Betra að halda sig við málefnalega umræðu

ragnheiður elín árnadóttir
Auglýsing

„Það er ekki þörf á tveimur Kára­hnjúka­virkj­un­um. Og það hefur hvergi komið fram að mér vit­andi, og svo sann­ar­lega ekki í þess­ari skýrslu og ekki í neinu sem við höfum lagt til. Skýrslan ­gerir ein­göngu ráð fyrir að það séu um 250 mega­vött úr hefð­bundnum virkj­unum eins og við þekkjum þær, sem er ígildi einnar Hraun­eyj­ar­foss­virkj­unnar eða innan við helm­ing af einni Kára­hnjúka­virkj­un.“ 

Þetta sagði Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, í við­tali við RÚV þegar hann var spurður að því, hversu mikið Lands­virkjun þyrfti að virkja til að upp­fylla þarfir fyrir for­sendur lagn­ingar sæstrengs milli Íslands og Bret­lands. 

Óhætt er að segja að þetta sé annað en kom fram á fundi sem iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, stóð fyr­ir. Á þeim ann­ars ágæta fundi, þar sem ítar­legar skýrslur um sæstreng­inn voru kynnt­ar, sagði hún að málið væri stórt og við­kvæmt, og nefndi sér­stak­lega sjálf, að virkja þyrfti til við­bótar sem næmi um tveimur Kára­hnjúka­virkj­un­um. 

Auglýsing

Ekki er annað að sjá, þegar skýrsl­urnar sem kynntar voru á fyrr­nefndum fundi eru skoð­að­ar, en að þetta sé rétt sem Hörður nefn­ir. Hvergi hefur verið á það minnst, að virkja þurfi til við­bótar sem nemur um tveimur Kára­hnjúka­virkj­un­um. 

Það er lág­marks­krafa að stjórn­völd haldi sig við mál­efna­lega umræðu um þessi mál, sér­stak­lega þegar fyrir liggur að rík­is­stjórnin ætlar ekki að taka neina afstöðu til verk­efn­is­ins, heldur að láta næstu rík­is­stjórn um það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None