Hjartað í Vatnsmýri

Guðmundur Kristján Jónsson
Auglýsing

Það er alltaf ánægju­legt þegar umræðan um flug­völl­inn í Vatns­mýri kemst í hámæli líkt og þessa dag­ana. Fá mál skipta þjóð­ina meira máli en þetta til­tekna lands­svæði í hjarta Reykja­víkur og ósk­andi væri að dómur hæsta­réttar um lokun flug­braut­ar­innar sem staðið hefur til að loka ára­tugum saman yrði til þess að skipu­lags­mál í Reykja­vík verði að kosn­inga­máli í kom­andi kosn­ing­um. Það er nefni­lega hár­rétt hjá sér­hags­muna­að­ilum í flug- og ferða­þjón­ustu að það slær hjarta í Vatns­mýri og þar er flug­völl­ur­inn sann­kallað kransæða­kítt­i. 

Ein besta grein sem birt­ist á öldum ljós­vakans á síð­asta ári ber heitið Reykja­vík er fram­tíð Íslands en þar skýrir Gunnar Smári Egils­son á hnit­mið­aðan og vel rök­studdan hátt mik­il­vægi borg­ar­sam­fé­laga á 21. öld­inni með til­liti til efna­hags­mála. Stað­reyndin er sú að borgir knýja áfram hag­kerfi heims­ins og þar er Ísland engin und­an­tekn­ing. Þegar kemur að auknum lífs­gæð­um, félags­legu rétt­læti, aðgangi að heil­brigð­is­þjón­ustu og menntun stenst engin teg­und sam­fé­laga borgum snún­ing enda hefur vöxtur borga aldrei verið hrað­ari í mann­kyns­sög­unni. Meiri­hluti mann­kyns vill búa í borgum og sam­keppn­is­hæfni þjóða stendur og fellur með styrk borg­ar­sam­fé­laga. 

Á Íslandi er aðeins einn vísir að öfl­ugri borg og þar af leið­andi er það eitt stærsta hags­muna­mál þjóð­ar­innar að styrkja höf­uð­borg­ar­svæðið eins hratt og vel og kostur er. For­gangs­röðun skiptir öllu máli í því sam­hengi og þeim mun fyrr sem við áttum okkur á því að enn er mögu­leiki mið­svæðis á meðan dreifð úthverfi eru dauða­dæmd hvað hag­kvæmni og umhverf­is­sjón­ar­mið varð­ar, því betra. Mið­læg lands­svæði í borg­ar­um­hverf­inu eru jafn verð­mætar auð­lindir fyrir íslenska þjóð og fisk­ur­inn í sjónum og óspillt nátt­úra og við sem sam­fé­lag getum ekki með nokkru móti leyft okkur að nýta eina af bestu auð­lindum þjóð­ar­innar undir flug­völl. 

Auglýsing

Þetta kann allt saman að hljóma harka­legt og hroka­fullt en stað­reyndin er sú að Ísland er borg­ríki öðru fremur þrátt fyrir að sjálfs­mynd þjóð­ar­innar gefi annað til kynna. Ekk­ert mun styrkja aðrar byggðir lands­ins betur en sterk höf­uð­borg sem stenst sam­an­burð við aðrar borgir í heim­inum og ekk­ert okkar mun elska Ísa­fjörð minna þó svo að okkur tak­ist að laða eins og eitt til tvö alþjóð­leg og spenn­andi fyr­ir­tæki til Reykja­víkur með til­heyr­andi inn­spýt­ingu og lær­dóms­gildi fyrir íslenskt sam­fé­lag. Það felst engin stríðs­yf­ir­lýs­ing eða aðskiln­að­ar­stefna í því að aðhyll­ast heil­brigða skyn­semi og fylgja takti sam­tím­ans.

Þeir stjórn­mála­menn sem nú stefna að því láta kom­andi alþing­is­kosn­ingar snú­ast um hvort flug­völl­ur­inn eigi að vera áfram í Vatns­mýri eða ekki eru ekki bara hug­sjóna­lausir heldur bein­línis hættu­legir íslensku sam­fé­lagi. Ákvörð­unin sem við stöndum frammi fyrir er hvort finna eigi flug­vell­inum nýjan stað eða flytja hann til Kefla­vík­ur. Flókn­ara er málið ekki og öll rök um neyð­ar­flug og aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu eru ein­göngu tækni­leg  og póli­tísk úrlausn­ar­efni sem ein­falt er að leysa á þeim tímum sem almenn­ingur getur bókað ferðir út í geim á þráð­lausu neti í 35 þús­und feta hæð. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None