Framtíðarsýn í skattamálum

kjak.jpg
Auglýsing

Skatt­lagn­ing er sígilt við­fangs­efni stjórn­mál­anna enda er það í senn póli­tískt og heim­speki­legt við­fangs­efni sem snýst um grunn ­sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar.

Meg­in­hlut­verk skatt­kerf­is­ins er ekki ein­ungis að tryggja tekjur til að standa undir sam­neysl­unni eða grunn­þjón­ust­unni og tryggja þannig far­sæld allra. Skatt­kerfið getur líka þjón­að efna­hags­legum mark­miðum og er mik­il­vægt tekju­jöfn­un­ar­tæki, þannig að með ólík­um ­þrepum sé tryggt að hinir tekju- og eigna­meiri leggi hlut­falls­lega meira af ­mörkum en þeir sem minna hafa á milli handa. Þá má nýta skatt­kerfið til að ­stýra verð­lagn­ingu á til­teknum vörum, til dæmis með lágum virð­is­auka­skatti á mat í þágu tekju­lágra sem nýta hærra hlut­fall sinna tekna í mat­væli en hærri virð­is­auka­skatt á aðrar vör­ur. Einnig er hægt að nýta skatt­kerfið til að stuðla að sam­fé­lags­breyt­ing­um, til að mynda með svoköll­uðum grænum sköttum sem styðja við umhverf­is­vænni atvinnu- og sam­göngu­hætti. Síð­ast en ekki síst má segja að breyttir tímar kalli á nýtt hlut­verk skatt­kerf­is­ins að auka gegn­sæi í ljósi þess að um heim­inn eru skatt­stofnar ekki lengur stað­bundnir og upp­bygg­ing fjár­mála­kerf­is­ins hefur skapað ótelj­andi mögu­leika á felu­stöðum fyrir fjár­magn ­sem gerir það að verkum að hefð­bundnir skatt­stofnar end­ur­spegla aðeins hluta af því fé sem er í umferð.

Ég tel að breytt sam­fé­lags­gerð og fjár­mála­kerfi kalli á nýja hugsun í skatta­mál­um. Í fyrsta lagi í ljósi þess að hluti borg­ar­anna fær sínar tekjur með hefð­bundnum hætti í gegnum laun en hlut­i þeirra fær megnið af sínum tekjum af fjár­magni. Þrátt fyrir það er skatt­lagn­ingin ekki skipu­lögð með sama hætti. Eðli­legra væri að tekju­skattur og fjár­magnstekju­skattur fylgdu sömu lög­mál­um, með frí­tekju­marki og þrepa­skipt­u skatt­kerfi þannig að fólki sé ekki mis­munað eftir því hvaðan það hefur tekj­ur sín­ar.

Auglýsing

Tekju­jöfn­uð­ur, sem meðal ann­ars er ­mældur með Gini stuðl­in­um, segir hins vegar aðeins hálfa sögu. Mis­kipt­ing auðs er ekki síður alvöru­mál. Á alþjóða­vísu hefur mis­skipt­ing auð­æfa í heim­in­um ­auk­ist hratt und­an­far­ið. Rík­asta pró­sentið á nú meira en hin 99 pró­sentin og auð­æfi þeirra hafa auk­ist langt umfram hag­vöxt í heim­in­um. Á Íslandi eiga rík­ustu tíu ­pró­sentin næstum þrjá fjórðu allra auð­æfa. Þetta kallar á umræðu um að taka upp­ auð­legð­ar­skatt – vita­skuld þarf að ákvarða af kost­gæfni við hvaða mörk hann ætti að vera – sem nauð­syn­lega jöfn­un­ar­að­gerð ef við teljum þessa mis­skipt­ingu óeðli­lega en það tel ég að hún sé.

Það þarf að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag ­trygg­inga­gjalds­ins sem á að standa undir mörgum mik­il­vægum verk­efnum en um leið er uppi krafa um lækkun þess, ekki síst til að bæta starfs­um­hverfi lít­illa og ­með­al­stórra fyr­ir­tækja. Þyrfti þá ef til vill að fara nýjar leiðir við fjár­mögnun mik­il­vægra verk­efna á borð við fæð­ing­ar­or­lof og at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar?

Það verður æ nauð­syn­legra að þjóð­ir heims eigi aukna sam­vinnu um skatta­mál því að þar hafa þær ekki enn náð að ­fylgja hnatt­væð­ing­unni sem ein­kenn­ist af því að fjár­magnið þekkir eng­in landa­mæri. Nú hafa tíu til fimmtán Evr­ópu­ríki sam­mælst um að taka upp skatt á fjár­magns­flutn­inga. Þessi nýi skattur var meðal ann­ars til umræðu á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París því að þó að hann sé ekki hár í pró­sentum talið ­getur hann skilað gríð­ar­legum tekjum – til dæmis í hinni alþjóð­legu bar­átt­u ­gegn lofts­lags­breyt­ingum sem krefst alþjóða­sam­starfs.

Skattar eru gjaldið sem við greið­u­m ­fyrir að búa í sið­uðu sam­fé­lagi, sagði banda­ríski hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Oli­ver Wendell Holmes fyrir rúmri öld. Það er grund­vall­ar­at­riði hvernig við útfærum þetta gjald.

Höf­undur er for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None