Hvernig samfélag vilt þú?

Halla Tómasdóttir segir skipta máli að forseti búi yfir fjölbreyttri starfsreynslu, meðal starfa forseta er að leiða saman fólk, sætta og sameina.
Halla Tómasdóttir segir skipta máli að forseti búi yfir fjölbreyttri starfsreynslu, meðal starfa forseta er að leiða saman fólk, sætta og sameina.
Auglýsing

Ég ákvað að bjóða mig fram til emb­ættis for­seta Íslands vegna þess að ég vil gera gagn og láta gott af mér leiða. Brýn­asta verk­efnið sem blasir við er upp­bygg­ing trausts í sam­fé­lag­inu, því án trausts náum við hvorki að vinna saman né horfa til fram­tíð­ar. Sem for­seti myndi ég vilja leiða sam­tal þjóð­ar­innar um stór mál sem varða fram­tíð okkar allra. Hvernig ætlum við að tryggja fjöl­breytni í atvinnu og búsetu, hvernig ætlum við að gæta að því að tæki­færin sem fel­ast í auk­inni ferða­mennsku gangi ekki of nærri okkar sam­fé­lagi og nátt­úru, hvernig ætlum við að stuðla að því að börnin okkar velji að búa á Íslandi í fram­tíð­inn­i. 

Upp­bygg­ing sam­fé­lags­sátt­mál­ans

Á ferð minni um landið og í heim­sóknum á vinnu­staði hef ég orðið vör við að fólk er orðið lang­þreytt á nei­kvæðni og sundr­ung í sam­fé­lag­inu.  Þegar efna­hags­lífið hrundi töp­uð­ust ekki ein­ungis efn­is­leg verð­mæti heldur einnig traust og sátt. Eft­ir­málar þess hafa ekki síst komið í ljós á síð­ustu vikum þegar leynd­inni var svipt af aflands­reikn­ing­um.  Að mörgu leyti hefur gengið ágæt­lega að koma efna­hags­legum þáttum í samt lag, en vinnan við að græða sam­fé­lags­sárið er bara rétt að hefj­ast.   

For­seta­emb­ættið getur gegnt mik­il­vægu hlut­verki við að leiða sam­tal um fram­tíð­ar­sýn Íslands, hvernig sam­fé­lags­gerð við viljum byggja upp og standa vörð um og hvaða gildi við ætlum að hafa að leið­ar­ljósi. Við Íslend­ingar viljum búa í heið­ar­legu og rétt­látu jafn­rétt­is­sam­fé­lagi þar sem borin er virð­ing fyrir fólki og nátt­úru. Þetta kom skýrt fram á Þjóð­fundi í Laug­ar­dals­höll árið 2009. Við þurfum að tala miklu meira um þessi gildi og við þurfum að sýna þau í verki í dag­legum athöfn­um. Þannig getum við byggt sam­fé­lags­sátt­málan upp á nýtt, þannig getum við grætt sárin og byrjað að skapa aftur traust.  

Auglýsing

Vil opna Bessa­staði

Ég sé hlut­verk for­seta fyrir mér sem þjón­andi leið­toga. Leið­toga sem hvetur og virkjar sam­ferða­fólk sitt, hlustar og leiðir fólk sam­an, setur mál á dag­skrá og hugar að hags­munum þeirra sem minna mega sín.

Þjóðin öll á for­seta­emb­ættið í sam­ein­ingu og ég vil opna Bessa­staði.  Það er mik­il­vægt að allir lands­menn, og þá sér­stak­lega börnin okk­ar, fái tæki­færi til að kynn­ast menn­ing­ar­arfi okkar Íslend­inga. Ég vil bjóða börnum í heim­sókn til að skoða forn­minjar sem finna má á Bessa­stöðum sem og ýmsa muni og minjar sem tengj­ast lýð­veld­is­sögu okk­ar. Ég vil halda menn­ing­ar­at­burði í tún­inu, taka virkan þátt í íslensku sam­fé­lagi og styðja við þau fjöl­mörgu góðu verk­efni sem fólk og félaga­sam­tök leiða um allt land. Ég vil vera dug­legur for­seti sem í senn ræktar garð­inn heima og virkjar sitt alþjóð­lega tengsla­net í þágu mennta, menn­ingar og atvinnu­lífs.

Ég sé hlut­verk for­seta fyrir mér sem þjón­andi leið­toga. Leið­toga sem hvetur og virkjar sam­ferða­fólk sitt, hlustar og leiðir fólk sam­an, setur mál á dag­skrá og hugar að hags­munum þeirra sem minna mega sín.

Fjöl­breytt starfs­reynsla gagn­leg

Ég tel skipta máli að for­seti búi yfir fjöl­breyttri starfs­reynslu, meðal starfa for­seta er að leiða saman fólk, sætta og sam­eina.  Ég kynnt­ist ung grunnatvinnu­vegum þjóð­ar­inn­ar, var í sveit og starf­aði í fiski á ung­lings­ár­um. Störf mín á full­orð­ins­árum hafa að miklu leyti snú­ist um að koma breyt­ingum til leiðar og að fá fólk til að vinna sam­an. Ég tók virkan þátt í upp­bygg­ingu Háskól­ans í Reykja­vík, þar sem ég var stjórn­andi, ráð­gjafi og kenn­ari fyrir nem­endur á öllum aldri. Þar leiddi ég einnig verk­efnið Auði í krafti kvenna. Ég starf­aði sem mannauðs­stjóri hjá stórum alþjóð­legum fyr­ir­tækjum í Banda­ríkj­unum sem og hér heima. Ég tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra Við­skipta­ráðs vorið 2006, en sagði upp starfi mínu ári síðar til að stofna Auði Capi­tal vorið 2007. Við sem það gerðum vildum starfa á grunni góðra gilda og auk­innar sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar. Fyr­ir­tækið fór skað­laust í gegnum efnahagshrunið og olli engum tjóni. Ég tel að stjórn­un­ar­reynsla mín, kynni mín af grunnatvinnu­vegum lands­ins og bak­grunnur sem stjórn­andi, frum­kvöð­ull og kenn­ari komi að góðum notum í emb­ætti for­seta. 

Jafn­rétti fyrir alla

Ég hef mikið beitt mér fyrir jafn­rétt­is­málum og ég á mér þann draum að við Íslend­ingar verðum fyrst þjóða til að brúa kynja­bil­ið. Við stöndum fremst meðal þjóða á helstu mæli­kvörðum sem horft er til varð­andi kynja­jafn­rétti en við getum þó gert enn bet­ur. Það er lyk­il­at­riði að mínu mati að konur og karlar sam­ein­ist um að brúa kynja­bil­ið. Kynja­jafn­rétti er ekki ein­göngu mál­efni kvenna, það skiptir vissu­lega máli að stúlkur og konur séu metnar að verð­leikum og hafi tæki­færi til að kom­ast til áhrifa og valda til jafns við drengi og karla, en það skiptir ekki síður máli að styðja við dreng­ina og tryggja að þeir sæki sér áfram menntun og hafi val um fjöl­breyttar starfs­grein­ar. Jafn­rétti nær þó yfir svo miklu meira en kynja­jafn­rétti.  Ég vil að á Íslandi sé jafn­rétti fyrir alla.  Ald­ur, kyn, upp­runi, búseta og fjár­hags­leg staða mega ekki ráða för þegar kemur að tæki­færum á Ísland­i. 

Aftur heim

Það sam­fé­lag sem ég ólst upp í ein­kennd­ist af dugn­aði og náunga­kær­leika. Mig langar til þess að við Íslend­ingar stöndum vörð um þessa sam­fé­lags­gerð.  Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið tæki­færi til að mennta mig og starfa erlend­is, bjó um margra ára skeið í Banda­ríkj­unum og síðar í Bret­landi og á Norð­ur­lönd­un­um, en ég kem alltaf aftur heim því sam­fé­lagið og nátt­úran eru mér dýr­mæt. Af þeim  löndum sem ég hef fengið að kynnast, tel ég Ísland vera það besta til þess að alast upp í og því eru börnin okkar sam­mála.

Ég á mér þann draum að íslensk börn og ung­menni fái tæki­færi til að ferð­ast til ann­arra landa, læra tungu­mál og verða menn­ing­ar­læs, en ég vil að þau langi til þess að koma aftur heim. Ég vil að þau sjái Ísland sem landið þar sem gott er að búa, eign­ast fjöl­skyldu, skapa verð­mæti og láta til sín taka. Börn okkar og nátt­úran eru hinn raun­veru­legi auður þjóð­ar­inn­ar, það er mik­il­vægt að hafa hug­fast. Ég tel einnig mik­il­vægt að Ísland sé í far­ar­broddi þjóða hvað varðar að eld­ast við aðstæður sem við erum sátt við eftir langa starfsævi. Pabba var líka umhugað um það, en hann vann síð­ustu starfs­árin sín sem hús­vörður á heim­ili eldri borg­ara við Sunnu­hlíð í Kópa­vogi. Því miður lést hann áður en hann gat notið þess að njóta elli­ár­anna en skila­boð hans voru skýr: „við eigum að hlúa að þeim sem hafa lagt grunn­inn að upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins sem við búum í.“

Sam­ein­umst um það sem skiptir máli

Mér finnst skipta málið að búa í mann­eskju­legu sam­fé­lagi. Sam­fé­lagi sem er gjöf­ult fyrir alla og grípur þá sem á hjálp þurfa að halda. Ég vil búa á Íslandi þar sem allir skipta máli. Ég veit að ég er ekki ein um það. Við stöndum á tíma­mótum og nú er rík þörf á að sam­eina og sætta. Ég tel að for­seta­emb­ættið geti leitt sam­tal um upp­bygg­ingu trausts. Það er nefni­lega þannig að þegar við tölum saman sem mann­eskjur þá erum við miklu oftar sam­mála en ósam­mála. Alla­vega um þá hluti sem virki­lega skipta máli. Við erum öll í sama lið­inu, Íslandi.

 Börn okkar og nátt­úran eru hinn raun­veru­legi auður þjóð­ar­inn­ar, það er mik­il­vægt að hafa hug­fast. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None