Verkefni sem Hanna Birna vinnur að hjá UN Women styrkt af íslenskum stjórnvöldum

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, var ráðin til UN Women sem tímabundinn ráðgjafi til að vinna meðal annars að verkefni sem lýtur að pólitískri valdeflingu kvenna. Ísland styrkir það tiltekna verkefni um 70 milljónir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, ­fyrr­ver­andi borg­­ar­­stjóri, inn­­an­­rík­­is­ráð­herra og vara­­for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, var ráðin sem tíma­bund­inn ráð­gjafi á aðal­­­skrif­­stofu UN Women í New York í byrjun árs 2019. Hún var meðal ann­ars ráðin til að vinna að verk­efn­inu Women's Politcal Empowerment and Leaders­hip en það er eitt þeirra verk­efna sem íslensk stjórn­völd ákváðu að styrkja árið 2018. 

UN Women er stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna um kynja­jafn­rétti og vald­efl­ingu kvenna. Hún er jafn­framt ein af áherslu­stofn­unum Íslands á sviði þró­un­ar­sam­vinnu og sam­kvæmt ramma­samn­ingi við UN Women greiðir Ísland almenn fram­lög til stofn­un­ar­inn­ar, sem og fram­lög til ein­stakra verk­efna. 

Heild­ar­stuðn­ingur Íslands til stofn­un­ar­innar á árinu 2019 er áætl­aður 234 millj­ónir króna, sam­kvæmt svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Af þeim 234 millj­ónum er 35 millj­ónum varið til verk­efn­is­ins Women's Polit­ical Empowerment and Leaders­hip, ­sem lýtur að póli­tískri vald­efl­ingu kvenna og leið­toga­hæfni víða um heim, þar á meðal í þró­un­ar­ríkj­un­um, í ár, auk 35 millj­óna á næsta ári. 

Auglýsing

Það verk­efni er eitt þeirra verk­efna sem Hanna Birnu vinnur að hjá UN Women ásamt öðrum störf­um. Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að ákvörðun um að styrkja verk­efnið hafi verið tekin 2018. Aðspurð hvort að ráðn­ing Hönnu Birnu til­ verk­efn­is­ins sé tengd fjár­fram­lagi Íslands til verk­efn­is­ins segir ráðu­neytið að UN Women hafi ráðið Hönnu Birnu til starfa og ráðn­ing­ar­sam­bandið liggi alfarið hjá stofn­un­inn­i. 

Hanna Birna greindi frá ráðn­ing­unni til UN Women í byrjun febr­úar á þessu ári en hún­ hætti í stjórn­­­málum hér­­­lendis eftir kosn­­ing­­arnar sem fram fóru haustið 2016. Hún hætti sem inn­­­an­­­rík­­­is­ráð­herra í lok árs 2014 í kjöl­far leka­­­máls­ins og fór í leyfi frá þing­­­störfum í kjöl­far­ið. Skömmu síð­­­­­ar, eða í októ­ber 2015, ákvað hún að hætta sem vara­­­for­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent