Ekki fer milli mála að þær greinar stjórnarskrárinnar sem fjalla um forsetaembætttið eru allar virkar þótt þeim hafi ekki nema að huta til verið beitt á lýðveldistímanum. Það var staðfest með því að núverandi forseti ákvað að nota 26. grein stjórnarskrárinnar til að vísa lögum frá Alþingi til þjóðarinnar. Ef Sturla H. Jónsson verður kjörinn forseti mun hann óhikað leita fulltingis þjóðarinnar um synjun eða samþykki laga berist forsetaembættinu yfir 25.000 undirskriftir þess efnis. Þannig hyggst Sturla koma að forsetaembættinu; hann mun gegna því samkvæmt orðanna hljóðan og sinna störfum sínum sem æðsti embættismaður þjóðarinnar eftir þeim starfsreglum sem gilda um forseta í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Nú er svo komið, eftir að hafa fengið undirskriftir þriggja þúsunda meðmælenda, að Sturla hefur ákveðið að gefa kost á sér til eina þjóðkjörna embættis íslensku þjóðarinnar; embættis forseta lýðveldisins.
Allt frá árinu 2008 hefur Sturla verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Mörgum er minnistæð barátta hans og félaga hans það ár fyrir lækkuðu eldsneytisverði sem hafði áhrif á lánskjaravísitölu heimilanna í landinu. Árið eftir hélt Sturla til Noregs þar sem hann fékk vinnu til að geta séð fjölskyldu sinni farborða í afar breyttu fjárhagslegu ástandi á Íslandi. Þegar hann sneri aftur 2010 sá hann að hann gæti ekki látið kjör fólks í landinu afskiptalaus. Hann hóf þá baráttu sem enn sér ekki fyrir endann á sem sneri að lögmæti lána, hegðan lánastofnana gagnvart viðskiptavinum sínum með fulltingi sýslumanna, úrræðaleysis og afskiptaleysis annarra stjórnvalda gagnvart þeim.
Allt frá árinu 2008 hefur Sturla verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Mörgum er minnistæð barátta hans og félaga hans það ár fyrir lækkuðu eldsneytisverði sem hafði áhrif á lánskjaravísitölu heimilanna í landinu.
Sturla er fæddur í Reykjavík 4.nóvember 1966. Hann ólst upp í Breiðholti, hann var nemandi í Fellaskóla og í sveit á sumrin þar sem hann lærði að taka til hendinni. Strax að grunnskólaprófi loknu hóf Sturla atvinnuþátttöku sína aðeins 15 ára gamall. Óhætt er að fulllyrða að hann hafi margvíslega reynslu á vinnumarkaði; fyrst hjá rafvirkjum þar til hann tók að róa til fiskjar á vertíðarbátum og smærri bátum, fjórar vertíðar uns hann sneri í land og tók til starfa við jarðvinnu hjá ýmsum verktökum. Hann hefur einnig starfað við járnsmíði, bifvélavirkjun, húsbyggingar og fleiri iðngreinar. Of langt mál væri að telja allt það sem Sturla Jónsson hefur unnið við á 35 ára starfsævi. Árið 1998 fannst honum kominn tími til að nýta reynslu sína til að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur sem hann sinnti af kostgæfni allt til ársins 2008; þess eftirminnilega árs.
Undanfarin ár hefur Sturla gaumlesið grundvallarlög samfélagins er varða réttindi og skyldur borgara og valdhafa; stjórnarskrána sjálfa. Til aukins skilnings grandskoðaði hann hugmyndir þeirra sem sömdu lýðveldisstjórnarskrána og hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrst og fremst beri að fara eftir eftir orðanna hljóðan. Þannig hyggst Sturla koma að forsetaembættinu; hann mun gegna því samkvæmt orðanna hljóðan og sinna störfum sínum sem æðsti embættismaður þjóðarinnar eftir þeim starfsreglum sem gilda um forseta í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Undanfarin ár hefur Sturla gaumlesið grundvallarlög samfélagins er varða réttindi og skyldur borgara og valdhafa; stjórnarskrána sjálfa.