Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í apríl.
Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í apríl.
Auglýsing

Átök milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa skotið laumu­lega upp koll­inum annað veifið í gegn um kjör­tíma­bil­ið; sala Lands­bank­ans, Leið­rétt­ing­in, nátt­úrupass­inn og kvóta­frum­varpið voru öll mál sem Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur áttu erfitt með að koma sér saman um. En flokk­arnir reyndu samt sem áður að halda átök­unum á bak við tjöldin og náðu, á nokkuð aðdá­un­ar­verðan hátt, að bera þau ekki á torg. Eðli­lega eru ólík sjón­ar­mið á milli ólíkra flokka, þó að þeir vinni saman í rík­is­stjórn. Ekki þarf að líta lengra aftur en til síð­ustu rík­is­stjórn­ar, þar sem grund­vall­ar­at­riði eins og inn­ganga í Evr­ópu­sam­band­ið, varð ítrekað til­efni opin­berra átaka.

Í vik­unni byrsti Eygló Harð­ar­dótt­ir, rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­herra félags- og hús­næð­is­mála, sig harð­lega við Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra. Hún líkti sam­skiptum þeirra við slags­mál um fjár­fram­lög til vel­ferð­ar­mála, en hús­næð­is­frum­vörp Eyglóar hafa einmitt verið eitt af stærstu ágrein­ings­málum flokk­anna tveggja. Hún sak­aði Bjarna um að vilja bara lækka skatta á þá efna­mestu, í stað þess að veita fé inn í vel­ferð­ar­kerf­ið. Bjarni sagð­ist á móti ekki kann­ast við neitt slíkt og und­ir­strik­aði að ríkið hafi aldrei varið meira fé til almanna­trygg­inga.

Eins og Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, frá­far­andi þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í kjöl­far ummæla Eygló­ar, virð­ist vera að „kosn­inga­skjálfti“ sé kom­inn í suma. Það eru að koma kosn­ing­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með í kring um tíu pró­senta fylgi, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur sínum 25 til 30 pró­sent­um. Það áhuga­verða er að Eygló beið ekki með að sprengja rík­is­stjórn­ina and­lega þar til eftir sum­ar­frí. Hún hefur vissu­lega sett tón­inn fyrir það sem koma skal: Afnám verð­trygg­ing­ar, búvöru­samn­inga, LÍN og fleiri smá­mál sem rík­is­stjórnin seg­ist ætla að ljúka áður en boðað verður til kosn­inga, í haust. En árs­tíðir á Íslandi eru svo sem teygj­an­legt hug­tak.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None