Forsetinn minn

SII.jpg
Auglýsing

Það eru um 30 ár síðan ég hitti Guðna Th. Jóhann­es­son fyrst. Við vorum saman í bekk tvö síð­ustu árin í menntó. Hann var ögn hlé­drægur með krullað hár sem þyrl­að­ist um höf­uðið á hon­um. Við bekkj­ar­systk­inin urðum sam­heldin og fljó­lega kom í ljós að Guðni var ein­stak­lega vel gerð­ur, skemmti­leg­ur, hjálp­legur og gáf­að­ur.

Við vorum svo heppin að vera í bekk með ynd­is­legu fólki sem hefur haldið hóp­inn. Við hitt­umst reglu­lega í hádeg­inu, alltaf á sama stað, með útsýni yfir gamla skól­ann. Með hverju árinu sem líður verða þessar stundir dýr­mæt­ari og gleðin yfir því að fá að hitta gömlu vin­ina hjart­an­legri. Við verðum aftur sömu krakk­arnir og við vorum í menntó en deilum um leið gleði og sorgum sem fylgja full­orð­ins­ár­un­um.

Auglýsing

Guðni hefur haldið hópnum sam­an. Boðað okkur til hádeg­is­funda, passað upp á stóraf­mæli og haldið okkur upp­lýstum ef eitt­hvað bjátar á hjá ein­hverju okk­ar. Þegar hann ákvað að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands fannst okkur gömlu bekkj­ar­systkin­unum þetta sjálf­sögð ákvörð­un. Guðni, sem hefur verið sam­ein­ing­ar­tákn okkar síð­ustu ára­tug­ina, er auð­vitað rétti mað­ur­inn í for­seta­emb­ætt­ið. Hann er mjög vinnu­sam­ur, vel að sér um sögu og stjórn­mál, glað­lynd­ur, heið­ar­legur og vin­sæll fræði­maður og funda­stjóri.

Við Guðni skegg­ræðum oft um mál­efni líð­andi stund­ar. Við erum oft sam­mála en alls ekki alltaf. En hann er mál­efna­legur og við virðum skoð­anir hvors ann­ars. Ég vil að for­seti Íslands sé full­trúi þjóð­ar­innar allrar en ekki afmark­aðra hópa. Ég veit að Guðni hefur til að bera þá reynslu, þekk­ingu og ábyrð­gar­til­finn­ingu sem góður for­seti þarf að búa yfir. En þegar öllu er á botn­inn hvolft þá kýs ég hann því mér þykir vænt um hann og ég sé hann fyrir mér bros­andi á hjól­inu með allan barna­skar­ann á leið­inni í búð­ina, sund eða skól­ann. Ég veit að Guðni yrði góður for­seti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None