Forsetinn minn

SII.jpg
Auglýsing

Það eru um 30 ár síðan ég hitti Guðna Th. Jóhann­es­son fyrst. Við vorum saman í bekk tvö síð­ustu árin í menntó. Hann var ögn hlé­drægur með krullað hár sem þyrl­að­ist um höf­uðið á hon­um. Við bekkj­ar­systk­inin urðum sam­heldin og fljó­lega kom í ljós að Guðni var ein­stak­lega vel gerð­ur, skemmti­leg­ur, hjálp­legur og gáf­að­ur.

Við vorum svo heppin að vera í bekk með ynd­is­legu fólki sem hefur haldið hóp­inn. Við hitt­umst reglu­lega í hádeg­inu, alltaf á sama stað, með útsýni yfir gamla skól­ann. Með hverju árinu sem líður verða þessar stundir dýr­mæt­ari og gleðin yfir því að fá að hitta gömlu vin­ina hjart­an­legri. Við verðum aftur sömu krakk­arnir og við vorum í menntó en deilum um leið gleði og sorgum sem fylgja full­orð­ins­ár­un­um.

Auglýsing

Guðni hefur haldið hópnum sam­an. Boðað okkur til hádeg­is­funda, passað upp á stóraf­mæli og haldið okkur upp­lýstum ef eitt­hvað bjátar á hjá ein­hverju okk­ar. Þegar hann ákvað að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands fannst okkur gömlu bekkj­ar­systkin­unum þetta sjálf­sögð ákvörð­un. Guðni, sem hefur verið sam­ein­ing­ar­tákn okkar síð­ustu ára­tug­ina, er auð­vitað rétti mað­ur­inn í for­seta­emb­ætt­ið. Hann er mjög vinnu­sam­ur, vel að sér um sögu og stjórn­mál, glað­lynd­ur, heið­ar­legur og vin­sæll fræði­maður og funda­stjóri.

Við Guðni skegg­ræðum oft um mál­efni líð­andi stund­ar. Við erum oft sam­mála en alls ekki alltaf. En hann er mál­efna­legur og við virðum skoð­anir hvors ann­ars. Ég vil að for­seti Íslands sé full­trúi þjóð­ar­innar allrar en ekki afmark­aðra hópa. Ég veit að Guðni hefur til að bera þá reynslu, þekk­ingu og ábyrð­gar­til­finn­ingu sem góður for­seti þarf að búa yfir. En þegar öllu er á botn­inn hvolft þá kýs ég hann því mér þykir vænt um hann og ég sé hann fyrir mér bros­andi á hjól­inu með allan barna­skar­ann á leið­inni í búð­ina, sund eða skól­ann. Ég veit að Guðni yrði góður for­seti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None