Framtíðarsýn í skattamálum

kjak.jpg
Auglýsing

Skattlagning er sígilt viðfangsefni stjórnmálanna enda er það í senn pólitískt og heimspekilegt viðfangsefni sem snýst um grunn samfélagsgerðarinnar.

Meginhlutverk skattkerfisins er ekki einungis að tryggja tekjur til að standa undir samneyslunni eða grunnþjónustunni og tryggja þannig farsæld allra. Skattkerfið getur líka þjónað efnahagslegum markmiðum og er mikilvægt tekjujöfnunartæki, þannig að með ólíkum þrepum sé tryggt að hinir tekju- og eignameiri leggi hlutfallslega meira af mörkum en þeir sem minna hafa á milli handa. Þá má nýta skattkerfið til að stýra verðlagningu á tilteknum vörum, til dæmis með lágum virðisaukaskatti á mat í þágu tekjulágra sem nýta hærra hlutfall sinna tekna í matvæli en hærri virðisaukaskatt á aðrar vörur. Einnig er hægt að nýta skattkerfið til að stuðla að samfélagsbreytingum, til að mynda með svokölluðum grænum sköttum sem styðja við umhverfisvænni atvinnu- og samgönguhætti. Síðast en ekki síst má segja að breyttir tímar kalli á nýtt hlutverk skattkerfisins að auka gegnsæi í ljósi þess að um heiminn eru skattstofnar ekki lengur staðbundnir og uppbygging fjármálakerfisins hefur skapað óteljandi möguleika á felustöðum fyrir fjármagn sem gerir það að verkum að hefðbundnir skattstofnar endurspegla aðeins hluta af því fé sem er í umferð.

Ég tel að breytt samfélagsgerð og fjármálakerfi kalli á nýja hugsun í skattamálum. Í fyrsta lagi í ljósi þess að hluti borgaranna fær sínar tekjur með hefðbundnum hætti í gegnum laun en hluti þeirra fær megnið af sínum tekjum af fjármagni. Þrátt fyrir það er skattlagningin ekki skipulögð með sama hætti. Eðlilegra væri að tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur fylgdu sömu lögmálum, með frítekjumarki og þrepaskiptu skattkerfi þannig að fólki sé ekki mismunað eftir því hvaðan það hefur tekjur sínar.

Auglýsing

Tekjujöfnuður, sem meðal annars er mældur með Gini stuðlinum, segir hins vegar aðeins hálfa sögu. Miskipting auðs er ekki síður alvörumál. Á alþjóðavísu hefur misskipting auðæfa í heiminum aukist hratt undanfarið. Ríkasta prósentið á nú meira en hin 99 prósentin og auðæfi þeirra hafa aukist langt umfram hagvöxt í heiminum. Á Íslandi eiga ríkustu tíu prósentin næstum þrjá fjórðu allra auðæfa. Þetta kallar á umræðu um að taka upp auðlegðarskatt – vitaskuld þarf að ákvarða af kostgæfni við hvaða mörk hann ætti að vera – sem nauðsynlega jöfnunaraðgerð ef við teljum þessa misskiptingu óeðlilega en það tel ég að hún sé.

Það þarf að endurskoða fyrirkomulag tryggingagjaldsins sem á að standa undir mörgum mikilvægum verkefnum en um leið er uppi krafa um lækkun þess, ekki síst til að bæta starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þyrfti þá ef til vill að fara nýjar leiðir við fjármögnun mikilvægra verkefna á borð við fæðingarorlof og atvinnuleysistryggingar?

Það verður æ nauðsynlegra að þjóðir heims eigi aukna samvinnu um skattamál því að þar hafa þær ekki enn náð að fylgja hnattvæðingunni sem einkennist af því að fjármagnið þekkir engin landamæri. Nú hafa tíu til fimmtán Evrópuríki sammælst um að taka upp skatt á fjármagnsflutninga. Þessi nýi skattur var meðal annars til umræðu á loftslagsráðstefnunni í París því að þó að hann sé ekki hár í prósentum talið getur hann skilað gríðarlegum tekjum – til dæmis í hinni alþjóðlegu baráttu gegn loftslagsbreytingum sem krefst alþjóðasamstarfs.

Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi, sagði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendell Holmes fyrir rúmri öld. Það er grundvallaratriði hvernig við útfærum þetta gjald.

Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None