Verkefni sem Hanna Birna vinnur að hjá UN Women styrkt af íslenskum stjórnvöldum

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, var ráðin til UN Women sem tímabundinn ráðgjafi til að vinna meðal annars að verkefni sem lýtur að pólitískri valdeflingu kvenna. Ísland styrkir það tiltekna verkefni um 70 milljónir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, ­fyrr­ver­andi borg­­ar­­stjóri, inn­­an­­rík­­is­ráð­herra og vara­­for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, var ráðin sem tíma­bund­inn ráð­gjafi á aðal­­­skrif­­stofu UN Women í New York í byrjun árs 2019. Hún var meðal ann­ars ráðin til að vinna að verk­efn­inu Women's Politcal Empowerment and Leaders­hip en það er eitt þeirra verk­efna sem íslensk stjórn­völd ákváðu að styrkja árið 2018. 

UN Women er stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna um kynja­jafn­rétti og vald­efl­ingu kvenna. Hún er jafn­framt ein af áherslu­stofn­unum Íslands á sviði þró­un­ar­sam­vinnu og sam­kvæmt ramma­samn­ingi við UN Women greiðir Ísland almenn fram­lög til stofn­un­ar­inn­ar, sem og fram­lög til ein­stakra verk­efna. 

Heild­ar­stuðn­ingur Íslands til stofn­un­ar­innar á árinu 2019 er áætl­aður 234 millj­ónir króna, sam­kvæmt svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Af þeim 234 millj­ónum er 35 millj­ónum varið til verk­efn­is­ins Women's Polit­ical Empowerment and Leaders­hip, ­sem lýtur að póli­tískri vald­efl­ingu kvenna og leið­toga­hæfni víða um heim, þar á meðal í þró­un­ar­ríkj­un­um, í ár, auk 35 millj­óna á næsta ári. 

Auglýsing

Það verk­efni er eitt þeirra verk­efna sem Hanna Birnu vinnur að hjá UN Women ásamt öðrum störf­um. Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að ákvörðun um að styrkja verk­efnið hafi verið tekin 2018. Aðspurð hvort að ráðn­ing Hönnu Birnu til­ verk­efn­is­ins sé tengd fjár­fram­lagi Íslands til verk­efn­is­ins segir ráðu­neytið að UN Women hafi ráðið Hönnu Birnu til starfa og ráðn­ing­ar­sam­bandið liggi alfarið hjá stofn­un­inn­i. 

Hanna Birna greindi frá ráðn­ing­unni til UN Women í byrjun febr­úar á þessu ári en hún­ hætti í stjórn­­­málum hér­­­lendis eftir kosn­­ing­­arnar sem fram fóru haustið 2016. Hún hætti sem inn­­­an­­­rík­­­is­ráð­herra í lok árs 2014 í kjöl­far leka­­­máls­ins og fór í leyfi frá þing­­­störfum í kjöl­far­ið. Skömmu síð­­­­­ar, eða í októ­ber 2015, ákvað hún að hætta sem vara­­­for­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent