Þorskastríð framtíðarinnar

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Auglýsing

Ég sá í vik­unni umræðu um þorska­stríðin milli fram­bjóð­enda en ein­hvern­veg­inn end­aði umræðan árið 1976. Það er full ástæða til að taka upp þráð­inn og horfa lengra fram á við. Eru ein­hver þorska­stríð framund­an? 

Þegar land­helgi Íslands var færð út þá varð Ísland miklu meira haf heldur en land. Land­helgin er nefni­lega sjö sinnum stærri en sjálft Ísland. Þess vegna er spurn­ingin ,,hef­urðu migið í saltan sjó?" alveg gjald­geng, börnin okkar munu nefni­lega ekki aðeins erfa landið - heldur munu þau erfa haf­ið. For­set­inn er ekki bara for­seti Íslands, hann er for­seti hafs­ins. Við Íslend­ingar veiðum 1% af öllum fiski í heim­inum og lík­lega höfum við aðeins nýtt 1% af öllum þeim tæki­færum sem búa í haf­inu kringum Ísland. Tækni­fram­farir leysa af hólmi vinnu­afl á sjó og landi en vöxt­ur­inn í fram­tíð­inni verður að mestu leyti gegnum aukna verð­mæta­sköpun með rann­sóknum og mark­aðsvinnu.

Auglýsing

MYND: Jón Baldur HlíðbergÍ fyr­ir­lestrum mínum í skólum og víðar á síð­ustu árum hef ég notað myndir af fiskum frá Jóni Baldri Hlíð­berg og spyr hvort mennta­kerfið okkar sé miðað við umhverfi okkar og fram­tíð­ar­mögu­leika. Hafa börn okkar áhuga á fisk­um? Höfum við það að mark­miði? Hvernig eigum við að tengja börn við haf­ið, þegar þau alast upp í úthverfum með litla snert­ingu við sjó­inn, sjó­mennsku eða sjáv­ar­út­veg? Hafið ætti að vera börnum lands­ins inn­blást­ur, þau eiga að hafa æði fyrir fisk­um, þau eiga að fyll­ast löngun til að verða kaf­ar­ar, sjó­menn og sjáv­ar­líf­fræð­ing­ar. Það væri and­lega örvandi og hvetj­andi náms­lega en líka mik­il­vægt fyrir sjáv­ar­byggð­ir, vegna þess að þær þurfa að laða til sín börnin sem nú alast upp í Kór­a­hverf­i. 

Börnin sem munu erfa hafið munu taka við fisk­veiði­stjórnun og veiði­flot­anum en þau þurfa líka að berj­ast gegn meng­un, plasti í höf­um, súrnun sjávar og öðrum mik­il­vægum hags­muna­mál­um. Hvað kemur það for­set­anum við? Jú for­set­inn getur tengt saman fólk inn­an­lands og utan og getur tekið þátt í að móta fram­tíð­ar­sýn. Hann getur tengt saman fyr­ir­tæki, stofn­anir og skóla vegna þess að hann er þjóð­kjör­inn og hann má og á að tala við alla. Hann getur farið í köfun með Verk­mennta­skól­anum í Nes­kaup­stað eða 10. bekk í Álfta­nes­skóla og vakið athygli á því að störfin sem þessir krakkar munu vinna séu ekki endi­lega til í dag, þau munu byggj­ast á því sem kveikir áhuga þeirra og hug­myndum þeirra í fram­tíð­inn­i. 

Land­helgin er mik­il­vægt mál, þorska­stríðum er lokið en þroska­stríðið felst í því að útvíkka land­helg­ina innra með okkur og skynja tæki­færin sem upp­götvast ein­ungis með því að beina hæfi­leikum fram­tíð­ar­innar í réttan far­veg.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None