Viðreisn vill markaðslausn í sjávarútvegi - Hluti kvóta árlega á markað

Skip sjávarútvegur fiskur
Auglýsing

Núver­andi rík­is­stjórn gæti vel staðið undir nafn­inu Sér­hags­muna­stjórnin. Veiði­gjald hefur verið lækkað og öllum almenn­ingi er mis­boð­ið. Það verður aldrei sátt um kerfi sem ívilnar útgerð­ar­mönnum og gjaldið er ákveðið af póli­tíkusum og emb­ætt­is­mönn­um. Það er bæði almenn­ingi og útgerð­inni nauð­syn­legt að ná sáttum í þessu máli þar sem reynt er að nálg­ast nokkur ein­föld meg­in­sjón­ar­mið. Það er stefna Við­reisnar að afgjaldið ráð­ist á mark­aði þar sem ákveð­inn hluti kvót­ans verði boð­inn upp á hverju ári.

Lausnin er kynnt hér á eft­ir. Sumum kann að virð­ast hún flók­in, en í raun er hún sára­ein­föld. Á hverju ári fer ákveðið hlut­fall kvót­ans á upp­boðs­mark­að, til dæmis 5 til 8%. Tekjur rík­is­ins ráð­ast ekki af því hvaða flokkar eru í rík­is­stjórn heldur af mark­aðs­að­stæðum á hverjum tíma.

Skil­yrði fyrir sátt 

Í fljótu bragði má nefna fjögur eða fimm atriði sem ekki ætti að vera mik­ill styr um. Vissu­lega eru nokkrir útgerð­ar­menn sem telja að væn­leg­ast sé að setja undir sig haus­inn og hlusta ekki á „vit­leys­ing­ana“ en margt bendir til þess að áhrif þeirra fari minnk­andi. Afkoma af flestum útgerð­ar­fyr­ir­tækjum hefur verið ágæt að und­an­förnu og því hvati fyrir útgerð­ina að festa í sessi kerfi sem tryggir að svo verði áfram, svo fremi að ekki verði afla­brest­ur. 

Auglýsing

Mark­miðin sem nást eiga eru: 

  • Greitt sé sann­gjarnt gjald fyrir aðgang að auð­lind­inni 
  • Gjaldið sé mark­aðstengt 
  • Tryggt sé að umgjörðin sé stöðug til fram­búð­ar 
  • Nýliðun sé mögu­leg 

Hvatt sé til hag­ræð­ingar og hámarks arð­semi til lengri tíma lit­ið. Þessi mark­mið eiga að vera af því tagi sem „sann­gjarnir menn“ fall­ast á að séu æski­leg. Við munum víkja nokkuð að þeim hverju um sig hér á eft­ir.

Um hvað er deilt? 

Almenn­ingur er ekki sáttur við einka­eign á sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Þannig eru fiski­stofn­arnir skil­greindir sam­kvæmt lögum og mik­ill meiri­hluti þeirra sem tók þátt í atkvæða­greiðslu um til­lögur stjórn­ar­skrár­nefndar var þeirrar skoð­unar að þannig ætti það að vera. Flokk­arnir hafa líka lýst því yfir að þeir séu til­búnir að festa slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrá. Á móti er ekki óeðli­legt að spurt sé: Hver hlúir að sam­eign og gætir þess að vel sé um hana geng­ið? 

Kvóta­kerfið með reglum um nýt­ing­ar­rétt til langs tíma stuðlar að því að útgerðin fari ekki ráns­hendi um auð­lind­ina til þess að ná í skamm­tíma­hagn­að. Ekki er langt síðan útgerðin var rekin á núlli með síend­ur­teknum geng­is­fell­ingum en nú er öldin önn­ur. Fólk sem rak útgerð sem barð­ist í bökkum er skyndi­lega auð­kýf­ingar á montjeppum með villur úti í erlendum paradís­um. Þetta svíður mörg­um, en það gleym­ist að sjáv­ar­út­vegur er ekki lengur á fram­færi þjóð­ar­innar heldur arð­bær atvinnu­grein. 

Stór hluti af hag­ræð­ing­unni felst í því að kvót­inn gengur kaupum og söl­um. Mark­að­ur­inn veldur því að þeir sem best standa sig kaupa af hin­um. Stór hluti kvót­ans hefur færst milli fyr­ir­tækja frá árinu 1984 og það sjón­ar­mið heyr­ist að ósann­gjarnt sé að taka af mönnum það sem þeir hafa keypt. Á móti kemur að því hefur aldrei verið lofað að kvót­inn væri var­an­leg­ur. Loks er það vitað og hefur valdið óvissu og ugg að lög­gjaf­inn getur breytt kerf­inu og skoð­anir eru mjög skiptar á því. Á síð­asta kjör­tíma­bili var komið á ákveðnu gjaldi sem nú er breytt aft­ur. Það er auð­vitað erfitt fyrir útgerð­ar­menn að reka fyr­ir­tæki ef sífellt er verið að hringla í kerf­inu.

Stjórn­mála­menn flækj­ast fyr­ir 

Því má aldrei gleyma að frjálst fram­sal kvót­ans komst á undir vinstri stjórn­inni 1988-91 og var lík­lega þarfasta verk þeirrar stjórn­ar. Síðan hafa verið gerðar ýmsar breyt­ingar en hin seinni ár hefur áhugi stjórn­mála­manna einkum verið á því að flækja kerf­ið. Þeir vilja nú veiði­gjald sem er ákveðið af stjórn­mála­mönnum (eða emb­ætt­is­mönn­um) en tekur ekki mið af mark­aði. Þetta leiðir til þess að eitt kíló af þorski kostar ekki það sama fyrir alla. Spurt er um aðstæður í rekstri og þeir sem mikið skulda fá afslátt. Flestum þætti það ein­kenni­leg við­skipta­að­ferð við bens­ín­dæl­una. 

Sjáv­ar­út­vegur er nú blóm­legur og skilar arði en þurfti áður marg­vís­lega styrki. Þetta má öðru fremur þakka kvóta­kerf­inu sem dró úr offjár­fest­ingu. Fiski­stofnar eru lík­lega að stækka eftir langa mæðu. Á sama tíma hefur útgerðum fækkað og þær stækk­að. Sumir telja þessa þróun nei­kvæða, því að víða hefur útgerð færst frá stöð­um. Má þar nefna Rauf­ar­höfn og Þing­eyri, en dæmin eru fleiri. 

Í til­lögum sem lagðar voru fram árið 2010 var flókið kerfi „potta“ sem stjórn­mála­menn eða emb­ætt­is­menn áttu að deila út. Þetta frum­varp var svo vit­laust að í grein­ar­gerð­inni sem með því fylgdi var því fundið allt til for­áttu sem mun eins­dæmi. Það vekur þó athygli að ýmsir þing­menn sem á hátíð­ar­stundum kenna sig við frjálsa sam­keppni vilja alls ekki hleypa mark­aðs­öfl­unum að til þess að ákveða veiði­gjaldið sem þó er almenn regla á Íslandi, til dæmis á húsa­leigu­mark­aði. Ekk­ert kerfi sem byggir á ákvörð­unum emb­ætt­is­manna, und­an­þágum og sér­reglum nær að upp­fylla kröfur um sann­girni.  

Sann­gjarnt gjald 

Sann­gjarnt gjald er auð­vitað ekki mjög nákvæmt orða­lag. Það sem einum finnst ódýrt finnst öðrum okur, allt eftir við­horfi og aðstæð­um. Því er rétta svarið við því hvað er „sann­gjarnt“: „Það sem mark­að­ur­inn ber“. 

Á húsa­leigu­mark­aði er það ekki nefnd emb­ætt­is­manna eða laga­setn­ing sem ræður leig­unni heldur fram­boð og eft­ir­spurn. Hvers vegna skyldu veiði­heim­ildir vera verð­lagðar með öðrum hætti? Og hvað veldur því að þær kosta mis­mikið eftir því hver kaup­and­inn er? Á leigu­mark­aði er ekki óal­gengt að menn borgi í árs­leigu milli 8 og 12% af verð­mæti hús­eign­ar. Þetta er engin regla, en reynslan bendir til þess að þessi gildi séu nærri lagi. Hér þarf að hafa í huga að hús­eig­and­inn þarf að huga að við­haldi fast­eign­ar­inn­ar, borga af henni trygg­ingar og fast­eigna­gjöld og ber áhættu af því að leigj­and­inn sé ekki skil­vís. Ávöxtun hluta­bréfa er að jafn­aði um 7% af mark­aðs­verði til lengri tíma lit­ið. V/H-hlut­fallið svo­nefnda (verð­mæti félags deilt með árs­hagn­aði) virð­ist yfir­leitt enda nálægt 15 þó að sveiflur séu auð vitað mikl­ar. Þetta svarar til um 6,7% ávöxt­un­ar. „Rétt tala“ er eflaust nær arð­inum en húsa­leigunni. Við getum miðað við að ríkið geti fengið milli 5 og 8% arð af auð­lind­inni. Talan yrði ekki fast­á­kveðin frá ári til árs heldur réð­ist af mark­aðs­að­stæðum og verði á afla­heim­ild­um. Fram­boð og eft­ir­spurn ráða sem sagt för en ekki stjórn­mála­menn.

Mark­aðs­leið að sann­gjörnu gjaldi

Nú er verð á sjáv­ar­af­urðum síbreyti­legt, mark­aðs­að­stæður eru mis­jafnar og ekki er alltaf á vísan að róa um gæft­ir. Afla­heim­ild­irnar hafa sveifl­ast frá ári til árs (sjá mynd) en á hverju ári er gefið að úthlutað er ákveðnum heild­ar­kvóta. Útgerðir hafa haft ákveðna pró­sentu af hverri teg­und fyrir sig, en ekki fyr­ir­fram ákveð­inn tonna­fjölda. Leiðin sem hér er lýst tekur mið af þessu.

Á hverju ári er ákveðnu hlut­falli afla­heim­ilda úthlutað til kvóta­hafa. Þetta hlut­fall gæti verið á bil­inu 90 til 95% af kvót­anum frá fyrra ári og fyrir þetta greiða menn ekki neitt. Það sem eftir er, 5 til 10%, yrði sett á til­boðs­markað þar sem allir gætu boðið í heim­ild­irn­ar. Með þessu móti ræðst afgjald rík­is­ins af aðstæðum á mark­aði. Þegar vel árar bjóða menn hátt, ann­ars lægra. Allir fylgja sömu regl­um, þ.e. ekki er hag­stætt að skulda eða vera á ann­ars konar fleyi en aðr­ir. Kíló kostar það sama og kíló, sama hver kaup­and­inn er. Þeir sem ekki geta greitt þurfa ekki að taka þátt í upp­boð­un­um. 

Leiðin sam­einar ýmsa kosti sem nauð­syn­legt er að upp­fylla. Mark­að­ur­inn sér um að greitt er hóf­legt gjald fyrir aðgang að auð­lind­inni. Allir eru jafnir fyrir kerf­inu. Ekki er horft á hvenær rétt­indi voru keypt, heldur aðeins hver staðan er í lok árs. Nýi kvót­inn er alveg jafn­settur þeim gamla, þannig að ekki þarf að halda utan um hvað var keypt hvenær. Nýliðun er ein­föld, öllum er heim­ill aðgangur að upp­boð­un­um, og þeir sem upp­fylla þau skil­yrði að geta gert út á Íslands­mið geta allir boð­ið.

Lítið dæmi

Tökum til ein­föld­unar dæmi um þrjú fyr­ir­tæki sem vilja gera út. Köllum þau Alfa, Beta og Gamma. Alfa og Beta hafa lengi verið í útgerð, en Gamma er nýstofn­að. Alfa á 6% kvót­ans og Beta 4%, en Gamma á eðli máls­ins sam­kvæmt ekki neitt. Hér er gert ráð fyrir því að 10% afla­heim­ilda fari á upp­boð, en það er aðeins gert til þess að ein­falda útreikn­inga. Gera má ráð fyrir að hlut­fallið verði lægra.

Fyrsta ár. Alfa fær án end­ur­gjalds 5,4% af heild­ar­kvót­anum og Beta 3,6% af honum (bæði 90% af því sem þau höfðu árið áður). Gamma fær ekki neitt. Á upp­boð­inu ákveður Alfa að kaupa ekki neitt, Beta kaupir 1,4% og Gamma nær 2,0%. 

Á fyrsta ári eru veiði­rétt­ur­inn því þannig að Alfa er með 5,4% (5,4+0), Beta fær 5,0% (3,6+1,4) og Gamma 2,0% (0+2,0). 

Annað ár. Alfa fær án end­ur­gjalds 90% af 5,4% eða 4,86%. Beta fær 4,5% og Gamma 1,8% (bæði 90% af því sem þau höfð­u). Á upp­boð­inu ákveður Alfa að kaupa ekki neitt, Beta kaupir 0,5% og Gamma kaupir aftur 2,0%. 

Á öðru ári er veiði­rétt­ur­inn því þannig að Alfa er með 4,86% (4,86+0), Beta hefur 5,0% (4,5+0,5) og Gamma 3,8% (1,8+2,0). 

Þannig heldur þetta áfram koll af kolli á hverju ári. Ekki þarf bók­hald um það hvenær hvert kíló var keypt og menn eiga auð­velt með að reikna hve stóran hluta afla­heim­ild­anna þeir fá end­ur­gjalds­laust.

Stöðugt rekstr­ar­um­hverfi 

Þrátt fyrir að rekstur útgerð­ar­fyr­ir­tækja hafi gengið vel almennt und­an­farin ár hefur óvissan um fram­tíð­ar­kerfi valdið því að að margar útgerðir hafa dregið við sig nauð­syn­legar fjár­fest­ing­ar. Því er það mik­ils virði fyrir þjóð­ina alla að sátt náist um kerfi til fram­búð­ar. 

Um pró­sent­una sem útdeilt er án end­ur­gjalds þarf að nást sam­komu­lag, en þegar hún er komin á þarf hún að hald­ast stöðug, þannig að útgerð­ar­menn geti gert rekstr­ar­á­ætl­anir til langs tíma. Þó má vel hugsa sér að gefin sé stutt aðlögun þar sem byrjað er á hærri pró­sentu sem lækkar ár frá ári. Mik­il­vægt er að tryggð sé lág­marks tíma­lengd þeirra rétt­inda sem útgerðin kaupir á upp­boðum rík­is­ins, t.d. með einka­rétt­ar­legum samn­ing­um. 

Í útgerð eru auð­vitað alltaf sveifl­ur, en í stöð­ug­leika felst að regl­urnar séu þær sömu í langan tíma og menn geti lagað sig að þeim, til dæmis þegar þeir ákveða fjár­fest­ing­ar. Skip og veið­ar­færi eru dýr og ekki tjaldað til einnar næt­ur. 

Sveiflur á heild­ar­virði kvóta hverrar útgerðar yrðu minni en sveiflur hafa verið á heild­ar­kvóta (sjá mynd af leyfi­legum heild­ar­afla). Loks ber að leggja áherslu á að þær útgerðir sem eiga í tíma­bund­inni fjár­þröng geta sleppt því að bjóða í kvóta í upp­boð­um. Þær geta svo komið inn á mark­að­inn aftur þegar betur árar hjá þeim. 

Á mynd­inni sést að nokkrar sveiflur hafa verið í heild­ar­afla­heim­ildum í þorskígildistonnum talið. Stað­al­frá­vik sem hlut­fall af með­al­tali af öllum teg­undum nema upp­sjáv­ar­fiski er um 12%. Í upp­sjáv­ar­fiski (síld og loðnu) er stað­al­frá­vik sem hlut­fall af með­al­tali miklu hærra eða um 51%. Af þessu má sjá að hlut­fallið 5-10% (sem eru heim­ild­irnar sem greiða þarf fyr­ir) er innan við þá sveiflu sem verið hef­ur. Áfram yrði öllum til góðs að auð­lindin yxi og dafn­aði.



Tækni­leg atriði 

Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að fram­sal afla­heim­ilda verði leyft áfram eins og verið hef­ur. Áfram yrði þak á því hve stóran hluta heild­ar­kvót­ans ein­stakir aðilar mættu eiga. Þakið er nú 12%. Vel kemur til greina að gera kröfu um það að félög sem eigi meira en ákveð­inn hluta kvót­ans, til dæmis 5%, séu skráð á mark­aði. Þá er ákveðin dreif­ing á eign­ar­að­ild tryggð. Setja mætti stíf­ari reglur um fyr­ir­tæki sem ráða stærri hlut kvót­ans. 

Auð­vitað þarf að skoða mörg atriði bet­ur. Upp­boðs­kerfið sjálft er verk­efni útaf fyrir sig og fellur utan þess­arar grein­ar. 

Engar líkur eru á því að Evr­ópu­sam­bands­að­ild myndi breyta þessum hug­mynd­um. Sam­bandið hefur ekki skipt sér af því hvernig hvert ríki um sig skiptir kvót­anum og nýlega hefur það opnað á sjálf­stjórn ákveð­inna svæða fjarri öðr­um. Með því er aðild Íslands að sam­band­inu ein­földuð til muna. 

Flestar útgerðir nota þegar evru í sínu bók­haldi, þannig að nýr gjald­mið­ill myndi ekki þvæl­ast fyrir þeim. Hluti af sátt­inni væri að almenn­ingur fengi að nýta sömu mynt og útgerðin hefur þegar val­ið.

Sátt um með­al­tal sér­hags­muna er lít­ils virði. Leiðin sem hér er kynnt upp­fyllir skil­yrði sem ætla má að flestir sann­gjarnir menn, sem ekki vilja verja þrönga eig­in­hags­muni, geti fall­ist á. Hún er ein­föld og íþyngir ekki illa stöddum útgerð­um. Því ætti útfærsla á henni að vera öllum í hag. 

Næst nið­ur­staða? 

Við­reisn setur sam­stöðu um slíka nið­ur­stöðu á odd­inn í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eftir kosn­ing­ar. Með henni fær almenn­ingur sann­gjarnan arð af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Eðli­lega velta menn því fyrir sér hvort þessi leið geti sætt menn fremur en aðr­ar. Hún á að geta gert það ef menn fall­ast á þau grund­vall­ar­sjón­ar­mið sem sett voru fram í fyrri hluta grein­ar­inn­ar. 

Á tíma síð­ustu rík­is­stjórnar náð­ist ákveðin nið­ur­staða í nefnd sem stýrt var af Guð­bjarti Hann­essyni og svo virt­ist sem hægt væri að sætta ólík sjón­ar­mið. Fljót­lega kom þó bakslag og rík­is­stjórnin fór allt aðra leið. Því er ekki að neita að svo virt­ist sem heift og óbil­girni á báða bóga hefði tekið við af sátt­fýsi. Núver­andi rík­is­stjórn hefur kapp­kostað að gæta þess að sem mest af hagn­aði af auð­lind­inni fari til útgerð­ar­manna, en sem minnst til almenn­ings.

Eðli­legt væri að banna að fyr­ir­tæki sem fá úthlutað gæðum frá rík­inu styrki stjórn­mála­flokka. Það dregur úr tor­tryggni um hverra hag­muna stjórn­mála­menn gæta.

Meira um útfærslu og aðrar leiðir má lesa hér:

Axel Hall, Daði Már Krist­ó­fers­son, Gunn­laugur Júl­í­us­son, Stefán B. Gunn­laugs­son, Sveinn Agn­ars­son og Ögmundur Knúts­son (2011): Grein­ar­gerð um hag­ræn áhrif af frum­varpi til nýrra laga um stjórn fisk­veiða. 

Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands (2010): Skil­virkni mark­aða fyrir afla­heim­ild­ir. 

Þor­kell Helga­son og Jón Steins­son (2010): Ráð­stöfun afla­hlut­deilda með sam­þætt­ingu end­ur­út­hlut­unar og til­boðs­mark­að­ar.

Bene­dikt Jóhann­es­son er for­maður Við­reisn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None