Hver verða áhrifin á hlutabréfamarkaðinn?

peningar
Auglýsing

Á föstu­dag­inn í síð­ustu viku og mánu­dag­inn í þess­ari viku, ­guf­uðu tæp­lega 50 millj­arðar upp í kaup­höll Íslands, þegar gengi hluta­bréfa allra fyr­ir­tækja féll nokkuð mik­ið. Dag­ana á eftir hefur gengið sveifl­ast til­ og frá nálægt því gengi sem var eftir þetta fall. Mark­aðsvirði skráðra hluta­bréfa á aðal­l­ista og First North er ríf­lega þús­und millj­arð­ar. Það er ­upp­hæð sem nemur tæp­lega hálfri árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. 

Þó hluta­bréfa­mað­ur­inn á Íslandi sé dverg­vax­inn í alþjóð­legum sam­ban­burði, þá er hann mik­il­vægur hluti af ávöxt­un­ar­mark­aði fyrir fjár­magn á Íslandi. End­ur­reisn­ hans, eftir hið for­dæma­laus hrun haustið 2008, hefur verið gengið nokkuð vel, þó aðstæð­urnar séu óvenju­leg­ar. Fjár­magns­höftin eru ekki góð fyr­ir­ hluta­bréfa­mark­aði, og aug­ljós­lega hafa bjag­andi áhrif á eigna­verð.

Þegar um þau er los­að, getur aug­ljós­lega komið til mik­ill­ar ­sveiflu á mark­aðn­um. Lík­lega nið­ur­sveiflu, en það fer þó allt eftir útfærsl­unn­i og losun hafta. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru stærstu fjár­fest­arnir á íslenskum hluta­bréfar­mark­aði og eiga meira en 40 pró­sent hluta­fjár. 

Auglýsing

Eignarhlutir íslenska ríkis í bönkum eru mörg hundruð milljarða króna virði.

Stefna þeirra mun skipta miklu máli. Margir sjóð­anna hafa þegar ávaxtað fjár­muni sjóðs­fé­laga vel með þátt­töku í end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­að­ar­ins, og ­spurn­ingin er hvort losun hafta mun hafa áhrif á fjá­fest­inga­stefnu þeirra. Það hlýtur að vera freist­andi í ein­hverjum til­vikum að selja hluta­bréf með miklu­m hagn­aði, og færa fjár­muni á erlenda mark­aði, þegar það verður hægt, til að dreifa áhættu.

Annað atriði sem einnig getur haft mikil áhrif á hluta­bréfa­mark­að­inn er fyr­ir­huguð eigna­sala rík­is­ins. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur talað fyrir því að ríkið muni kapp­kosta að ­selja eign­ir, sem það fékk í fangið frá kröfu­höfum föllnu bank­anna. Það þarf ekki mik­inn snill­ing til að sjá það, að líf­eyr­is­sjóðir lands­manna eru helst­u ­kaup­endur af eign­unum sem ríkið hyggst selja. Erlendir fjár­festar hafa ekki beðið í röðum eftir því að fá að kaupa íslenskar eignir til þessa, svo ólík­leg­t verður að telj­ast að það muni ganga vel að draga þá til lands­ins.

Spenn­andi verður að fylgj­ast með því hvaða áhrif þessi miklu ­tíma­mót, sem fylgja losun hafta og sölu á rík­is­eign­um, munu hafa á hluta­bréfa­mark­að­inn. Í fyrra hækk­uðu bréfin á mark­aðnum um 43 pró­sent. Það sem ­fer hratt upp getur vel farið hratt niður líka. En eins og alltaf þeg­ar hluta­bréfa­verð er ann­ars veg­ar, þá er vandi að spá fyrir um hvað fram­tíðin ber í skauti sér.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None