Meiri áhyggjur af hungri en af COVID-19

Forsvarsmenn CLF á Íslandi skrifa um ástandið í Úganda vegna COVID-19 faraldursins og hvernig fólk getur hjálpað.

Tómas Ingi Adolfsson og Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir
Auglýsing

Í þætti Kveiks í síð­ustu viku var fjallað um áhrif COVID-19 á Afr­íku. Þar kom fram að stað­festum smitum hafi fjölgað um 51% í vik­unni þar á undan í álf­unni og að dauðs­föllum af völdum COVID-19 veirunnar hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Ljóst er að ef veiran fer á það flug sem hún hefur gert í Evr­ópu mun það hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir álf­una þar sem heil­brigð­is­kerfi eru flest hver illa í stakk búin fyrir slíkan far­ald­ur. Efna­hags­legar afleið­ingar eru nú þegar orðnar miklar fyrir margar þjóðir Afr­íku þar sem sam­komu-, sam­göng­u-, og jafn­vel útgöngu­bönn koma í veg fyrir mögu­leika fólks til að afla tekna. Stór hluti Afr­íku­búa lifir dag frá degi; það sem þú þénar í dag getur þú eytt í mat á morg­un.

Þetta fólk hefur aldrei haft færi á að leggja fyrir og er því í mjög erf­iðri stöðu í dag. Líkt og kom fram í Kveik þá er það sið­ferð­is­leg skylda þeirra þjóða sem standa betur að vígi að aðstoða fátæk­ari lönd heims­ins á tímum sem þessum; þar að auki er það okkar hagur að það fari ekki allt á versta veg í álf­unni. Ýmsar stofn­anir og hjálp­ar­sam­tök vinna nú hörðum höndum að því að tryggja fæðu­ör­yggi fyrir þá verst stöddu. Hægt er að leggja mörgum þeirra lið með frjálsum fram­lögum sem geta skipt sköp­um. Sam­tökin CLF á Íslandi hafa nú bæst í þennan hóp og köllum við eftir þinni aðstoð. Hópur nemenda og starfsfólks CLF skólans í Úganda ásamt formanni CLF á Íslandi, Kristrúnu Friðsemd Sveinsdóttur.

CLF á Íslandi eru lítil félaga­sam­tök sem voru stofnuð af Erlu Hall­dórs­dóttur mann­fræð­ingi árið 2001. Meg­in­mark­mið sam­tak­anna er að bæta hag barna og ung­menna sem koma úr erf­iðum aðstæðum vegna fátækt­ar, for­eldramissis eða ann­arra félags­legra aðstæðna, svo dæmi séu tek­in. 

Þetta gerir CLF fyrst og fremst með stuðn­ingi við Candle Light Founda­tion grunn- og verk­mennta­skól­ann í Úganda sem var einnig stofn­aður af Erlu. Sam­tökin hafa veitt yfir 2000 stúlkum tæki­færi til mennt­un­ar, tæki­færi sem ann­ars hefðu ekki verið til stað­ar, sem og öruggt og efl­andi skólaum­hverfi. Úganda hefur því miður orðið fyrir miklum nei­kvæðum áhrifum af COVID-19 heims­far­aldr­in­um. 

Auglýsing
Landamærum hefur verið lokað og lokað hefur verið fyrir nán­ast alla starf­semi í land­inu, þar á meðal skóla. Nán­ast algjört ferða­bann ríkir innan lands­ins; notkun einka­bíla er bönnuð og útgöngu­bann ríkir frá klukkan sjö á kvöldin til sex á morgn­ana. Vegna þessa hafa mögu­leikar fólks í land­inu til að vinna og afla sér tekna minnkað til muna. Margar fjöl­skyldur eiga vart fyrir mat og almennt hefur fólk meiri áhyggjur af lífs­við­ur­væri sínu en af veirunni sjálfri.Börn úr nágrenni skólans sækja vatn í brunninn á skólalóðinni. Brunnurinn var byggður með styrk frá Utanríkisráðuneyti Íslands.

CLF á Íslandi hefur hrundið af stað fjár­öflun til að koma fjöl­skyldum skóla­barn­anna við grunn- og verk­mennta­skóla CLF, sem og öðrum illa stöddum fjöl­skyldum í nágrenni við skól­ann til hjálpar með mat­ar- og nauð­synja­vör­um. Gott er að hafa í huga að það sem kann að þykja lít­ill pen­ingur á Íslandi getur skipt sköpum í Úganda. Þar sem CLF á Íslandi eru sam­tök sem eru alfarið rekin í sjálf­boða­vinnu þá renna öll fram­lög beint til verk­efn­is­ins. 

Sam­tökin reiða sig á stuðn­ing og góð­vild Íslend­inga til að ná mark­miðum sínum og viljum við þess vegna leita eftir þinni aðstoð, hafir þú tök á að leggja mál­staðnum lið. Mat­ar- og nauð­synja­pakk­arnir munu án efa koma mörgum fjöl­skyldum til bjargar á þessum erf­iðu tím­um. Til lengri tíma getur fátækt nem­enda og fjöl­skyldna þeirra, sem og skortur á nauð­synj­um, aukið líkur á því að nem­endur hætti námi og reyni frekar að vinna fyrir sér, sem er einmitt sú hringrás fátæktar sem CLF skól­inn vill sporna gegn. Aðstoð við nem­endur og fjöl­skyldur þeirra er því mik­il­væg sem aldrei fyrr. Hafir þú tök á að styðja við fjöl­skyldur sem eiga um sárt að binda í Úganda vegna COVID-19 þá er reikn­ings­númer og kennitala CLF á Íslandi hér fyrir neð­an. 

Öll fram­lög eru vel þegin en sem dæmi þá geta 2000 krónur veitt einni fjöl­skyldu viku­skammt af nauð­syn­leg­ustu mat­væl­um.

Rnr. 0344-13-040733

Kt. 560404-3360

Skýr­ing: Covid

Með fyr­ir­fram þökk­um.

Fyrir hönd CLF á Íslandi,

Kristrún Frið­semd Sveins­dótt­ir, for­maður CLF á Íslandi, og Tómas Ingi Adolfs­son, gjald­keri CLF á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar