rangarvallasysla_14357008609_o.jpg
Auglýsing

Skýrsla Orku­stofn­unar um gagn­rýni á vinnu verk­efn­is­stjórnar þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar er um margt athygl­is­verð. Orku­stofnun segir aðferðir verk­efn­is­stjórn­ar­innar óvand­aðar og á köflum séu þær ekki í sam­ræmi við lög. Grein­ing­ar­vinna sé ófull­nægj­andi og utan skyn­­sem­is­­marka, mat sé byggt á of þröngu sjón­­­ar­horni, skortur sé á sam­ræmi í ein­kunna­­gjöf og flokkun handa­hófs­­kennd og órök­studd. Um er að ræða umsögn Orku­stofn­unar vegna skýrslu­draga verk­efn­is­stjórnar um þriðja áfanga vernd­­ar- og orku­nýt­ing­­ar­á­ætlun stjórn­­­valda. 

Orku­stofnun vill fá fleiri virkj­ana­kosti í nýt­ing­ar­flokk. Í skýrsl­unni eru nokkrir kostir sér­stak­lega til­tekn­ir, sem verk­efn­is­stjórnin hefur viljað hafa í bið­flokki, og rök færð fyrir því hversu vit­laust það er. Þessir kostir eigi að vera settir í nýt­ingu. Verk­efn­is­stjórn­inni er meira að segja sér­stak­lega hrósað vegna eins kosts sem hún lagði til að yrði settur í nýt­ing­ar­flokk.

Auglýsing

Það er merki­legt að sjá með hvaða hætti jafn mik­il­vægt batt­erí og Orku­stofnun ákveður að setja fram svo harða og grímu­lausa gagn­rýni á vinnu verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Aug­ljóst er að mis­jöfn sjón­ar­mið ráða þarna för og það verður for­vitni­legt að sjá umsögn Lands­virkj­unar við drög­un­um. Stjórn­völd og hags­muna­að­ilar eiga vænt­an­lega eftir að halda áfram að bít­ast um hina marg­um­ræddu ramma­á­ætlun þar til allir lands­menn átta sig almenni­lega á því hvað það orð þýð­ir. Það getur tekið tíma sinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None