Hvað ef óskattlagt skattaskjólsfé færi í þróunarsamvinnu?

Það væri hægt að nýta féð sem geymist í skattaskjólum óskattlagt í ýmislegt nytsamlegt, segja Konráð S. Guðjónsson og Karl Fannar Sævarsson.

Mótmæli við Mossack Fonseca
Auglýsing

Þver­öf­ugt við EM karla í fót­bolta, sem kall­aði fram bros, þjóð­arstolt og sam­stöðu, varð leki Panama­skjal­anna til þess að kalla fram reiði, skömm og sundr­ungu. Það þarf vart að tíunda áhrifin sem þetta hafði hér á landi - for­sæt­is­ráð­herra sagði af sér, kallað var til kosn­inga og lík­lega hefðu for­seta­kosn­ing­arnar þró­ast á annan hátt ef ekki hefði komið til þess­ara hrær­inga. Mikil umsvif Íslend­inga í skatta­skjólum er sér­lega óheppi­legt fyrir þær sakir að Ísland, ásamt fjölda ann­arra ríkja, hefur und­ir­ritað sátt­mála um að reyna að berj­ast gegn skatta­skjólum. Þrátt fyrir að það sé í sjálfu sér ekk­ert óeðli­legt við að eiga fjár­muni í öðru landi, er stað­reyndin sú að lágir skattar og mikil leynd í alræmdum skatta­skjólum skapar hvata til þess að kom­ast hjá sköttum og leyna ýmsu mis­jöfnu. Panama­skjölin sýna ótví­rætt að fólk bregst við þessum hvöt­um.

En í hve miklum mæli? Hversu miklu fé er leynt í skatta­skjól­um? Og hversu miklum skatt­tekjum verða ríki heims­ins af? Þó að við munum lík­lega aldrei fá full­nægj­andi svörð, hafa verið gerðar til­raunir til að nálg­ast sann­leik­ann. Hag­fræð­ing­ur­inn Gabriel Zucman áætlar að faldir séu fjár­munir að and­virði­æp­lega 8 billjónir (8.000 millj­arð­ar) banda­ríkja­dala eða um 8% að fjár­mála­legum eignum í heim­in­um. Tax Just­ice Network reyndi einnig að áætla hversu há upp­hæðin er og sendu frá sér skýrslu árið 2012 um umfang fjár­magns í aflands­fé­lög­um. Nið­ur­stöð­urnar sýndu að svo mikið sem á milli 21- 32 billjónir banda­ríkja­dala í fjár­mála­legum eignum (inn­stæð­ur, skulda­bréf, hluta­bréf o.þ.h.) og eru þá fast­eign­ir, snekkj­ur, flug­vélar o.fl. und­an­skil­ið.

Ef við miðum við neðri mörk Tax Just­ice Network, 21 billjón banda­ríkja­dala, og gerum ráð fyrir 3% ávöxtun og 30% skatti, eins og tekið er dæmi um í skýrslu þeirra, verða ríki heims­ins af um 23 þús­und millj­örðum króna í skatt­tekjum ár hvert. Slík upp­hæð er um 10-­föld lands­fram­leiðsla Íslands. 

Auglýsing

OECD ríki hafa sam­þykkt að stefna að því að veita 0,7% af þjóð­ar­fram­leiðslu sinni til þró­un­ar­sam­vinnu, þó að efndir séu mis­mikl­ar. Ísland er langt frá því að upp­fylla 0,7% mark­ið, á síð­asta ári námu fjár­lög til þró­un­ar­sam­vinnu 0.24% af lands­fram­leiðslu. Ef við tökum 0,7% af áður­nefndri 3% ávöxt­un, þessa 21 billjón USD í skatta­skjól­um, erum við mögu­lega að tala um 542 millj­arða króna sem myndu ann­ars renna til fátæk­asta fólks heims. Fyrir þá upp­hæð væri t.d. hægt að byggja 31 Hörpu árlega. Sam­kvæmt fjár­lögum Íslands fyrir árið 2016 voru um 6.5 millj­arðar króna eyrna­merkir fyrir marg- og tví­hliða­þró­un­ar­að­stoð­ar, það gerir um 1.2 pró­sent af téðri upp­hæð.

Aug­ljós­lega er erfitt að henda reiður á þessar upp­hæðir en lyk­il­at­riðið er að í stóra sam­heng­inu eru hér veru­lega háar upp­hæð­ir. Sam­kvæmt skýrslu World Invest­ment Forum er gert ráð fyrir því að Afr­íka tapi 100 millj­örðum Banda­ríkja­dala á ári vegna skattaund­an­skota. Einnig greinir OXFAM frá því að árlega verði Afr­íka af 14 millj­örðum banda­ríkja­dala vegna skatta­skjóla. Það er nóg fjár­magn til að bjarga árlega lífi fjög­urra millj­óna barna með bættri heilsu­gæslu og standa undir launa­kostn­aði allra grunn­skóla­kenn­ara í álf­unni. Sam­kvæmt tölum frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni hafa 2,5 millj­arðar manna ekki aðgang að hreinu vatni, um 16 þús­und börn deyja dag­lega vegna lækn­an­legra sjúk­dóma, 35 millj­ónir manna eru með HIV/Al­næmi og þar af eru 2 millj­ónir á aldr­inum 10 til 19 ára og á 10 mínu­tna fresti deyr tán­ings­stelpa af völdum ofbeld­is. Fyrir 542 millj­arða króna væri hægt að bjarga mörgum ein­stak­ling­um.

Hvað er þá hægt að leggja árlega til þró­un­ar­sam­vinnu fyrir 542 millj­arða króna?

Langar þig að mennta 2,5 millj­ónir grunn­skóla­barna? Áætlað er að í Afr­íku sunnan Sahara séu um 43 millj­ónir barna sem falla utan hins form­lega skóla­kerfis og eru þau lík­lega ennþá fleiri en opin­berar tölur gefa til kynna. Sam­kvæmt úgönsku góð­gerð­ar­sam­tök­unum Joy for Children kostar skóla­árið $79 fyrir börn í grunn­menntun til 7 ára (primary school) og $200 fyrir börn í gagn­fræði­skóla (second­ary school) í 6 ár, því kostar full grunn­skóla­menntun um 1.750 dali (213 þús ISK) allt í allt.

Sam­kvæmt hjálp­ar­sam­tök­unum Save the Children njóta 3,5 millj­ónir flótta­barna ekki við­unn­andi mennt­un­ar. Sam­tökin áætla að 4,8 millj­arðar banda­ríkja­dala þarf til að mennta þessi börn, fyrir 542 ma.kr. (4,4 ma.­USD) væri árlega hægt að tryggja rúm­lega 90% þess­ara barna grunn­mennt­un.

Langar þig að byggja 36 þús­und verk­mennta­skóla? Íslensku félaga­sam­tökin Alnæm­is­börn hafa nýlokið við að byggja verk­mennta­skóla fyrir ungar stúlkur í Úganda. Þar munu 230 stúlkur fá ýmsa hag­nýta iðn­menntun sem gefur þeim aukna atvinnu­mögu­leika en mik­ill skortur er á verk­mennt­uðu fólki í Úganda sem og víða í Afr­íku. Heild­ar­kostn­aður verk­efn­is­ins var 15 millj­ónir króna.

Langar þig að byggja 371 spít­ala í Níger­íu? Níger­íski millj­arða­mær­ing­ur­inn og rík­asti maður Afr­íku, Aliko Dan­gote, hygg­ist setja $12 millj­ónir í að byggja nýjan spít­ala í Níger­íu. Spít­al­inn mun rúma 1000 sjúkra­rúm og verður því stærsti spít­ali í norð­ur­hluta Níger­íu. Það er erfitt að bera saman heil­brigð­is­þjón­ustu milli ólíkra heims­hluta, engu að síður er gaman að gera sam­an­burð til að gefa betri hug­mynd um við­fangið en Land­spít­ali Íslands er stærsta skjúkra­hús á land­inu og var skráð með 667 sjúkra­rúm árið 2015. Hægt væri að byggja 556 níger­íska spít­ala með 667 sjúkra­rúmum fyrir millj­arð­ana 542.

Langar þig að senda 51 milljón manna  í HAART HIV/Al­næm­is­með­ferð? HIV/Al­næm­is­far­aldur hefur verið mikil byrgði víða í Afr­íku und­an­farna ára­tugi og fyrir utan töpuð manns­lífu hefur þessu fylgt gríð­ar­legur lyfja­kostn­að­ur, sem hefur þó farið lækk­andi á und­an­förnum árum. Kostn­aður við HAART með­ferð var í fyrstu $10-15 þús­und en hafði lækkað niður í $87 árið 2007, miðað við það  væri hægt að senda rúm­lega 51 milljón manna í HAART með­ferð (Reimagin­ing Global Health, 2013).

Dæmin sem tekin eru hér að ofan eru til að gefa hug­mynd um umfang auð­magns í skatta­skjólum og hvað væri hægt að leggja til þró­un­ar­sam­vinnu ef það fé hefði verið skatt­lagt eins og eðli­legt þætti. Það er ekk­ert lög­mál sem segir að það þurfi að fjár­magna þró­un­ar­sam­vinnu með opin­beru fé og margt sem má gagn­rýna og betrumbæta í þeim geira. “Í full­komnum heimi” sagði ein­hver, en stað­reyndin er hins­vegar sú að það þarf ekki full­komnun svo að ein­stak­lingar fái að njóta mann­rétt­inda og lifa við lág­marks grunn­þarf­ir. Rétt­læti og sam­staða myndi fleyta okkur býsna langt hvað fram­farir varð­ar, bæði hér heima og í hinum stóra heimi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None