nefna sem ­dæmi smá­sög­una um sölu og flutn­ing Esj­unnar sem séra örn Bárður Jóns­son vog­að­i ­sér að birta og hlaut starfs­lok fyr­ir.

Und­ir­rit­aður upp­lifði þennan hama­gang er hann tók við sem fram­kvæmda­stjóri Öryrkja­banda­lags Íslands í upp­hafi þess­arar ald­ar. Þá ríkti í raun heift­ar­á­stand millum banda­lags­ins og rík­is­stjórn­ar­innar og mátti vart ­greina hvorum væri verr við Öryrkja­banda­lag­ið, Davíð eða Hall­dóri Ásgríms­syn­i. Hall­dór baðst þó vægðar eftir að rík­is­stjórnin hafði komið hefnd­ar­lög­unum gegn ­banda­lag­inu í gegn á Alþingi í jan­úar 2001, en síðan var flest af því, sem Hall­dór hét að beita sér fyr­ir, svik­ið.

Þá voru til­raunir Dav­íðs til afskipta af innri mál­efn­um ­banda­lags­ins honum til lít­ils sóma.

Ég held að einn af góð­kunn­ingjum Dav­íðs, góður og gegn ­sjálf­stæð­is­mað­ur, hafi kom­ist nærri kjarna máls­ins, er hann kom að máli við mig og spurði hvort við Öryrkja­banda­lags­menn vildum að komið yrði á fundi með þeim Da­víð og Garð­ari Sverris­syni. Sagð­ist hann ótt­ast í hvaða far­veg sam­skipt­in væru kom­in. „Da­víð hefur ævin­lega eitt­hvert tromp uppi í erminni sem hann kastar fram þegar síst skyldi. Og ég ótt­ast að hann kasti slíku trompi þeg­ar ­þið eruð óvið­búnir og getið ekki varið ykk­ur.“

Það urðu orð að sönnu enda hrós­aði einn af fyrr­ver­and­i ráð­herrum í rík­is­stjórn Dav­íðs sér af því að eng­inn tæki lengur mark á Ör­yrkja­banda­lag­inu „því að við sáum um að planta réttum manni á réttan stað á réttum tíma.“

Davíð Odds­son má eiga það sem hann á og njóta sann­mælis þar ­sem það á við. En heift­rækni sam­fara lang­rækni eru ekki eðl­is­þættir sem ­stjórn­mála­menn og rit­stjórar eiga að rækta með sér.

Und­ir­rit­aður óskar Davíð Odds­syni góðrar og frið­samrar elli, er hann hættir sem rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins í upp­hafi næsta árs.

Grein­ar­höf­undur er fyrrum for­maður og fram­kvæmda­stjóri ­Ör­yrkja­banda­lags­ins og naut þeirra for­rétt­inda að starfa sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu í tvö sum­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None