Meiri áhyggjur af hungri en af COVID-19

Forsvarsmenn CLF á Íslandi skrifa um ástandið í Úganda vegna COVID-19 faraldursins og hvernig fólk getur hjálpað.

Tómas Ingi Adolfsson og Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir
Auglýsing

Í þætti Kveiks í síð­ustu viku var fjallað um áhrif COVID-19 á Afr­íku. Þar kom fram að stað­festum smitum hafi fjölgað um 51% í vik­unni þar á undan í álf­unni og að dauðs­föllum af völdum COVID-19 veirunnar hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Ljóst er að ef veiran fer á það flug sem hún hefur gert í Evr­ópu mun það hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir álf­una þar sem heil­brigð­is­kerfi eru flest hver illa í stakk búin fyrir slíkan far­ald­ur. Efna­hags­legar afleið­ingar eru nú þegar orðnar miklar fyrir margar þjóðir Afr­íku þar sem sam­komu-, sam­göng­u-, og jafn­vel útgöngu­bönn koma í veg fyrir mögu­leika fólks til að afla tekna. Stór hluti Afr­íku­búa lifir dag frá degi; það sem þú þénar í dag getur þú eytt í mat á morg­un.

Þetta fólk hefur aldrei haft færi á að leggja fyrir og er því í mjög erf­iðri stöðu í dag. Líkt og kom fram í Kveik þá er það sið­ferð­is­leg skylda þeirra þjóða sem standa betur að vígi að aðstoða fátæk­ari lönd heims­ins á tímum sem þessum; þar að auki er það okkar hagur að það fari ekki allt á versta veg í álf­unni. Ýmsar stofn­anir og hjálp­ar­sam­tök vinna nú hörðum höndum að því að tryggja fæðu­ör­yggi fyrir þá verst stöddu. Hægt er að leggja mörgum þeirra lið með frjálsum fram­lögum sem geta skipt sköp­um. Sam­tökin CLF á Íslandi hafa nú bæst í þennan hóp og köllum við eftir þinni aðstoð. Hópur nemenda og starfsfólks CLF skólans í Úganda ásamt formanni CLF á Íslandi, Kristrúnu Friðsemd Sveinsdóttur.

CLF á Íslandi eru lítil félaga­sam­tök sem voru stofnuð af Erlu Hall­dórs­dóttur mann­fræð­ingi árið 2001. Meg­in­mark­mið sam­tak­anna er að bæta hag barna og ung­menna sem koma úr erf­iðum aðstæðum vegna fátækt­ar, for­eldramissis eða ann­arra félags­legra aðstæðna, svo dæmi séu tek­in. 

Þetta gerir CLF fyrst og fremst með stuðn­ingi við Candle Light Founda­tion grunn- og verk­mennta­skól­ann í Úganda sem var einnig stofn­aður af Erlu. Sam­tökin hafa veitt yfir 2000 stúlkum tæki­færi til mennt­un­ar, tæki­færi sem ann­ars hefðu ekki verið til stað­ar, sem og öruggt og efl­andi skólaum­hverfi. Úganda hefur því miður orðið fyrir miklum nei­kvæðum áhrifum af COVID-19 heims­far­aldr­in­um. 

Auglýsing
Landamærum hefur verið lokað og lokað hefur verið fyrir nán­ast alla starf­semi í land­inu, þar á meðal skóla. Nán­ast algjört ferða­bann ríkir innan lands­ins; notkun einka­bíla er bönnuð og útgöngu­bann ríkir frá klukkan sjö á kvöldin til sex á morgn­ana. Vegna þessa hafa mögu­leikar fólks í land­inu til að vinna og afla sér tekna minnkað til muna. Margar fjöl­skyldur eiga vart fyrir mat og almennt hefur fólk meiri áhyggjur af lífs­við­ur­væri sínu en af veirunni sjálfri.Börn úr nágrenni skólans sækja vatn í brunninn á skólalóðinni. Brunnurinn var byggður með styrk frá Utanríkisráðuneyti Íslands.

CLF á Íslandi hefur hrundið af stað fjár­öflun til að koma fjöl­skyldum skóla­barn­anna við grunn- og verk­mennta­skóla CLF, sem og öðrum illa stöddum fjöl­skyldum í nágrenni við skól­ann til hjálpar með mat­ar- og nauð­synja­vör­um. Gott er að hafa í huga að það sem kann að þykja lít­ill pen­ingur á Íslandi getur skipt sköpum í Úganda. Þar sem CLF á Íslandi eru sam­tök sem eru alfarið rekin í sjálf­boða­vinnu þá renna öll fram­lög beint til verk­efn­is­ins. 

Sam­tökin reiða sig á stuðn­ing og góð­vild Íslend­inga til að ná mark­miðum sínum og viljum við þess vegna leita eftir þinni aðstoð, hafir þú tök á að leggja mál­staðnum lið. Mat­ar- og nauð­synja­pakk­arnir munu án efa koma mörgum fjöl­skyldum til bjargar á þessum erf­iðu tím­um. Til lengri tíma getur fátækt nem­enda og fjöl­skyldna þeirra, sem og skortur á nauð­synj­um, aukið líkur á því að nem­endur hætti námi og reyni frekar að vinna fyrir sér, sem er einmitt sú hringrás fátæktar sem CLF skól­inn vill sporna gegn. Aðstoð við nem­endur og fjöl­skyldur þeirra er því mik­il­væg sem aldrei fyrr. Hafir þú tök á að styðja við fjöl­skyldur sem eiga um sárt að binda í Úganda vegna COVID-19 þá er reikn­ings­númer og kennitala CLF á Íslandi hér fyrir neð­an. 

Öll fram­lög eru vel þegin en sem dæmi þá geta 2000 krónur veitt einni fjöl­skyldu viku­skammt af nauð­syn­leg­ustu mat­væl­um.

Rnr. 0344-13-040733

Kt. 560404-3360

Skýr­ing: Covid

Með fyr­ir­fram þökk­um.

Fyrir hönd CLF á Íslandi,

Kristrún Frið­semd Sveins­dótt­ir, for­maður CLF á Íslandi, og Tómas Ingi Adolfs­son, gjald­keri CLF á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar