Morgunblaðið og ég

Auglýsing

Fyrir yfir­ráð nets­ins og net­miðla allan ­síð­ari hluta 20. aldar og fram­yfir alda­mót voru nokkur stór dag­blöð leið­andi í dag­legri frétta­miðlun á Vest­ur­lönd­um. Þetta voru, og að hluta eru, dag­blöð á borð við New York Times, Guar­di­an, Times of London, Die Welt, Le Monde, Berl­ingske Tidende og Dag­ens Nyhet­er. Þessi blöð voru ekki ein­ungis frétta­blöð, ­rit­stjórnir þeirra höfðu skoð­anir og miðl­uðu þeim, en efn­is­val frétta mót­að­ist ekki nema að lág­marki af skoð­unum rit­stjóra. Ein­kunn­ar­orð New York Times vor­u og eru: „All the News That´s Fit to Print“ (Allar fréttir sem sæm­andi er að flytja). Morg­un­blaðið hafði á stundum metnað til þess að flokk­ast með þessum blöð­um, þótt alltaf væri það gert af van­efnum eins og vænta mátti m.a. vegna gíf­ur­legs munar í les­enda­fjölda og aug­lýs­inga­tekj­um.

Sam­skipta­saga mín við Morg­un­blaðið er orð­in tæp­lega sjö­tíu ár, ég fór að lesa blaðið nán­ast um leið og ég varð læs, ­senni­lega fimm ára haustið 1946. Áskrif­andi að blað­inu hef ég verið í rúm ­þrjá­tíu ár, áður hafði ég aðgang að blað­inu á vinnu­stað og enn áður á heim­il­i ­for­eldra minna. Ég hef stöku sinnum skrifað í blað­ið, smá­pistla í tengslum við ­störf mín svo og nokkrar minn­inga­grein­ar. Þegar ég föstu­dag­inn 3. júní 2016 ­sagði upp áskrift minni var það ekki sárs­auka­laus ákvörð­un.

Á ævinni hef ég lesið Morg­un­blaðið í mörg­um ­mynd­um, Kalda­stríðs-mogg­ann (sem ég var inni­lega sam­mála) fram um 1991, Morg­un­blaðið sem breytt­ist á rit­stjóra­árum Bjarna Bene­dikts­sonar eldri frá 1956 til 1959 og í beinu fram­haldi af því rit­stjórn Matth­í­asar Jóhann­es­sen og Eyj­ólfs Kon­ráðs Jóns­sonar og síðar Styrmis Gunn­ars­son­ar. Þá breytt­ist blaðið úr hörðu flokks­blaði (í einka­eign) í frétta­blað, sem valdi ekki fréttir eft­ir póli­tík heldur frétta­mati. (Áður voru fréttir allra blaða af þing­fund­um fram­hald af deil­unum og algjör­lega hlut­drægar, en MORG­UN­BLAÐIÐ hóf að segja um 1958 fréttir þar sem and­stæð­ingar jafnt og ­sam­herjar Sjálf­stæð­is­flokks­ins nutu sann­mælis og hlut­lægrar frá­sagn­ar.)  Rit­stjórn blaðs­ins hafði vissu­lega skoð­an­ir, ­sem féllu í mis­jafnan jarð­veg, fóru venju­lega saman við skoð­anir for­ystu­manna ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en voru oft und­an­fari breyt­inga í afstöðu for­yst­u ­flokks­ins. Á árunum eftir 1980 var blaðið oft svo langt á und­an­ ­Sjálf­stæð­is­flokknum að æði langt bil varð á milli, t.d. í afstöðu til fisk­veiði­stjórn­ar, ­nátt­úru­verndar og heil­brigð­is­kerf­is­ins. Á þessum tíma og fram um alda­mót var Morg­un­blaðið vandað frétta­blað með rit­stjórn­ar­stefnu sem var borg­ara­leg og frjáls­lynd.

Auglýsing

Breyt­ingar á fjöl­miðl­un, upp­gang­ur ­sjón­varps, frí­blöð, svo ekki sé minnzt á net­ið, virð­ast hafa leitt til­ fjár­hags­legra erf­ið­leika Morg­un­blaðs­ins upp úr alda­mót­um, án þess að mér séu efn­is­at­riði kunn. Jafn­framt varð áber­andi, að allt MORG­UN­BLAЭIÐ, þar með talin frétta­deild­in, varð þátt­tak­andi í deilum sinnar tíð­ar. Þeim sem fylgd­ust með deil­unum um fjöl­miðla­málið árið 2004 ­gat ekki dul­izt að öllu MORG­UN­BLAЭINU var beitt. Í Baugs­mál­inu, en þar var ég þátt­tak­andi í til­tölu­lega litlu hlut­verki, duld­ist ekki heldur að öllu MORG­UN­BLAЭINU var líka beitt. Þetta gekk svo langt, að rit­stjórn og frétta­deild stóðu fyrir hörð­u­m árásum á dóms­kerf­ið, einkum Hæsta­rétt. Aug­ljóst var, að þar gekk MORG­UN­BLAЭIÐ er­inda öfga­fyllstu for­ystu- og stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þessi breyt­ing á stefnu blaðs­ins varð ekki til þess að hagur þess vænk­að­ist, þvert á móti.

Í kjöl­far Hruns­ins fór blaðið í reynd á hausinn, en öfl­ug­ustu útgerð­ar­menn lands­ins sam­ein­uð­ust um að „end­ur­reisa“ það og réðu fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og seðla­banka­stjóra sem rit­stjóra. Frá­ þeim tíma hefur Morg­un­blaðið einkum verið málsvari þess sem kalla má „­út­gerð­ar­auð­vald­ið“, hóps fólks sem ræður yfir meg­in­hluta fisk­veiði­kvót­ans og flest­u­m helztu fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­unum og útgerð­un­um.

Viku eftir að Davíð Odds­son varð rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, átt­aði ég mig á því að ég var hættur að trúa fréttum í blað­in­u. Ekki í þeim skiln­ingi, að blaða­menn höll­uðu réttu máli í almennum frétta­skrif­um, heldur efað­ist ég mjög um að frétta­valið réð­ist af því sem raun­veru­lega hafð­i ­gerzt eða var að ger­ast, heldur afstöðu um hvaða „frétt­ir“ kæmu eig­end­um ­blaðs­ins og auð­fyr­ir­tækjum þeirra vel. Við bætt­ist svo, að skoð­anir rit­stjórn­ar og mínar fjar­lægð­ust hratt. Samt hélt ég áskrift minni, en var í raun og veru hættur að lesa blaðið eins og ég áður hafði gert. Ég las í blað­inu það sem ég ekki gat fengið ann­ars­stað­ar: „Dödens avis“, það er að segja minn­ing­ar­grein­ar, einkum „svörtu kass­ana“, bridgeþátt­inn og vísna­þátt Hall­dórs Blön­dals svo og ein­stök efn­is­at­riði í íþróttaum­fjöll­un. Efn­is­með­ferð og afstaða rit­stjórn­ar van­virti mig á hverjum degi og lít­il­lækk­aði, en ég beygði mig undir svip­una.

Eftir að rit­stjóri blaðs­ins til­kynnt­i fram­boð sitt til for­seta Íslands tók stein­inn úr. Eig­endum blaðs­ins er að ­sjálf­sögðu full­kom­lega heim­ilt að hafa skoð­anir á for­seta­kosn­ing­unum og blað­in­u að beita sér fyrir þeim, en það hefur blaðið yfir­leitt ekki gert í und­an­förn­um ­for­seta­kosn­ing­um, þótt stakar und­an­tekn­ingar séu á. Í þess­ari bar­áttu birt­ist þó nú tíma­skekkja og veru­leikafirr­ing. Fyrir fjöru­tíu árum þegar Morg­un­blað­ið barst á nán­ast hvert ein­asta heim­ili og til fjór­falt fleiri les­enda en það blað ­sem næst kom gat Morg­un­blaðið haldið fram hverju sem var og les­endur tóku það ­gott og gilt. Lengst af á þessum tíma fór Morg­un­blaðið með þetta vald sitt af á­byrgð og skyn­semi. Áróð­urs­meist­ar­arnir sem nú ráða virð­ast ekki hafa áttað sig á að tím­arnir hafa breytzt. Röflið, lygin og rang­færsl­urnar ganga ekki vegna þess að það er sam­stundis hrakið á sam­fé­lags­miðl­um. Skoð­ana­kann­anir enn sem komið er sýna, að lygar blaðs­ins og rang­færslur eru mátt­laus­ar. Söm er þeirra ­gerð­in.

Hams­leysi og óheið­ar­leiki rit­stjórnar Morg­un­blaðs­ins, ­sem ég kynnt­ist með því að lesa end­ur­prent­anir úr blað­inu í öðrum miðl­um, varð til þess að ég ákvað að nú væri nóg kom­ið. Ég mun sakna minn­ing­ar­grein­anna, bridgeþátt­ar­ins og vísna­horns­ins. Ég vildi ekki lengur erja garð útgerð­ar­auð­valds­ins ­fyrir að lít­il­lækka mig á hverjum degi og sagði upp áskrift minni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None