Framtíðarsýn í skattamálum

kjak.jpg
Auglýsing

Skatt­lagn­ing er sígilt við­fangs­efni stjórn­mál­anna enda er það í senn póli­tískt og heim­speki­legt við­fangs­efni sem snýst um grunn ­sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar.

Meg­in­hlut­verk skatt­kerf­is­ins er ekki ein­ungis að tryggja tekjur til að standa undir sam­neysl­unni eða grunn­þjón­ust­unni og tryggja þannig far­sæld allra. Skatt­kerfið getur líka þjón­að efna­hags­legum mark­miðum og er mik­il­vægt tekju­jöfn­un­ar­tæki, þannig að með ólík­um ­þrepum sé tryggt að hinir tekju- og eigna­meiri leggi hlut­falls­lega meira af ­mörkum en þeir sem minna hafa á milli handa. Þá má nýta skatt­kerfið til að ­stýra verð­lagn­ingu á til­teknum vörum, til dæmis með lágum virð­is­auka­skatti á mat í þágu tekju­lágra sem nýta hærra hlut­fall sinna tekna í mat­væli en hærri virð­is­auka­skatt á aðrar vör­ur. Einnig er hægt að nýta skatt­kerfið til að stuðla að sam­fé­lags­breyt­ing­um, til að mynda með svoköll­uðum grænum sköttum sem styðja við umhverf­is­vænni atvinnu- og sam­göngu­hætti. Síð­ast en ekki síst má segja að breyttir tímar kalli á nýtt hlut­verk skatt­kerf­is­ins að auka gegn­sæi í ljósi þess að um heim­inn eru skatt­stofnar ekki lengur stað­bundnir og upp­bygg­ing fjár­mála­kerf­is­ins hefur skapað ótelj­andi mögu­leika á felu­stöðum fyrir fjár­magn ­sem gerir það að verkum að hefð­bundnir skatt­stofnar end­ur­spegla aðeins hluta af því fé sem er í umferð.

Ég tel að breytt sam­fé­lags­gerð og fjár­mála­kerfi kalli á nýja hugsun í skatta­mál­um. Í fyrsta lagi í ljósi þess að hluti borg­ar­anna fær sínar tekjur með hefð­bundnum hætti í gegnum laun en hlut­i þeirra fær megnið af sínum tekjum af fjár­magni. Þrátt fyrir það er skatt­lagn­ingin ekki skipu­lögð með sama hætti. Eðli­legra væri að tekju­skattur og fjár­magnstekju­skattur fylgdu sömu lög­mál­um, með frí­tekju­marki og þrepa­skipt­u skatt­kerfi þannig að fólki sé ekki mis­munað eftir því hvaðan það hefur tekj­ur sín­ar.

Auglýsing

Tekju­jöfn­uð­ur, sem meðal ann­ars er ­mældur með Gini stuðl­in­um, segir hins vegar aðeins hálfa sögu. Mis­kipt­ing auðs er ekki síður alvöru­mál. Á alþjóða­vísu hefur mis­skipt­ing auð­æfa í heim­in­um ­auk­ist hratt und­an­far­ið. Rík­asta pró­sentið á nú meira en hin 99 pró­sentin og auð­æfi þeirra hafa auk­ist langt umfram hag­vöxt í heim­in­um. Á Íslandi eiga rík­ustu tíu ­pró­sentin næstum þrjá fjórðu allra auð­æfa. Þetta kallar á umræðu um að taka upp­ auð­legð­ar­skatt – vita­skuld þarf að ákvarða af kost­gæfni við hvaða mörk hann ætti að vera – sem nauð­syn­lega jöfn­un­ar­að­gerð ef við teljum þessa mis­skipt­ingu óeðli­lega en það tel ég að hún sé.

Það þarf að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag ­trygg­inga­gjalds­ins sem á að standa undir mörgum mik­il­vægum verk­efnum en um leið er uppi krafa um lækkun þess, ekki síst til að bæta starfs­um­hverfi lít­illa og ­með­al­stórra fyr­ir­tækja. Þyrfti þá ef til vill að fara nýjar leiðir við fjár­mögnun mik­il­vægra verk­efna á borð við fæð­ing­ar­or­lof og at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar?

Það verður æ nauð­syn­legra að þjóð­ir heims eigi aukna sam­vinnu um skatta­mál því að þar hafa þær ekki enn náð að ­fylgja hnatt­væð­ing­unni sem ein­kenn­ist af því að fjár­magnið þekkir eng­in landa­mæri. Nú hafa tíu til fimmtán Evr­ópu­ríki sam­mælst um að taka upp skatt á fjár­magns­flutn­inga. Þessi nýi skattur var meðal ann­ars til umræðu á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París því að þó að hann sé ekki hár í pró­sentum talið ­getur hann skilað gríð­ar­legum tekjum – til dæmis í hinni alþjóð­legu bar­átt­u ­gegn lofts­lags­breyt­ingum sem krefst alþjóða­sam­starfs.

Skattar eru gjaldið sem við greið­u­m ­fyrir að búa í sið­uðu sam­fé­lagi, sagði banda­ríski hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Oli­ver Wendell Holmes fyrir rúmri öld. Það er grund­vall­ar­at­riði hvernig við útfærum þetta gjald.

Höf­undur er for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None