Veðjum á framtíðina

Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að hið opinbera geri atvinnulífinu kleift að skapa verðmæti til útflutnings. Verðmætasköpun einkageirans gerir síðan hinu opinbera kleift að efla velferðarkerfið.

Auglýsing

Áskor­unin sem sam­fé­lagið stendur frammi fyrir er flók­in. Nær algjör óvissa er um ferða­lög milli landa og eng­inn veit hversu langur tími líður þar til við getum ferð­ast erlendis eða fengið gesti til lands­ins. Þar af leið­andi mun verð­mæta­sköpun þessa árs verða hund­ruðum millj­arða minni en hún var á síð­asta ári. Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið til að dempa högg­ið.

Fyrstu skref voru að tryggja afkomu fólks, með launum í sótt­kví og með hluta­bóta­leið­inni svoköll­uðu. Rík­is­sjóður stendur traustur og mun taka á sig gríð­ar­legan halla á þessu ári og verður senni­lega meiri en í banka­hrun­inu fyrir rúmum ára­tug. Seðla­bank­inn hefur lækkað vexti og hóf jafn­framt nýlega kaup á bréfum til þess að halda niðri vaxta­kostn­aði til lengri tíma. Þá hefur verið gripið til fjöl­margra og umfangs­mik­illa aðgerða til að verja launa­fólk í land­inu og verja störf. Þær snúa m.a. að því að rík­is­sjóður ábyrgist lán til fyr­ir­tækja, að upp­fylltum ýmsum skil­yrðum s.s., að fyr­ir­tækin séu skráð á Íslandi en ekki í skatta­skjól­um, greiði sér ekki arð á láns­tím­anum og fleira. Enda þó að mik­il­vægt sé að aðgerð­irnar séu almennar þá verða þær einnig að vera hnit­mið­að­ar. 

Auglýsing
Aðgerðir stjórn­valda hafa miðað að því að grípa til varna fyrir fólk með félags­legum úrræðum sem við vitum að þörf er og verður fyr­ir, t.d. með því að styrkja geð­heil­brigðisteymi um land allt, átak gegn heim­il­is­of­beldi, mennt­un­ar­úr­ræði, stuðn­ing við íþrótta­iðkun barna og fleira. Þó er einnig mik­il­vægt að búa til við­spyrnu fyrir hag­kerfið þegar að birta tekur til. 

Krían er komin

Í öðrum aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er enn meira lagt í nýsköpun hvers­konar sem ég tel afar mik­il­vægt. Það er lyk­il­at­riði að hér verði til störf nú þegar gefið hefur á bát­inn í atvinnu­líf­inu. Þessi störf þurfa að verða til úti um land allt. Við vitum að til þess að standa undir öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi þarf öfl­ugt atvinnu­líf. Þessir tveir þættir næra hvorn ann­an. Hið opin­bera gerir atvinnu­líf­inu kleift að skapa verð­mæti til útflutn­ings. Verð­mæta­sköpun einka­geirans gerir hinu opin­bera kleift að efla vel­ferð­ar­kerf­ið. Þetta sjáum við vel núna á öfl­ugu við­bragði hins opin­bera, heil­brigð­is­kerfis og almanna­varna sem hefur orðið til þess að settar hafa verið minni hömlur á dag­legt líf Íslend­inga heldur en í flestum löndum í kringum okk­ur. Þar hefur skólum verið lokað og útgöngu­bann verið í gildi og fram­fylgt af lög­reglu vikum og mán­uðum sam­an.

Eitt sem skort hefur lengi á Íslandi er nýsköp­un­ar­sjóður sem fjár­festir í fyr­ir­tækj­um. Fyrir þing­inu liggur frum­varp um slíkan sjóð, Kríu. Lagt er til að í hann fari 1300 millj­ónir sem hægt sé að nýta í fjár­fest­ingar á þessu ári. Þá er einnig mik­il­væg sú til­laga að hækka end­ur­greiðslur á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aði sem einnig er til þess fallin að fjölga hér störfum og auð­velda end­ur­reisn­ina. Með þessu erum við að veðja á fram­tíð­ina – leysum úr læð­ingi sköp­un­ar­kraft til að skapa enn frek­ari verð­mæt­i. 

Rann­sóknir á vegum Nor­ræna ráð­herra­ráðs­ins sýna að á eftir heilsu og tekju­ó­jöfn­uði er það atvinnu­leysi sem mestri óham­ingju veldur hjá ein­stak­ling­um. Nú slær atvinnu­leysi öll met og mik­il­vægt að við náum að spyrna við fótum sem fyrst. Það gerum við með því að styðja við það sem fyrir er og byggir á traustum grunni en einnig með öfl­ugum nýsköp­un­ara­stuðn­ingi og horfum til fram­tíð­ar. Fjöl­breytni í störfum út um allt land er það sem við þurfum til að kom­ast á réttan kjöl aft­ur. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar