Veðjum á framtíðina

Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að hið opinbera geri atvinnulífinu kleift að skapa verðmæti til útflutnings. Verðmætasköpun einkageirans gerir síðan hinu opinbera kleift að efla velferðarkerfið.

Auglýsing

Áskor­unin sem sam­fé­lagið stendur frammi fyrir er flók­in. Nær algjör óvissa er um ferða­lög milli landa og eng­inn veit hversu langur tími líður þar til við getum ferð­ast erlendis eða fengið gesti til lands­ins. Þar af leið­andi mun verð­mæta­sköpun þessa árs verða hund­ruðum millj­arða minni en hún var á síð­asta ári. Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið til að dempa högg­ið.

Fyrstu skref voru að tryggja afkomu fólks, með launum í sótt­kví og með hluta­bóta­leið­inni svoköll­uðu. Rík­is­sjóður stendur traustur og mun taka á sig gríð­ar­legan halla á þessu ári og verður senni­lega meiri en í banka­hrun­inu fyrir rúmum ára­tug. Seðla­bank­inn hefur lækkað vexti og hóf jafn­framt nýlega kaup á bréfum til þess að halda niðri vaxta­kostn­aði til lengri tíma. Þá hefur verið gripið til fjöl­margra og umfangs­mik­illa aðgerða til að verja launa­fólk í land­inu og verja störf. Þær snúa m.a. að því að rík­is­sjóður ábyrgist lán til fyr­ir­tækja, að upp­fylltum ýmsum skil­yrðum s.s., að fyr­ir­tækin séu skráð á Íslandi en ekki í skatta­skjól­um, greiði sér ekki arð á láns­tím­anum og fleira. Enda þó að mik­il­vægt sé að aðgerð­irnar séu almennar þá verða þær einnig að vera hnit­mið­að­ar. 

Auglýsing
Aðgerðir stjórn­valda hafa miðað að því að grípa til varna fyrir fólk með félags­legum úrræðum sem við vitum að þörf er og verður fyr­ir, t.d. með því að styrkja geð­heil­brigðisteymi um land allt, átak gegn heim­il­is­of­beldi, mennt­un­ar­úr­ræði, stuðn­ing við íþrótta­iðkun barna og fleira. Þó er einnig mik­il­vægt að búa til við­spyrnu fyrir hag­kerfið þegar að birta tekur til. 

Krían er komin

Í öðrum aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er enn meira lagt í nýsköpun hvers­konar sem ég tel afar mik­il­vægt. Það er lyk­il­at­riði að hér verði til störf nú þegar gefið hefur á bát­inn í atvinnu­líf­inu. Þessi störf þurfa að verða til úti um land allt. Við vitum að til þess að standa undir öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi þarf öfl­ugt atvinnu­líf. Þessir tveir þættir næra hvorn ann­an. Hið opin­bera gerir atvinnu­líf­inu kleift að skapa verð­mæti til útflutn­ings. Verð­mæta­sköpun einka­geirans gerir hinu opin­bera kleift að efla vel­ferð­ar­kerf­ið. Þetta sjáum við vel núna á öfl­ugu við­bragði hins opin­bera, heil­brigð­is­kerfis og almanna­varna sem hefur orðið til þess að settar hafa verið minni hömlur á dag­legt líf Íslend­inga heldur en í flestum löndum í kringum okk­ur. Þar hefur skólum verið lokað og útgöngu­bann verið í gildi og fram­fylgt af lög­reglu vikum og mán­uðum sam­an.

Eitt sem skort hefur lengi á Íslandi er nýsköp­un­ar­sjóður sem fjár­festir í fyr­ir­tækj­um. Fyrir þing­inu liggur frum­varp um slíkan sjóð, Kríu. Lagt er til að í hann fari 1300 millj­ónir sem hægt sé að nýta í fjár­fest­ingar á þessu ári. Þá er einnig mik­il­væg sú til­laga að hækka end­ur­greiðslur á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aði sem einnig er til þess fallin að fjölga hér störfum og auð­velda end­ur­reisn­ina. Með þessu erum við að veðja á fram­tíð­ina – leysum úr læð­ingi sköp­un­ar­kraft til að skapa enn frek­ari verð­mæt­i. 

Rann­sóknir á vegum Nor­ræna ráð­herra­ráðs­ins sýna að á eftir heilsu og tekju­ó­jöfn­uði er það atvinnu­leysi sem mestri óham­ingju veldur hjá ein­stak­ling­um. Nú slær atvinnu­leysi öll met og mik­il­vægt að við náum að spyrna við fótum sem fyrst. Það gerum við með því að styðja við það sem fyrir er og byggir á traustum grunni en einnig með öfl­ugum nýsköp­un­ara­stuðn­ingi og horfum til fram­tíð­ar. Fjöl­breytni í störfum út um allt land er það sem við þurfum til að kom­ast á réttan kjöl aft­ur. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar