Á háum hælum yfir Fimmvörðuháls

Elísabet lét undan þegar vinur hennar sagði henni að fylgja sér upp Fimmvörðuháls. Það ferðalag breytti sýn hennar á náttúruna.
Elísabet lét undan þegar vinur hennar sagði henni að fylgja sér upp Fimmvörðuháls. Það ferðalag breytti sýn hennar á náttúruna.
Auglýsing

Hvernig líst þér á að koma með yfir Fimm­vörðu­háls?

Fimm­vörðu­hvað?

Það verður farið í Þórs­mörk í kvöld, gist þar, vaknað í býtið og gengið yfir Fimm­vörðu­háls og komið að Skógum um kvöld­mat­ar­leytið og farið í sund.

Eru fimm vörður á þessum Fimm­vörðu­hálsi?

Við getum reynt að telja vörð­urn­ar.

Er þetta ekki svaka­lega brattur háls?

Hann er í þús­und metra hæð. Þú kemst það alveg.

Gleymdu því. Ég á fullt í fangi með að kom­ast upp Banka­stræti. Ég sit í sól og blíðu á kaffi­húsi við Aust­ur­völl, til­tölu­lega óhult, þegar vinur minn af prúss­neskum aðal­sættum birt­ist með þetta kosta­boð. Þórs­mörk? Ég hef aldrei komið þang­að. Fimm­vörðu­háls? Ég hef aldrei heyrt um hann. Fjall­ganga? Ég myndi deyja. Fyrst myndi ég drag­ast aftur úr hópnum en másið í mér heyrð­ist langar leið­ir, svo fengi ég hjarta­á­fall og heila­blóð­fall af áreynsl­unni. Ég reyki nefni­lega of mik­ið. Svo hef ég ekk­ert verið að klífa fjöll uppá síðkast­ið. Og fara í ein­hverjum brjál­uðum hóp þar sem allir eru í súper­þjálfun í spútnik­göll­um.

Auglýsing

Nei, ég held ég fái mér bara meira kaffi. Og aðra sígar­ettu. En vinur minn vill ekki gefa sig og stingur uppá að ég fari í auð­veld­ari göngu í Þórs­mörk, ef ég treysti mér ekki yfir Fimm­vörðu­háls. Hann er sem fyrr segir af prúss­neskum aðal­sætt­um, heitir Gústav Stolzen­vald, alinn uppá fjöllum og í fjalla­kof­um, hleypur „Lauga­veg­inn“ á nokkrum tím­um, vinnur þetta sumar sem leið­sögu­maður hjá Ferða­fé­lagi Íslands en stofn­aði sjálfur ferða­klúbb fyrir ári síð­an. Það er Allsnægta­klúbb­ur­inn, sem er nýtt fyr­ir­bæri í ferða­málum á Íslandi. Ferðin yfir Fimm­vörðu­háls er á vegum Ferða­fé­lags­ins en óneit­an­lega með allsnægta­legu yfir­bragði. Gústav skrifar lista yfir það sem ég skuli hafa með og síð­ast á list­an­um, á eftir svefn­poka, lopa­peysu og regn­galla, stend­ur: Töfra­dót.

Töfra­dót?

Já, þú mátt hafa eitt­hvert töfra­dót með þér.

Ég skil.

Og ef þú átt bangsa.

Ég á hvítan ísbjörn.

Fínt, taktu hann með.

Ég þarf að taka ákvörðun í einum grænum og það tekst. Ég skelli mér með. Það er líka gaman að fara svona all­tíeinu. Á ljós­hraða. Beint útí óviss­una. Taka áhætt­una. Þó ég eigi enga fjall­göngu­skó og eigi á hættu að vera langt á eftir hópn­um. Ég syng þá bara með sjálfri mér og skima eftir álf­um. Það er maður með íslenskar rúnir í poka á kaffi­hús­inu. Ég fæ að draga rún og fæ auðu rún­ina.

Er það ekki eitt­hvað hræði­legt. Ég dey sem­sagt.

Það er rún fíflsins. Þú átt að taka áhættu og skemmta þér.

Rútan leggur af stað klukkan átta, þétt­setin ferða­mönnum og frammí situr leið­sögu­maður og segir okkur allt um fjöll, firn­indi og drauga á leið­inni. Mér finnst gaman að ferð­ast í rút­um, þær bruna áfram, allir hugsa sitt, þessi lág­væri kliður og svo fer að rökkva og við brunum inní rökkrið. Útlínur lands­lags­ins sýn­ast breyt­ast því að lit­irnir breyt­ast. Við förum yfir margar ár, stórar og smá­ar, á leið inní Þórs­mörk og það rifj­ast upp þegar ég var lítil og fór með afa Krist­jóni í ferða­lög í gamla daga. Alltaf útí blá­inn. Hóp­ur­inn sem ætlar yfir Fimm­vörðu­háls er ell­efu manns og við eigum að gista á Vest­ur­loft­inu. Ég vakna eldsnemma morg­uns í dag­renn­ingu og kem auga á und­rið, sólin gyllir Eyja­fjalla­jök­ul, yfir jökl­inum er ein­hver töfra­birta, fjall úr öðrum heimi, fjall úr heim­inum mín­um, þetta er landið mitt og jök­ull­inn minn. Og jök­ull­inn leggur af stað, mjakar sér innum glugg­ann, rennir sér ofan í svefn­pok­ann og kúrir sig uppað mér og hvísl­ar: Farðu á fæt­ur, því feg­urðin er vökn­uð. Mér dettur í hug að skreppa út að teyga þessa undra­birtu og gá hvernig Þórs­mörk lítur út. Ég er hrifn­ari af dag­renn­ingu en sól­setri. Í dag­renn­ingu er ein­hver spenna, gull og silfur og maður skynjar að þessi dagur hefur aldrei verið áður. Splunku­nýr dagur utan úr geimn­um. En það er svo gott að hjúfra sig ofaní pok­ann og sofa áfram og ég vakna ekki fyrr en ég er boðin í hafra­graut með púð­ur­sykri og rjóma, algjört sæl­gæti og ég ákveð að hafa í morg­un­mat í allan vet­ur. Ég vissi ekki að hafra­grautur gæti verið svona góð­ur, en þetta er hluti af hug­sjónum Allsnægta­klúbbs­ins, að gera það venju­lega óvenju­legt. Og stundum þarf svo lítið til. Kannski dálitla skín­andi stjörnu. Stundum þarf ég bara að sjá eina stjörnu á næt­ur­himn­inum tl að geta sofn­að.

 Og jök­ull­inn leggur af stað, mjakar sér innum glugg­ann, rennir sér ofan í svefn­pok­ann og kúrir sig uppað mér og hvísl­ar: Farðu á fæt­ur, því feg­urðin er vökn­uð. 

Hvernig fannstu uppá þessu með púð­ur­syk­ur­inn og rjómann?

Það stendur í vís­unni: Ég skal gefa þér uppá grín, allt með sykri og rjóma.

Svo fer hóp­ur­inn að tygja sig af stað. Það er sól og ein­muna­blíða og ein­hver hefur orð á að ekki hafi verið farið yfir Fimm­vörðu­háls í svona veðri í allt sum­ar. Það er oft þoka á háls­in­um. Ég er dol­fallin yfir Þórs­mörk. Hún er allt öðru­vísi en ég ímynd­aði mér, ég hélt að Þórs­mörk væri væmin brekka og þar sætu Sig­urður og María og flétt­uðu blómakransa. En Þórs­mörk er ægi­leg. Hér er landið allt á hreyf­ingu, í mót­un, jökl­arnir skríða niður um allar hlíðar og form í fjöll­unum sem ég hef ekki séð áður. Form þar sem jafn­vægið virð­ist vera að hrynja og fjöllin virð­ast vera að tog­ast í sundur en það munar ein­hverju svo að það ger­ist ekki. Það er einsog þessi fjöll séu ekki til­bú­in, svo til­komu­mikil og stór­skor­in. Skap­ar­inn er enn að slípa þau og pússa. Sandar og straum­harðar ár punta gólf­ið. Í fjall­inu beint á móti er álfa­kirkja. Hún sést greini­lega. Og all­tíeinu fæ ég eld­ingu í hausinn og það rennur upp fyrir mér ljós. Það er hér sem álfarnir og huldu­vætt­irnir verða til. Inní þessum skrítnu fjöllum og í iðrum jarð­ar. Fjöllin eru full af álfum og hér verða þeir til og allt þeirra dót. Héðan fara þeir um allt Ísland. Þórs­mörk er álfasmiðja. Og seinna þegar ég fer inní álfa­kirkj­una á stjörnu­bjartri vetr­ar­n­óttu með kyndil og söng í hjarta skynja ég að það væri ólíft í land­inu ef ekki væru álfarnir sem vernda okkur og vísa okkur veg­inn.

Lands­lagið er mik­il­feng­legt en þó fín­gerður blær yfir því, kjarri vaxnar brekkur og hlíð­ar. Ljúf róm­an­tík og mögnuð spenna og þessar and­stæður gefa manni engan frið. And­stæð­urnar magna upp töfra. Hér getur allt gerst. Við erum komin að fjall­inu þarsem við hefjum göng­una.

Ég ákveð að sleppa sígar­ettu í þetta sinn. Svo leggjum við á bratt­ann og göngum í hala­rófu gamlar fjár­göt­ur. Sumar fjár­götur eru mörg hund­ruð ára gamlar og þær eru bæði fyrir menn og kind­ur. Fjár­göt­urnar eru eins og margra alda gam­alt mynstur í land­inu. Kannski má sauma það út við tæki­færi. Þetta er ansi bratt og fyrir neðan eru þessi fínu gil, sem eng­inn vandi er að steyp­ast nið­ur.

 And­stæð­urnar magna upp töfra. Hér getur allt gerst. Við erum komin að fjall­inu þarsem við hefjum göng­una.

Ég reyni að vanda mig við að anda og blæs dug­lega frá mér og þegar við kröngl­umst upp einn mesta bratt­ann, situr einn sam­ferða­manna, löngu kom­inn uppá brún­ina og fylgist með.

Það er einsog það sé hvalur á leið­inni hingað upp.

Jæja, finnst þér það. Ég er líka að leika að ég sé hval­ur. Ég get ekki alltaf verið ég. Ég breyt­ist. Í næstu brekku mjálma ég. Þetta er mað­ur­inn sem stakk af um kvöld­ið. Það er skrítið að vera að ferð­ast í hóp. Að ferð­ast í hóp sem maður þekkir heldur ekki neitt. Ég er að reyna að spá í hvað liðið ger­ir, mað­ur­inn, sem ég hélt að væri bissnissmað­ur, reyn­ist reka kaffi­hús í Hafn­ar­firði. Hann er að springa úr gleði yfir því að vera á ferð­inni uppá fjöll­um. Svo er annar sem ég held að sé barna­kenn­ari en hann er hand­rita­fræð­ing­ur. En það er skrítið að sjá hvernig hópur hagar sér og hvernig maður hagar sér í hóp. Stundum verð ég að draga mig út úr hópnum og ímynda mér að ég sé ein á gangi ásamt stór­kost­legum hugs­unum mín­um. En það er eitt sem er öruggt. Ég verð að hafa mig alla við. Ég er að berj­ast við þetta augna­blik sem er núna. Augna­blik sem kemur aldrei aft­ur. Skref sem verður aldrei stigið aft­ur. Ég er í raun­inni í jóga. Ég er í augna­blik­inu, ann­ars væri mér lífs­ins ómögu­legt að kom­ast áfram. Ef ég leyfði mér að hugsa um næsta áfanga­stað, hvíld, mat eða hvar við vorum áðan, þá væri ég búin að vera. Slíkar hugs­anir draga úr allan mátt. En það er nefni­lega það sem ég geri svo oft í mínu venju­lega umhverfi. Nú er ég komin í nýjar aðstæður og ég verð að vera í augna­blik­inu og ég sæki kraft­inn í þetta eina augna­blik. Og sem betur fer kemur nýtt augna­blik á eftir þessu sem var að líða og þannig kemst ég áfram. Til eilífð­ar. Þannig renn ég inní ein­hvern áður óþekktan tíma, næ sam­bandi við áður óþekkta orku, ég gleymi mér, þetta er nú algleymi ef algleymi er til. Samt er þessi bless­aður Fimm­vörðu­háls ekki eins ógn­væn­legur og ég hélt. Ég hélt hann væri sam­settur úr snar­bröttum og sleipum hamra­veggj­um. Við göngum bara og göngum og stundum er eitt­hvað talað en svo passar líka vel að þegja. Það heyr­ist svo mikið í þögn­inni. En þetta er afskap­lega mikið af gráu grjóti, gróðr­inum fer fækk­andi og þarna blasir Mýr­dals­jök­ull við í allri sinni dýrð. Það er ein­hver sér­stök orka frá jökl­um. Ég er farin að þekkja jökla úr, frá venju­legum snævi­þöktum tind­um. Og þarna sést langt inná öræf­in, þar sem tón­listin verður til og flýtur til byggða einsog raf­magn­ið. Svo förum við yfir Helj­ar­kamb og í gegnum gat á kletti. Við höfum stoppað nokkrum sinnum á leið­inni til að kasta mæð­inni en nú er komið að því að fá sér nesti. Útsýnið gefur auga leið, svo langt sem augað eyg­ir. Gústav telur upp nöfn á fjöllum sem sjást og þarna segir hann og bendir er Hrafn­tinnu­sker. Það rýkur úr því. Þá gat mig ekki grunað að mán­uði seinna væri ég að labba um uppá Hrafn­tinnu­skeri í blind­byl og glæ­nýjum fjall­göngu­skóm. Og hrafn­tinnumol­arnir einsog lakk­rís­bitar all­tíkring. Fjall sem við fórum yfir áðan er full­kom­lega flatt að ofan.

Þarna er hægt að hafa dans­gólf, sting ég uppá.

Já, þetta er fínt pláss fyrir fimm­hund­ruð manns og allir að dansa samba.

Og hljóm­sveitin Júpít­ers uppá þessum tindi þarna.

Það væri gaman að hafa nokkra sax­ó­fón­leik­ara ofaná tind­un­um. Landið svona fag­urt og frítt og tón­arnir titr­uðu frá fjalli til fjalls uns þeir ómuðu um allt land. Hóp­ur­inn er í voða fínum skóm, nema ég er í upp­háum leð­ur­skóm með hæl, ekki mjög háum en nóg til þess að geta sagt seinna að ég hafi farið í hæla­háum skóm yfir Fimm­vörðu­háls. Þér að segja lærði ég að ýkja á Horn­strönd­um.

Þú getur sagt að þú hafir farið á hæla­háum skóm yfir Fimm­vörðu­háls.

Ég er líka með síðan kjól í bak­pok­an­um.

Þegar þú ert komin í kjól­inn skal ég gefa þér rós­ina. Gústav Stolzen­vald hefur nefni­lega skreytt bak­pok­ann sinn með rós. Rósin er rauð, ættuð úr Dals­garði í Mos­fells­sveit en það er orð­inn siður hjá honum að ferð­ast með rósir yfir öll fjöll. Af hverju?

 Hóp­ur­inn er í voða fínum skóm, nema ég er í upp­háum leð­ur­skóm með hæl, ekki mjög háum en nóg til þess að geta sagt seinna að ég hafi farið í hæla­háum skóm yfir Fimm­vörðu­háls. Þér að segja lærði ég að ýkja á Horn­strönd­um. 

Það liggur eig­in­lega í augum uppi. Bara furðu­legt að engum skuli hafa dottið það í hug fyrr. Hann seg­ist líka vera að prófa hvað íslenskar rósir þoli mik­ið. Í einni ferð­inni skreytti hann Tinda­fjalla­jökul með gadd­freðnum rós­um. Svo eru þetta líka veislurós­ir. Ferða­lög Allsnægta­klúbbs­ins eru hugsuð eins og veisl­ur. Og á leið­ar­enda eru rós­irnar settar í vasa undir borð­hald­inu sem fer fram á allsnægta­borð­inu. Á allsnægta­borði er allt sem mann vant­ar. Ef það vantar ekki neitt er ekk­ert á borð­inu en það er samt allsnægta­borð. Ef mann langar í lamba­lund­ir, rósir og rauð­vín eru það allsnægt­ir. Og þegar hóp­ur­inn stopp­ar, til að kasta mæð­inni eða dást að útsýn­inu fáum við að þefa af rósinni og fáum kraft úr ilm­in­um. Þetta full­yrðir leið­sögu­mað­ur­inn alveg blá­eygur og við trúum honum og endar með að sumir eru orðnir svo trú­aðir að þeir biðja um rósailm. Ilmur lyftir upp augna­blik­inu einsog tón­list eða bros. Þegar ég er leið fæ ég mér stundum ilm­vatn og þá er allt annað að vera leið­ur. En áfram göngum við og göng­um, rétt einsog við séum að leita að til­gangi lífs­ins. Nú erum við komin á sporð Eyja­fjalla­jök­uls, sem end­ur­kastar sól­ar­ljós­inu. Ein­staka sinnum mætum við öðrum sem eru líka að leita að til­gangi lífs­ins. Og Gústav seg­ir:

Það er skrít­ið, menn rétt heils­ast á fjöllum nú orð­ið. Í gamla daga, ef maður hitti mann á fjöll­um, urðu þeir kannski vinir til ævi­loka.

Þeir skrif­uð­ust alla­vega á, segir hand­rita­fræð­ing­ur­inn.

Við erum uppá háháls­in­um. Urð og grjót, ekk­ert nema urð og grjót og allt grátt og snjó­skafl­ar. Við erum í þús­und metra hæð og héðan liggur leiðin í sælu­hús. Þar sitja sautján draugar til borðs og segja drauga­sögur af öðrum draug­um. Við ákveðum að trufla ekki en setj­umst út á ver­önd­ina og viti menn: Þarna sést haf­ið, langt, óra­langt í burtu og fyrir neð­an. Hafið og landið mæt­ast og renna saman svo skilin verða óljós einsog skil him­ins og hafs geta orð­ið. Sumir staupa sig, aðrir segja sögur eða fara með vísur og við sitjum hér, þessi dálitli hópur og eng­inn í heim­inum veit um okk­ur. Það er sumar en það gæti skollið á hríð og þá yrðum við að hreiðra um okkur í sælu­hús­inu ásamt draug­unum og bíða þar til veðr­inu slot­aði eða láta fyr­ir­ber­ast þangað til okkur yrði bjarg­að. Leið­sögu­mað­ur­inn notar tæki­færið og segir okkur allt um hinn íslenska smala, sem hann vill hefja til vegs og virð­ing­ar. Og svo er farið með vís­ur, það er merki­legt, á ferða­lögum er alltaf verið að syngja söngva, segja sögur og fara með vís­ur. Gústav lofar okkur að heyra vísu eftir Sólon Íslandus, sem er svona:

Ég er gull og ger­semi,

gim­steinn elsku­rík­ur.

Ég er djásn og dýr­mæti,

drottni sjálfum lík­ur.

Þessi vísa er sjálfs­trausts­yf­ir­lýs­ing Allsnægta­klúbbs­ins. Það er mjög gott að finna sér fínt fjall og láta hana berg­mála. Svo getur maður líka búið til berg­mál með fólki. Þá leikur fólkið fjall­ið. Og áfram er haldið af stað. Allt verður svo ljóst á ferða­lög­um. Og manni verður ljóst að lífið er ferða­lag. Það er ekki bara klisja. Það fer að halla undan fæti, við kröngl­umst yfir og gegnum meira grjót, mela og klappir og klung­ur. Þá skyndi­lega einsog úr annarri ver­öld birt­ist nýtt efni, vatn. Streym­andi vatn, mjúkt, glitr­andi, sveigj­an­legt, bjart, and­stæða grjóts­ins. Þetta er líf­ið, lífið sem kemur í ljós. Þarna streymir lífið niður fjall­ið, og glitr­ar. Þetta er efnið sem kveikir og það er súr­efni í því og sólin skín á það. Þetta eru allsnægt­ir, töfr­ar: Vatn, sól­skin og súr­efni. Og brátt kemur áin í ljós, Skógá með öllum sínum fögru og fínu fossum sem eru einsog perlur þræddar á festi. Hver foss gæti sómt sér á póst­korti, það veit bara eng­inn um þá. Mjóar spræn­ur, glað­ir, tign­ar­leg­ir, fyndn­ir, tveir sam­an, fossandi niður gil og kletta, Sumt eru flúðir og við ríf­umst um hvað sé foss og hvað flúð­ir. En þetta er ótrú­leg fjöl­breytni og einn er meirað­segja aftan úr grárri forn­eskju, mosa­vax­inn foss, hvort sem þú trúir því eða ekki. All­tíeinu finnur maður tím­ann, því tím­inn er foss sem streymir áfram og eina sem ég get gert er að reyna að vera í þessu augna­bliki, beisla þannig tím­ann og fá orku til að lifa og streyma í far­vegi. Það eru stans­laus undur á leið­inni og auð­velt að dvelja heilan dag við hvern foss. Og Skóg­ar­foss sjálf­ur, kór­óna þessa sköp­un­ar­verks, það dynur í honum og hann steyp­ist niður og lætur mann ekki gruna alla þessa fögru bræður hans og syst­ur. Maður stendur bara fyrir framan Skóg­ar­foss og hverfur inní úðann og af því hann er svo mont­inn og til­komu­mik­ill fer maður ekk­ert að gá að hinum foss­un­um. Og við steyp­umst niður brekk­una með­fram Skóg­ar­fossi. Fyrir neðan bíður rút­an. Ég komst alla leið, á háum hælum og ber­fætt með blöðrur en alsæl og að springa úr ham­ingju og í sund­laug­inni að Selja­völlum finn ég að allt inní mér er orðið stærra. Það er all­tíeinu miklu meira pláss í heim­in­um, meiri feg­urð, meira líf, allsnægtir og ég sé mig fyrir mér uppá ein­hverjum fjallstindi, ég er alein og ég kalla með öllum lík­am­anum og það berg­málar úr öllum átt­um: Ég elska Ísland.

 Og Skóg­ar­foss sjálf­ur, kór­óna þessa sköp­un­ar­verks, það dynur í honum og hann steyp­ist niður og lætur mann ekki gruna alla þessa fögru bræður hans og syst­ur. Maður stendur bara fyrir framan Skóg­ar­foss og hverfur inní úðann og af því hann er svo mont­inn og til­komu­mik­ill fer maður ekk­ert að gá að hinum foss­un­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None