Framtíðarsýn í skattamálum

kjak.jpg
Auglýsing

Skatt­lagn­ing er sígilt við­fangs­efni stjórn­mál­anna enda er það í senn póli­tískt og heim­speki­legt við­fangs­efni sem snýst um grunn ­sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar.

Meg­in­hlut­verk skatt­kerf­is­ins er ekki ein­ungis að tryggja tekjur til að standa undir sam­neysl­unni eða grunn­þjón­ust­unni og tryggja þannig far­sæld allra. Skatt­kerfið getur líka þjón­að efna­hags­legum mark­miðum og er mik­il­vægt tekju­jöfn­un­ar­tæki, þannig að með ólík­um ­þrepum sé tryggt að hinir tekju- og eigna­meiri leggi hlut­falls­lega meira af ­mörkum en þeir sem minna hafa á milli handa. Þá má nýta skatt­kerfið til að ­stýra verð­lagn­ingu á til­teknum vörum, til dæmis með lágum virð­is­auka­skatti á mat í þágu tekju­lágra sem nýta hærra hlut­fall sinna tekna í mat­væli en hærri virð­is­auka­skatt á aðrar vör­ur. Einnig er hægt að nýta skatt­kerfið til að stuðla að sam­fé­lags­breyt­ing­um, til að mynda með svoköll­uðum grænum sköttum sem styðja við umhverf­is­vænni atvinnu- og sam­göngu­hætti. Síð­ast en ekki síst má segja að breyttir tímar kalli á nýtt hlut­verk skatt­kerf­is­ins að auka gegn­sæi í ljósi þess að um heim­inn eru skatt­stofnar ekki lengur stað­bundnir og upp­bygg­ing fjár­mála­kerf­is­ins hefur skapað ótelj­andi mögu­leika á felu­stöðum fyrir fjár­magn ­sem gerir það að verkum að hefð­bundnir skatt­stofnar end­ur­spegla aðeins hluta af því fé sem er í umferð.

Ég tel að breytt sam­fé­lags­gerð og fjár­mála­kerfi kalli á nýja hugsun í skatta­mál­um. Í fyrsta lagi í ljósi þess að hluti borg­ar­anna fær sínar tekjur með hefð­bundnum hætti í gegnum laun en hlut­i þeirra fær megnið af sínum tekjum af fjár­magni. Þrátt fyrir það er skatt­lagn­ingin ekki skipu­lögð með sama hætti. Eðli­legra væri að tekju­skattur og fjár­magnstekju­skattur fylgdu sömu lög­mál­um, með frí­tekju­marki og þrepa­skipt­u skatt­kerfi þannig að fólki sé ekki mis­munað eftir því hvaðan það hefur tekj­ur sín­ar.

Auglýsing

Tekju­jöfn­uð­ur, sem meðal ann­ars er ­mældur með Gini stuðl­in­um, segir hins vegar aðeins hálfa sögu. Mis­kipt­ing auðs er ekki síður alvöru­mál. Á alþjóða­vísu hefur mis­skipt­ing auð­æfa í heim­in­um ­auk­ist hratt und­an­far­ið. Rík­asta pró­sentið á nú meira en hin 99 pró­sentin og auð­æfi þeirra hafa auk­ist langt umfram hag­vöxt í heim­in­um. Á Íslandi eiga rík­ustu tíu ­pró­sentin næstum þrjá fjórðu allra auð­æfa. Þetta kallar á umræðu um að taka upp­ auð­legð­ar­skatt – vita­skuld þarf að ákvarða af kost­gæfni við hvaða mörk hann ætti að vera – sem nauð­syn­lega jöfn­un­ar­að­gerð ef við teljum þessa mis­skipt­ingu óeðli­lega en það tel ég að hún sé.

Það þarf að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag ­trygg­inga­gjalds­ins sem á að standa undir mörgum mik­il­vægum verk­efnum en um leið er uppi krafa um lækkun þess, ekki síst til að bæta starfs­um­hverfi lít­illa og ­með­al­stórra fyr­ir­tækja. Þyrfti þá ef til vill að fara nýjar leiðir við fjár­mögnun mik­il­vægra verk­efna á borð við fæð­ing­ar­or­lof og at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar?

Það verður æ nauð­syn­legra að þjóð­ir heims eigi aukna sam­vinnu um skatta­mál því að þar hafa þær ekki enn náð að ­fylgja hnatt­væð­ing­unni sem ein­kenn­ist af því að fjár­magnið þekkir eng­in landa­mæri. Nú hafa tíu til fimmtán Evr­ópu­ríki sam­mælst um að taka upp skatt á fjár­magns­flutn­inga. Þessi nýi skattur var meðal ann­ars til umræðu á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París því að þó að hann sé ekki hár í pró­sentum talið ­getur hann skilað gríð­ar­legum tekjum – til dæmis í hinni alþjóð­legu bar­átt­u ­gegn lofts­lags­breyt­ingum sem krefst alþjóða­sam­starfs.

Skattar eru gjaldið sem við greið­u­m ­fyrir að búa í sið­uðu sam­fé­lagi, sagði banda­ríski hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Oli­ver Wendell Holmes fyrir rúmri öld. Það er grund­vall­ar­at­riði hvernig við útfærum þetta gjald.

Höf­undur er for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None